Nafn skrár:GudJon-1896-11-01
Dagsetning:A-1896-11-01
Ritunarstaður (bær):Sauðafelli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:Dóttir Jóns Borgfirðings
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Guðný Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1869-08-06
Dánardagur:1930-11-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Reykjavík
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reykjavík
Upprunaslóðir (sýsla):Gull.
Texti bréfs

31/96 V

Sauðafelli 1/11 96

Elskuleigi babbi!

Kjæra þökk fyrir þitt orð eða brjef. jig ætlaði að skrifa þjer seinast en jig var þà í sláturstörfum svo að jig gat ekki, en nù eru þau um garð geinginn nema hvað þá er vírið að skira einstaka kind úr ólukkann pestinni, jig held að hún heimsækti okkur ekki allt af mikið því að hún er leiðinlig og skaðlig, það er þá svo góð tíð núna um tíma mararhlàka eins og á vordeigi þarf ekki að figa ninni skepnu nema kúm, en það verður nú ekki alltaf svona sem að ekki er von. það var gaman fyrir þig að gjöra Túrìnn útí Grímsey, það eru ekki allir sem að koma þangað á efinni. það eru meiri ósköpin sem að hafa geingið á fyrir austan aumingja fólkið það hifur átt bátt um Tíma en jig held að það verði flugríkt á endanum svo

mikið hifur gefist utanlands, því að ekki hefði víst orðið mikið ef að einkir hefði gifið nema íslendingar, jig veit að ekki gifa bændur hjer mikið, og enn þá vit efnaðir 2 kr hver. Nú er Sjera Jòhannes búinn að fá algjörligan skilnað og búinn að senda hana til Reykjavìkur á sveitina hann hifur mjög lítinn fjörligan karakter, og jig er vissum að hann er strags farinn að hugsa um aðra konu gamla Madaman er kominn að Harastöðum hifur verið mjög slæm í allt sumar og verið að flækjast á milli en hingað kom hún bara stökusinnum bara til að Skamma okkur, en nú er hùn að batna dálítið gitur ær eiga hàtt aumingja manneskjunnar að vira svona veiklaður allir krakkarnir eru vel frísk og Ragnar er mjög epniligur og stór, Jón er minstur að sínu leiti en kvikk er hann og gaman að honum, Stebbi og Anna eru dàlítið að læra við að stafa en það er nú lítið ennþá jig held að Slugði ekki viljugur en

það er náttúrliga ekki vel að marka jig fjikk brjif frá Villa bróður hann er kominn til Habnar jig held að hann hafi ekki of mikla peninga greyið en leiðinlegt er ef að hann líður mund en allir hann hafi nóg af öllu, en það er nú valla hugsanligt þar sem að hann á bróður alveg við hliðina. Finur er mikilvin að gifa út einhverja bók og hifur tileinkað þjer, það var rjett af honum en ekki þykir mjer neitt gaman ad bòkinni hún er náttúrliga og þung skilin fyrir mig. Björn hifur verið heima núna um Tíma er þar líka bráðum vestur ì Skarðsstöð. Krakkarnir biðja að heilsa Afa sìnum og Björn bíður að heylsa þjer það verður ekki mjög langt brjef enda hefi jeg einga ferðasögu.

Lýði þjer sem best þess óskar þìn dóttur Guðný

Myndir:12