Nafn skrár:GunOdd-1890-02-06
Dagsetning:A-1890-02-06
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

West Selkirk 6. Februar 1890

Elskuligi bróðir!

Nú er orðið langt síðan að jeg hef skrifað nokkra línu til að senda heim á gamla landið 10 November sendi jeg þjer ofurlítin miða og svo aungum síðann en orsökinn til þess að jeg skrifa svona seint er sú að jeg vildi ekki gjöra það fyr en jeg gæti sent eitthvað sem mömmu kinni að geta orðið til hjálpar að komast híngað vestur ef lukka væri með og guð vildi leifa það. Að fá beinlínis farbrjef lukkaðist ekki af því það vantaði penínga Baldvin lofafaði Steina í sumar að hjálpa upp á hann með að minsta kosti eitt far bjref og því hafði jeg svo góða von en þegar við fórum til Winnipeg að reina til að fá farbr. þá var ekki til að tala að þau fengust nema þau væru borguð upp á Cent. Svo við höfum nú fengið leifi til að brúka það sem þeir eiga Friðrikssynir og Jörin hjá Sigurjóni á Laxamýri sem eiga að vera rúmar 300 kr. og svo á líka mikið hjá Kristjáni á Ulfsbæ. Jeg geing nú svo sem að því vísu að hverugur vilji borga þó vonast jeg eptir að þeir kunni að láta svo sem sitt fargaldið hver eða rúmlega það. því það er alveg ótækt að hafa ekkert af peníngum á leiðinni til að kaupa fyrir mat og þess háttar og svo áhöld til til að borða úr og eru þau best úr blikki og ekki mjög lítil og sama er að segja um koppinn hann þarf að vera óbrjótandi. Líka er ómissandi að hafa ljettann fatnað á leðinni til að minda ljerepts kjól ekki væri vert að hafa

það mjög dýrt. ekki svo að skilja að hjer sje ljerept ódýrara heldur þvert á móti það er bæði ónítara og dýrara. Skjólgóðum fötum ætti samt ekki að farga því hjer er kalt á veturnar og gott að eiga ofan á sig í rúminu með Skotthúfur er ekki til neins að fara með betra að hafa strá hatta ekki barðastóra, í nesti held jeg sje bestur harður fiskur og Rugbrauð vel bakað og máske Kexbrauð sumum þikir gott vel hangið og hrátt kjöt og er jeg einn af þeim það er gott til þess að halda kröftonum. sjálfsagt að hafa ögn af smjöri. Malað kaffi og kaffi könnur því vatn er hægt að fá heitt á skiponum og bezt að hafa það hjá sjer eins á Atlandshafi því sumum fellur ekki tilbúníngurinn á Enska kaffinu svo er jeg hræddur um að mamma irði eitt rúm ætti að vera nóg handa Mariu og mömmu á leiðinni. á Vögnonum þurfa þær að hafa það líka. betra að vera í lægri rúmonum á Skiponum þar er ruggið minna og alt þægilegra eins er á Vögnonum það er betra að búa um sig á bekkonum þeir eru vanalega svo að það má gera eitt rúmstæði úr tveimur bekkjum. Poka er gott að hafa stórann sem fljótlegt er að fleyja ofan í öllu sem rúminu tilheirir gott væri ef einhver viss vildi vera þeim hjálplegur á leiðinni að passa það sem þær hafa og þurfa að hafa hjá sjer að það tapist ekki. Sjálfsagt álít jeg betra að fara með þeirri Línu flest hefur að flitja því það eru meiri líkur til að það yrði túlkur með stórum hóp á leiðinni sem að er ómissandi og ætti hann að sjá um að það vesælasta af fólkinu yrði flutt á hestavagni frá Skipi til vagnstöðva og frá Vagnstöð til Emigranta Húss og þaðann aptur til Skips. Túlkurin eða Agentinn sem kom á móti okkur í Glaskow á Vagnstöðvarnar

sagðist hefða látið koma með hesta vagn ef hann hefði vitað að í hópnum var stúlka hölt sem átti batt bátt með að ganga (hann talaði dönsku) líka er meiri vissa fyrir því að Baldvin komi á moti stórum hóp til Qveibeke hann fór það tvisvar eða þrisvar næstliðið sumar og gjörir það eins framvegis svo er líka mjög hætt við að ef fair fara verði þeir latnir býða í Skotlandi þangað til fleira kemur. Jeg ætla að taka það fram að Baldvin er Stjórar Agent lanaður af henni til þess að leið beina Islendskum ynnflitjendum hvaða Lína sem flitur þá. Maria ætti að láta bólu setja Óla aður en hun fer því það er hættulegt að gjöra það rjett áður en þeim er hleipt hjer á land. Svo held jeg geti ekki skrifað fleira þess viðvíkjandi Steini skrifar Maríu og ættir þú að sjá það brjef á Skotlands Vögnonum þurfa ekki rúm og ekki fær maður að sjá neitt af dóti sínu nema það sem hægt er að halda á frá því farið er af skipi þar og þangað til að komið er á skip aptur þar getur hver tekið það sem hann þarf en töf í Scotlandi getur orðið svo dögum skiptir við vórum þar eina 4 daga. Það þarf líklega ekki að gjöra ráð fyrir að Sigurjón og Kristján borgi meira en það sem þær þurfa til ferðarinnar en fulla heimild hefur þú til að ganga eptir því að þeir borgi þjer alveg upp í topp og ef það yrði á Maria að koma með afgangin og ekki má hún af því lana á leiðinni því þegar hingað kemur dreifast menn fyrst útum bæinn í Winnipeg og svo útum land og sjást aldrei frá því þeir stíga útur vagninum þar þangað til á dómsdegi. Jeg þarf ekki að taka það fram að byðja þig að gjöra alt það besta í þessu sem þú getur og sjerð að við á því jeg veit þú gjörir það Brjefið til Kristjáns er þjer sent svo hann geti ekki þrætt fyrir að hafa fengið það. hann svarar aldrei neinu brjefi þó honum sje skrifað hann er pannalatur kallin eins og jeg.

Jeg hef gjört svo ráð fyrir við útgefendur Lögbergs í Winnipeg að þeir sendi þjer það (en jeg borga) í því færðu ýmsar frjettir hjeðann í það skrifar Eiríkur Magnússon ýmislegt Ófagurt um ráðsmensku Bankans á Islandi og fleira I dag 7. febrúar er sú vesta stór hríð sem komið hefur síðan við komum híngað og snjór kominn æði mikill. Kvef hefur gengið hjer börnin hafa dálítin hosta en ekki get jeg talið hann en neitt hættu legann við höfum öll haft bestu heilsu í vetur en vinnulaus að kalla hef jeg nú verið langan tíma lítið samt tekið til láns til að lifa af nema eldivið fyrir 2 dollara því hann þarf að kaupa hjer og vatnið líka en nú er bræddur snjór og er það fyrir hafnar lítið því Stóin er kint hvert sem heldur er hún kostaði með rörpípim pottum katli og ýmsum áhöldum (öll um 20) 18. dollars og er jeg nú búinn að borga hana. gott væri ef peningar væru nógir að þær kæmu með eina eða tvenna ullarkamba jeg vissi að Guðbjörgu sem var í Klömbur vantaði þá í vetur en mjer hefði þótt gott að geta útvegað henni eina hjer að vísu fást kambar en þeir þykja vondir. Skilaðu kveðju minni til Sveinbjarnar með þakklæti fyrir brjefið sem hann skrifaði á s.d. fyrsta í vetri það fjekk jeg rjett fyrir Jólin og þótti það gott þó það væri ekki lángt en ekki hef jeg fengið brjefið sem hann segist hafa sent með Sigurbirni hann fór til Argyli nýlendunnar Svo byð jeg að heilsa öllum mínum gömlu og góðu kunningum. þú verður að fyrirgefa þó þetta brjef sje fátækt af frjettum jeg hef ekki tíma núna að tína þær til. jeg vil aðeins óska að það hitti alla glaða og heilbrigða á heimili þínu.

Svo byðjum við öll að heilsa mömmu og ukkur öllum og óskum ykkur als góðs jeg ætla nú að lifa við þá von að það kunni að geta skeð að jeg fái að sjá mömmu aptur, verði það ekki yðrast jeg eptir alla æfi að hafa farið híngað vestur. veri hún og þið öll guði þóknanleg hjer í tímanum en hann ykkur á síðann vægur og miskunsamur dómari og gefi ykkur trúrra hjóna verðlaun.

það mælir broðir þinn Gunnlaugur Oddsson

Jeg byð að heilsa Mariu jeg skrifa henni ekki í þetta sinn því Steini og Rakel gjöra það

Myndir:123