Nafn skrár:GunOdd-1890-04-27
Dagsetning:A-1890-04-27
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 27 Apríl 1890

Elskulegi nafni minn!

Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir brjefið þitt sem mjer þótti vænt um eins og öll brjef að heimann þó jeg ekki síni það í verkinu og sje seinn til að borga þau Jeg ætla að geta þess strags að okkur líður öllum vel hvað heilsuna snertir börnin hafa ekki en þá fengið mislíngana.

Nú er Sunnud. fyrsti í Sumri og óska jeg þjer og öllum ykkur góðs og gleðilegs sumars. Nú er allur snjór farinn. var þó æði mikill en hann hjaðnar fljótt þegar aldrei blotnar í honum allan veturinn vorið heldur kalt það sem af því er samt hafa landar hjer nóg hey handa kúm sínum og sumir aflagsfrærir aptur á móti sumir Enskir heylausir og búnir að missa úr hor eitthvað af gripum en hinir reisa mest hveður á þessu hjá tveimur hjer er þó annar ríkur og á marga gripi, en miskunarlaus Skepnu kvalari. hjer er almennt farið heldur ílla með nautgripi, beitt eins og gaddhestum og látnir liggja úti fjósin víða köld. biggð úr einföldum borðum ófeldum svo brædd utan með mikju. Samt er

þetta ekki alment því sumir Enskir og eins landar eiga góð fjós og fara þolanlega með gripi sína. Jeg er komin oflangt út í þessa salma og ætla því að hætta þeim.

Jeg ætla að taka dálítið aptur í tímann og segja þjer frá samkomu sem haldin var á Jólanottina í Kyrkjunni okkar, á aðfangadaginn var mikil snjókoma en birti upp um kveldið þv svo flestir munu hafa komið sem ætluðu að koma. um daginn var búið um Jólatrjeð var það greiniviðartrje sem náði uppí mænar (limið á þeim trjám er æfinlega grænt) á því var komið fyrir nokkrum ljósum og jólagöfonum raðað á það handa skólabörnonum forstöðumenn skólans gengust fyrir því gafirnar voru ekki mikils virði en nógar til að gleðja börninn svo vóru mikið fleiri Jólagafir. því það er siður hjer í landi að menn gefa hverjir öðrum jóla gafir og eru þær senda á Jólatrjeð með nöfnum viðtakanda og eru valdir til þess laglegir hlutir svo trjeð geti orðið skautlegt. við í þessum húsum vórum ófróð í þessu efni svo við gafum aunga jólagjöf og fengum aunga nema Rakel var send klukka frá Björgu sem hún eða þau voru hjá í firra. og svo Rakel mín litla fjekk sína gjöf eins og hin börnin og var það lítil bók með

mindum og dálítill brjefkassi með Cendi það eru sælir molar alla vega lagaðir og litir og eru börn mjög sólginn í það. fyrst var súngið og lesið og svo farið að útbýta gjöfonum fór það alt vel fram og samkoman enduð með því að börnin vóru látin singa raða sjer í kringum jóla trjeð og singa sálm sem þau voru búinn að læra og var Rakel litla einí þeirra hóp. sálmurinn var þessi „Oss barn er fætt I Betlehem er barn oss fætt.

Sra Friðrik Bergmann messaði hjer í vetur hann sagði meðal annars. það væri nauðsin jeg legt að menn legðu fyrir sig þessa spurníngu „til hvers lifi jeg" hún er ekki laung sagði hann en þó mundi mörgum ganga ílla að svara henni. Líka sagði hann dæmisögu af Skola dreingum sem fóru að leika sjer á sljettum bala snjór var a jörðu og hrisla ein á miðjum blettinum nú kom þeim saman um að vita eða reina hvert þeir gætu ekki gengið beina slóð út frá trjenu sína í hverja átt og fóru allir jamt á stað svo þegar þeir fóru að gæta að vóru allar sloðirnar meira og minna krókóttar nema ein. jeg læt hann heita Jón sem hana gekk. nú spurðu þeir hann hvernig á því stæði að hann hefði gengið svona beint hann sagðist hafa fest augu á stóru eikinni þarna á hæðinni og hefði aldrei af henni litið þá sáu hinir að það sama hefðu þeir allir átt að

gjöra en þeim datt það ekki í hug. Með þessari dæmisögu vildi Sra Friðrik sína að það væri nauðsinlegt fyrir menn að hafa fasta stefnu í lífinu og keppa eptir að ná vissu takmarki en vera ekki stefnu laus. þetta er alstaðar nauðsin legt að minni ætlan en þó ekki síst hjer í landi einkum hvað trúar brögðin snertir maður þarf að vera einbeittur en ekki reikandi og um fram alt að reina til að uppala börnin svo að þau geti orðið með tímanum sjálfstæðir menn. Það er hörmulegt að vita til þess að Islendingar skuli verða (sem jeg kalla) trúarvillingar og ekki nóg með það heldur vilja þeir fá landa sína á sömu skoðun. En þú mátt vera viss um það nafni minn að jeg reini að halda minni barna trú, og ef jeg nokkuð get mun jeg reina til að vinna á móti villukenningar mönnum heldur en með og vil byðja guð að gefa mjer stirk og stöðuglindi til að hugsa og vinna einungis það sem gott er. og þess hins sama óska jeg þjer nafni minn og hafðu það jafnan hugfast að Guð lítur á hjartalagið.

Elskulegi nafni jeg verð að byðja þig að fyrir gefa hvað þetta brjef er frjettalaust og stutt mig langar til að skrifa Snorra fá einar línur líka sem þó verða efnis litlar. Skilaðu kveðju minni til Bjössa míns í Seli jeg bið hann að fyrirgefa þó jeg hafi ekki skrifað honum enn þa. brjef frá honum fjekk jeg rjett fyrir jólinn skrifað á Sd. firsta í vetri Jeg byð að heilsa öllum á heimilinu en einkum mömmu ef þú nærð fundi hennar vertu svo guði á hendur falinn um tíma og Eylífð

G.Oddsson

Jeg bið að heilsa öllum sem kveðju minni vilja taka

Myndir:123