Nafn skrár:GunOdd-1888-09-04
Dagsetning:A-1888-09-04
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

A Emigrantahúsi Glaskov 4 September 1888

Kæri bróðir! að gamni mínu ætla jeg að drepa niður penna áður en jeg fer á Atlandshaf sem sagt er að ekki muni verða fyr en á föstud. morgun eptir því meigum við byða hjer á Emigrantahúsi í 3. daga svo ferðin gengur nokkuð seint en við höfum verið og erum öll vel frísk og höfum verið síðan við forum frá Islandi Rakel seldi upp einusinni en María frísk matar ólist í Guðnyu fyrst en fór batnandi, skips menn voru allir mjög þægi legir flesta daga var keiptur heitur matur var það súpa og kjöt og kartoplur salt eða nítt eða þá baunir og kjöt. jeg keipti handa okkur fyrir 50. eða 30 aura á dag og var það mikið gott handa börnonum og við feingum dálítið líka, Ekki dettur mjer í hug að lísa þeim byggingum sem jeg hef sjeð því jeg get það ekki en þær eru margar mikið stærri en jeg hef haft nokkra hugmynd um og mannaverk mörg svo furðu leg að það hefur gengið langt fram af mjer. Á landinu milli Leith og Glaskov er fallegt þar eru skógar og akrar sljettir og hallfleittir því landið er nokkuð hæðótt hey sá jeg í dríli stóru og smáu líka var verið að hlaða heyi á vagna, lömb sá jeg og litil voru þau og blökk, hesta og kyr, sá jeg líka, en maður hafði lítin tíma til að virða fyrir sjer það sem fyrir augun

bar því Vagnin for nokkuð hart en stansaði þó nokkrum sinnum, gegnum göng forum við 4 eða 5 sinnum sem koldimt var í og þótti okkur það óviðkunnanlegt en vöndustum þó við það þegar híngað kom vorum við látin fara úr vagninum tóku þar menn á móti okkur og filgði einn okkur alla leið híngað og mattum við ganga við líka langt eins og út á Berhóla sunnan til (í Leith gengum við álíka og er út að Hesthúsi) svo vorum við látin fara ynn í þetta hús og gefið svo mikið af kaffi og brauði sem við vildum (það var kvoldmaturin) Síðan vorum við spurðir að hverjir helst vildu vera saman í herbergi. og sögðu menn til þess við Steini og Sigfús erum saman og höfum 4 rúm í morgun fengum við kaffi svo sem við vildum og brauð og smjög og Syld, í dag baunasupu en lítið kjöt karöplur nokkrar og brauð. kl. 5 var drukkið kaffi og brauð og var það kvöldmaturinn (kaffi fær hver svo mikið sem hann vill, Hjer á strætonum er svo mikil manna hesta og vagna umferð á strætonum svo mikil að þeir sem ekki hafa sjeð það hafa aungva hugmind um það, mart er hjer haganlega útbúið kranar með vatni í svefn herbergjum og hjer við hús hornið úti er stöpull úr járni og sami útbúnaður á honum og bolli þar áfastur við

Hestar margir stórir hjer um bil hæð mín á herðakamb. Skeifurnar svo stórar og kluna legar að ef að þær fyndust á Islandi nokkuð riðgaðar mundu sumir ýminda sjer að þær væri fra fornöld Tvö gufu skip hef jeg sjeð stór annað er 53 faðmar á lengð og skrautlegt mjög og hitt líka. Skipið lág svo fast við Steinbygginu að maður gat vel mælt það á henni. Hestar sumir eru hjer litlir og líta út fyrir að vera Islendskir, Sauðarskrokka sá jeg hanga í galga svo stóra og feita að jeg hef ekki seð aðra eins höfðu þeir verið stúngnir undir eirað og svo skornir dálítið á halsinn. hausin hángði við á ófleyjinn allir voru þeir kollóttir og snoppu langir. Það er jeg búinn að sjá að ekki er gott að fara svo að hafa aunvan eyrir til að kaupa fyrir á leiðinni og það ætti engin að byrja það einu sinni og síst af öllu þegar farin er þessi króka leið og alt gengur svona seint því þarfir verða nátturlega fleiri eptir því sem tíminn verður lengri. Svo get jeg ekki skrifað þjer fleira af okkur í þetta sinn við erum öll með goðri heilsu og jeg vona að við eikum ekki til muna á Atlanshafinu Svo kvíði jeg ekki neinu ef jeg kemst til Winnipeg

Jeg skrifaði þjer miða fra Seyðisfyrði og vona jeg að fáir hann, í honum var ferðasagana frá Húsavík okkur leið lakast á þeirri leið en þó var það ekkert tilfinnanlegt.

Við Guðný og börnin byðjum að heilsa öllum skildum en einkum henni mömmu Guð leiði ykkur oll um tíma eilífð og gefi að við fáum að sjást í öðru lífi þó það verði hjer aldrei framar, þess byður broðir þinn Gunnlaugur

5. I morgun sá jeg fjár hóp rekin hjerum stræti og mun það hafa verið svo hundr umskipti voru það ær og lömb og sauðir hornóttir og hornteknir og síndist mjer það yfir höfuð ekki stærra en Islengst fje (nema róann) en þriflegt var það ullstutt og blakt svo hef jeg nú ekki sjeð fleira markvert sölu buðir eru hjer alstaðar skó hef jeg keipt handa litlu stúlkum og vonast eptir að geta keipt það sem jeg þarf á leiðinni. svo mjer geti liðið vel að því leiti. vertu svo æfinlega best kvaddur af bróðir þínum G. lofaðu Sveinbyrni að sjá þetta jeg byð kjærlega að heilsa honum og ollum þar og Jakob byður þess líka.

I Glascow og um borð á Carthaginian

4 September gott veður ríngt í nott nokkuð

5 - hitaloði ringt í nott

6 um morguninn svalur stormur á sunann ringdi um miðjan dagin, bjart gott veður seinni partinn

7. bjart veður logn og hiti kl. 9. fórum við frá Emigrantahúsi kl. 10 komnir til skips börnum og sumu af kvennfolki og öllu smádóti var ekið til skips á hestavagni. kl 12 komnir á skip kl 1 farið á stað nokkuð langt farið eptir sýkji sem grafið er af síðann eptir fljóti, og lagst á því nokkuð ofarlega og legið um nóttina. það var tekið nokkuð af fólki

8 kl 6 1/4 farið á stað og farið en nokkuð eptir fljóti kl. 5 em var land að hverfa í austur þá voru 2 Íslendskar konur búnar að selja upp og nokkrar Skotskar kl 8 Irland að hverfa bæðið fyrir fjarlægð og mirkur þennan dag mátti heita gott í sjó, stemt til n.v. eptir kompas

9. Sunnud. kl 6 nokkur kvika á móti dálítill stormur fáum íllt kl. 3 em búið að lesa. kl 8 veður og sjór svipuð og í morgun (Guðný seldi upp einu sinni í dag)

10 kl 6 stormur meiri sjór úfinn en undir alda minni. kl 8 eptir miðjan dag hefur verið nokkuð kvast á vestann og sjór ósljettur og nokkrumsinnum slest upp á dekk fair selt upp en nokrir með ónotum

yfir höfði og slikju svo þeir hafa legið niður þennan dag hefur mátt heita halfvont í sjó þó hefur skipið ruggað lítið 2 seggl eru brúkuð og þá veltur skipið minna Skipið komið 581 mílu Enska

11 kl 7 Sami stormur og sjóar stærri. kl 8 em fyrir miðjan dag kyrði og gjörði úrkomu kl 1 var stilt upp 2 Gufu skip saust í dag annað fór vestur en stemdi sunnar en þetta en hitt kom að vestan nú er gott veður og sjór að sljettast mikið heiðríkur í lopti seinni partin í dag allgott í sjó komnir 820 mílur

12 Hraunsrd. kl. 7 austan stormur nokkuð kvass 4 segl á fremsta mastri 1 á miðmastri skipið gengur vel en veltur með meira móti en fáir vesælir. kl að ganga 12 farið að rigna og fult svo hvast kl. 4 em svipuð veður hæð sjór ósljettur úrkomulaust komnir 1094 mílur. kl 8 veður gengið meira til norðurs en heldur kyrrara Skipið veltur minna sjór hefur slest á dekk stöku sinnum (og er þó bollin borð hár)

14kl 7 Ringt í nott. nú er þoka en lítil úrkoma má heita logn og gott í sjó kl 2 1/2 komnir

13 kl 7 norðan stormur ekki mjög kvass en heldur kaldur 1 segl uppi kl 3 1/4 komnir 1377 m heldur kyrrara en andkalt sjór sljettur og mikið heiðríkt lopt kl 8 andar á vestan orðin þikkur og farið að rigna.

14 kl 7 Ringt í nótt nú er þoka en lítil úrkoma he má heita logn og gott í sjó kl 2 1/2 komnir 1659 mílur nokkuð dim þoka og úrkoma kl 8 em minni þoka stormur á austan og mikil urkoma

15 kl 7 hvass á norðan og stórsjór, Sjór af og til æði mikill á dekki land sjest (það var eyjan Belle Isl sem sjá má á kortinu og var hún nauða ljót) kl 12 Labrador á hægri hönd en Nýfundnaland á v. farið að kyrra og sjór að sljettast kl 6 1/2 vestan gola og hviku laust land horfið á hægri h og hitt langt frá stemt í vestur 4 mastrað Gufuskip á hægrihönd og fer austur, komnir 1861 m. kl 9 1/2 skafheiðríkt lopt og besta veður og túnglsljós heldur meri stormur

16 kl 7 vestan gola heðríkt lopt en þokubakki í norðri ekkert land sjest kl 10 1/2 sjest land til hægrihandar (Eyja sem sjá má á kortinu) kl. 3. komnir 2143 m kl 6 Eyjan horfinn kl 7 land á vinstri hönd í dag hefur matt heita gott í sjo

17 kl 7 gott veður ringt í nótt. hefur verið þoka en er nú að byrta land á bæði borð en langt frá einkum hægra meginn kl 8 gott veður þikkt lopt og kyrt nú er farið eptir fljóti og er þjettur straumur í því

18 kl. 5 nýlega komnir að landi vinstrameginn kl. 8 komnir á annað skip sem flitur okkur yfir fljótið að vagnstöðvum þaðan fórum við á vagni kl. 3. em

19-20 vorum við á leið til Winnipeg, gott veður þá daga 21 komum við þangað kl 11 fm og var haldið áfram dag og nótt. Rúm vóru á hangi vögnonum svo allir gátu sofið bæði í þeim og á bekkonum sem mátti breita í góð rúmstæði. Jakob sóttur strax af Einari Haraldur sótti Jónas frá Vilpu og fleira svo fórum við á Emigrantahús. Pall Bárddal Sigurgeirsson frá Svartárkoti kom inn í vagnin til að leiðbeina fólki og er það mikið þægilegur maður Baldvin var á Emig.húsinu svo ljetu þeir matreiða þar handa öllu folkinu sem þangað fór. og var það Kjötsúpa og brauð og kaffi. Einar sótti okkur um kvöldið hjá honum vórum við og Rannvegu þangað til á Mánudag þann 24 þá forum við í hús við Jakob sem Rannveg útvegaði okkur til leigu fyrir 5 dollara um mánuðin alla þessa daga vóru góð veður 25 26 góð veður

27. frost í nótt dálítið 28 meira frost í nótt 29. gott veður jeg hef verið half vesæll annað slagið af þessari viku og ekkert unnið

Skipið sem við vorum á yfir Atlandshaf var 400 fet á lengð en ekki nema 40 fet á breidd ekki veit jeg hvað margir menn voru á því en 2 hestar voru fluttir frá Skotlandi líka sá jeg á því marga kjetti, og voru þeir eins og kjettir heima

Myndir:123456