Nafn skrár:GudJon-1899-10-08
Dagsetning:A-1899-10-08
Ritunarstaður (bær):Sauðafelli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:Dóttir Jóns Borgfirðings
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Guðný Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1869-08-06
Dánardagur:1930-11-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Reykjavík
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reykjavík
Upprunaslóðir (sýsla):Gull.
Texti bréfs

V 21/4

Sauðafelli 8/10 1899

Elskuleigi Pabbi minn!

Jig þakka þjer fyrir þitt gòða brjef, þù gast rjett til að Björn og Yngólfur voru komner à leið vestur jig fjekk brjef frá Birni frá Djúpinu með manninum sem að kom með hestana, þvì hann sendi þá til baka eptur þeim gekk vel þangað en nú fæ jeg brjef með pósti og þá fæ jeg kanski að vita hvað leingi þeir verða. það eru nú ekki miklar frjettir því það koma nù ekki margir, þíðin má heita gòð en er þó umhleipingarsöm, og leiðinleg rigningin þí að bærin er farinn að leka svo að það er einginn flóa friður í búronum, það var gaman fyrir þig að koma austur og hitta kunningjana. það er víst gaman að sjá brúna, en það verður víst ekki

að jig sjái hana sem að ekki er von. Börnin eru vel frísk Stebbi er mjög skemtilegur dreingur, hann kann margar vìsur og singur þær allar með lagi, og er svo skìrTalandi hann þekkir stafinn sinn. Anna litla er nú ársgömul à mánudaginn kemur hùn er ekki farinn að ganga en hleipur með alstaðar og ekki talar hùn neitt enn þà, en hún er kàt og fjörug, og fríð. við fórum öll innað Hvammi áður en að þeir fóru sutur Unnar litla hennar Sigrìðar er stór og sterk lìk ömmu sinni það er að seigja Mòður ömmu. 2 lönb hafa drepist hjá okkur það er þrír vinnumann 2 við fjeð og 1 við kýr og hesta hundapestir er að gegna alstaðar hjer um, en ekki er hùn ennþá kominn hingað og er það mjög leiðinlegt því ekki er gott að verða kanski hundlaus. Ekki er gott ì bùi hjá Presti nú likkur konan alltaf í vinnaleysi, það er sagt að hann ætli að

hætta að búa í vor og það er ugglaust því að maðurinn hifur ekkert að búa með.

Jig ætla að biðja þig að koma brjefonum sem að eru innani og reka à eptir myndonum hjá myndasmiðnum, þær ættu að vera komnar fyrir laungu svo ætla jig að biðja þig að senda 4 myndir til Habnar næst þar sem að við mun öll 4 á, syskinonum 3 sína hverja, og Camillu 1 svo hifur þú eina, en hinar allar eiga að koma, vildu ekki kaupa fyrir mig jólakort og skrifa á það til Gunnu frá okkur hjer jig Skal senda þjer fyrir það næst. Hannes ætla að Gunna á Stól hafi það ætti að hùn sje ekki orðinn góð aptur jig bið að heylsa uppá loptið og Ynbu gömlu. þú verður að fyrirgefa þò að jig geti ekki týnt á örkina. Hvað ætli að kost kvæðinn hans Hannesar Hvusteina vinnhundinn?. Börnin biðja að heylsa Afa sìnum

Að endingu óska jig þjer allt góðs og góðrar heilsu

þìn dòttur Guðný

Jólakort. Hvustkvæði furir jól og nýjár. Lov kann Laura 2-15

Myndir:12