Nafn skrár:AndFje-1890-05-14
Dagsetning:A-1890-05-14
Ritunarstaður (bær):Hvítárvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Andrés Fjeldsted
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1839-10-31
Dánardagur:1917-04-22
Fæðingarstaður (bær):Fróðá
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fróðárhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Snæf.
Upprunaslóðir (bær):Narfeyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skógarstrandahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Snæf.
Texti bréfs

Hvítárvöllum 14 maí 1890.

Sír Einar minn"

Jeg er yður mjög þakklátur fyrir brjef yðar með Sigurði. Það er víst, að ég er yður samdóma hvað snertir meðhöndun ungra, en í öllu þarf að fara meðal veg, það er

ekki síður nauðsínlegt að venja unga (ekki síst þá, sem eiga að fara á Ísl.mentastofnanir) á að vera ástundunarsæmir snemma, það á sannarlega við um hina

ungu=skinsemi gædduskepnu, að smekkurinn sem kemur í ílátið first, ber lengi smekk, og langt um hægara er að koma á sig óvanda en af, og til þess eru ótal dæmi

hjer á landi,- Fyrir óvana um kenslutíma á Ísl. er ekki 1/10 þeirra manna, sem svokallaða, skóla mentun þá, hæfir til að hafa ofan-

-af fyrir sjer, ef þeir kæmust ekki í einhverja þá stöðu, sem þeir ekki þurfa að reyna á líkamann, n.l. skóla námið ónítir flesta þeirra svo, að líkaminn er ónitt hilki

utan um hinn skinjandi anda, sem ekki getur jafnað sjer við meðal vinnumanns kropp; og þettað er ástæðan að því að mjög fáir þeir menn geta jafnast að afkomu við

óvalda menn, en hvað er nú skaðlegra,- það er þessa vegna, að mjer er illa við að synir mínir venjist á leti og aðgjörðaleysi í ungdæminu, og þeir venjast ekki á það

heima meðan jeg get viðráðið; jeg hefi of opt sannfærst um orsakir til okkar Isl. slæpingsskapar, (sem mest kemur

frá mentastofnunum okkar, af röngu fyrirkomulagi á þeim, sprottið af eldgömlum hugsunarhætti og vanafestu) til þess,

að ég vildi ekki með öllu móti, sem í mínu valdi stendur, sporna við því, að þeir yrðu þessum ókostum bundnir af því vil eg biðja yður, að láta Adda ekki vera

nema sem sjaldnast yðjulausann, það er auðlærð letin þó seinna verði, ef hann kemst á skólann. Þjer hafið tekið brjef mitt allt öðru vísi en eg ætlaðist til - það er

langt frá mjer, að tortriggja yður um að segja Adda til, en það satt, að jeg er heimtufrekur við þá sem á tilsögn eiga kost. Nú þó yður hafi þótt við mig, get eg liðið,

en vona að kona yðar ekki æltti mjer það hvað Adda snertri, satt, eg trúi ykkur báðum ofvel og á það ekki skilið. Skilið kveðju minni til Adda

míns og því með, að Jón frændi hans æltar að ganga undir próf eptir

ekki fulla tvo vetur, og ekki að hafa góðan kennara Kristján minn ernú farinn að hafa á hendi ymislegt við járnbrautar lestir, sökum þess, að hann smakkar ekki

vín, og lætur hann mjög vel af sjer.

Fyrirgefið flaustrið-

Með vinsemd

yðar

AFjeldsted

E.S. Þökk fyrir að halda Adda sem lengst, en látið hann standa sig við prófið ágætlega, því svo litið er heimtað við inntöku 1. B.

sami

AF.

Myndir:12