Nafn skrár:GudSig-1878-10-02
Dagsetning:A-1878-10-02
Ritunarstaður (bær):Hallormsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Valgerður er kona Halldórs
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðlaug Sigurðardóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1847-00-00
Dánardagur:1880-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Borgarfjarðarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hallormsstað 2 októb 1898

Elskulega vinkona,

Þareð nu er útsjeð um það að jeg get ekki fundið, þóg, þo á þessu sumri sem jeg hefði

þó gjarnan vilja - þá verð jeg nú einasta að lata mjer lynda að skrifa þjer nokkrar linur, þó aldrei láti mjer það sem best. Okkur hjer liður vel, og heg hef allgóða

heilsu nu sem stendur Eingar frjettir get jeg sagt þjer, því hvorki man, jeg þær neinar, og svo hefi jeg líka svo stuttan tíma til að skrifa því. Finnbogi seigist vera á

förum; þeir sem þekkja til geta nærri að það er áreiðanlegt, Mig lángar nú, tl að betla um mark við þig, það er nú fyrst

að biðja þig að gjöra svo vel og ljá mejr fileraða dúkinn, þinn til að sjá eptir, svo alta jeg líka að biðja þig að gefa mjer

munstur af skautlunginum, bæði af mínum búning og svo fleiri sem þjer þykja lagleg, ef þú hefur lítinn tíma

til að pikka þau af, þá er mjer jafn kært ef þú vilt gjöra svo vel og ljá mjer munstrin jeg skal gæta að því að

þau skemist ekki, Lítið varð úr því að kæmir u austurisumar eins og þú gjörðir ráð fyrir blessuð þu mátt samt ekki

láta það verða alveg afslátt, jeg trúi ekki öðru enn að þjer þikji hjer fallegt, jeg held mjer sje óhætt að fullvissa þig um að guðsverk eru hjer eins falleg eins og í

Reykjavik, enn attannað er kannske að tala um mannana verk, þú mátt samt ekki íminda þjer að við aumingja austfirðingarnir sjeum í nokkru lakari enn Rvikingar

þó við stönðum nokru lægra á strái heimsins. þú verður að fyrirgefa mjer þennan ljóta miða og bónakvabbið. Berðu kær kveðju mína manni þinum og svo öllum

kunningunum. Guð annist þig og þína, þess óskar af alhug þin einlæg

Lauga Sigurðardottir

Frú Valgerður Ólafsdóttir

Í Hofi

Myndir:12