Nafn skrár:GurHal-1875-07-25
Dagsetning:A-1875-07-25
Ritunarstaður (bær):Stafholtsey
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Guðrún Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Stafholtsei þan 25 Júli 1875

Elskulega góða Maddama

Guð gefi yður allar stundir góðar og gleðilegar ég þakka yður af hjarta fyrir allt gótt er þjer hafið auðsínt mér, þó ekki þakkað það með tómum órðonum eins og það er vert, en jeg geimi í hjarta mínu innilegustu þakklæti til ukkar, það er mín innileg ósk að þessi miði mætti hitta yður og alla yðar glaða og heilgbrigða, jeg sest nú niður að pára yður nokrar línur þó ó merkileg= ar verði, jeg gét lítið sagt yður í frjettum af mér nema það hefur verið svo dæmalaust mikið óindi í mér að það hafa allir dagar verið mér lángir og leðinlegir ég veit þið gétið ekki ímindað ikkur það eins og það var mér fanst dæmalaust ljótt og leiðínlegt hér þó flestum öðrum þiki fallegt, og alt ifir höfuð

svo ívið feldið og óskjemtilegt það er eitt firir sig að hér er valla nokkurstaðar lækir við bæi heldur eru brunar hlaðnir inan með torfi svo vatnið er eins og sk= ólp á litin. svo finst mér allir siðir svo leiðinlegir, hjer eru dæmalaust lítil husa= kjinni það eru ekki önur innann l00ar hús en tvær gamlar stofur og loflef00 sem fólkið er uppá en hjóninn eru niðri stof= unni, svo er bur og eldhus, það er víða bágt svo hér firir sunnann það er mikið falleg bíggíng í 0kjundarholti Jónassen hefur látið biggja allann bæinn að níu jeg gist þar seinustu nóttina ssem jeg var í ferða laginu enn ekki geðjaðist mér vel að frúnni mér síndist hún heldur 00ngsleg þó hun væri almini leg við okkur Kristinu, það er hér skamt frá timb= rur hús sem Enskur maður heldur til í á sumrin hann kaupir lægst sem hann síðan milur i blikkönnum og fer með það heim á haustinn því hann 0000in geimist ár frá ári óskjemdur þegar svona er farið með hann, það er mikil laga verði i hvítá frá sumum bæum hér en það fer nú að taka firir hana

bráðum hvítá renur hér skamt frá en þó of lánt því það sjer svo sem ekkert á hana héðan, aldrei hef jeg farið til Kirkju þvi hjer hefur verið prestlaust þángað til nú, hann messar first í dag þessi ní Prestur okkar en ekki á okkar kirkju samt, hann fer nú dálitið aftan að siðónum þvi það er ekki búið að setja hann inn en þá jeg hef ad eins komið á eirn bæ síðan jeg kom híngað þvi við fórum til laugar fólkið var mikið alúðlegt, það eru allir góðir við mig hér bæði skildir og óskildir, en þó finst mér mig ekki lánga til neins nema vera komin nórður aftur og ef Guð lofar mér að lifa og Mamma lifir þá kem jeg norður aftur í Vor, og maður verður þess fegnari að finna vinina sem leíngra er sund0 i milli, nú er Kristín Hjálmarsdottir komin norður í Hunavatnssíslu að Þórkjels hóli í H0ðárdal og ekki held jeg hún kunni vel við sig þar, jeg bið yður auðmjúk= lega að firir géfa mer þettað klór og lesa í málið það sem sk0gt 000m

kann að vera skrifað nú held jeg meigi fara að hætta þessu klóri sem þér hafið ekkert gaman af, jeg bið kjærlega að heilsa Prófastin_ um og öllum börnonum og vinnu= fólkinu. svo kveð jeg yður með óskum als góðs bæði um tíma og Eilífðs þess óskar af hjarta yðar skuld bundin vinstúlka

Guðrún Hallgrimsdóttir

Myndir:12