Nafn skrár:GunOdd-1890-10-19
Dagsetning:A-1890-10-19
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 19 Oktober 1890

Elkulegi bróðir!

Jeg þakka þjer kærlega fyrir brjefið sem þú skrifaðir á Húsavík 28 mai en jeg með tók snema í Júlí og mjer þótti mjög vænt um eins og öll brjef að heiman þó sumir vili kenna mjer að það væri hollast fyrir mig að fá aldrei brjef að heimann og skrifa aldrei sjálfur þá get jeg ekki felt mig við þá kenningu. þó lítur út fyrir að jeg felli mig við hana að sumu leiti n.l. að skrifa aldrei. því það lítur svo út að jeg hafi alveg gleimt ykkur seinni partinn í sumar því jeg hef aunga línu skrifað heim síðann 15 Júní að jeg skrifaði þá Sveinbirni sem jeg vona að hafi komist til skila því jeg er svo daufur að hugsa eða framkvæma nokkur að það er líkast því að jeg sofi altaf, það ber líka svo lítið til í mínu Ameríkanska tilbreitinga lausa lífi sem í frá sögur sje færandi nema það mikla lán og stóra gjöf sem okkur er altaf gefin sem er góð heilsa. bornin eru

vel frísk og efnileg Rakel litla farinn ögn að skrifa ensku og reikna Anna dottir Bjarnar Skaptasonar sem hjer er í næsta húsi (únglingsstúlka) hefur sagt henn til einn kl.t á dag nú í rúma tvo manuði borga jeg fyrir það 30. Cent um vikuna. það er ekki til neins að láta þau börn hjer á Enska barnaskólan sem ekki kunna málið eins og hverjum gefur að skilja að það verður lítið um kennslu þegar barnið skilur ekki kennarann og kennarin ekki barnið

Atvinna hefur hjer verið mjög lítil fyrir smiði í sumar en fyrir aðra verka menn allgóð nema hún birjaði seint í vor. en smiðir ganga hjer ekki í almenna daglaunavinnu og meiga það valla því ef þeir gjöra það eru þeir ekki álitnir smiðir og fá svo valla laun sín hækkuð þó þeir komist að smíða vinnu stöku sinnum en þeir, sem hafa sætt hjer algengri vinnu í sumar hafa haft það mikið betra en smiðirnir laun þeirra voru um tíma í sumar 1 1/2 dollar á dag það skasta sem jeg hef haft í sumar hefur verið að smíða á Gufubátum sem fara norður um Winnipegvatn á einum var jeg 12 daga og átti að fá í kaup 1 1/2 d. á dag og fæði en er ekki búinn að fá sennt af því enn. á þeim bát var Jóhannes

teingða sonur Sigurðar Erlendssonar Capteinn og hefur hann lofað að reina til að sjá um að jeg feingi eins og mjer var lofað. (hann og Bina eru hjer í Selkirk) A öðrum gufubát var jeg 7 daga fjekk í kaup 2 dollars á dag og fæði líka voru 3 smiðir Enskir við vorum að smíða frosthús á bátnum sem frosinn fyskur er fluttur í norðanaf vatni þegar búið var að útbúa húsið eins og það átti að vera þegar fyskurinn var látinn í það voru í því 20 gr. frost það er meira gagn haft af Isnum hjer heldur en hjá ykkur. á þriðja Gufubatnum var jeg og Steini nálægt viku og höfðum þá í kaup 1,75 Cent og fæði a þeim bát var Jónas Bergmann Capteinn (hann er Jónasarson bróðir Jóns heitins sem var á Laxamýri og drukknaði hjer í Rauðará stuttu eptir að hann kom hjer til Ameríku) svo höfum við haft reitings vinnu 1-2 daga í stað og stundum ekkert. Fjós byggðum við handa kunum okkar í sumar er það rúmar 10 ál á lengd 6 á breidd og 6 al. stoðir í því er lopt fyrir heyið jafn gott fjós eiga ekki nema 2 Islendingar hjer aðrir. Nú sem stendur hef jeg 2 Kýr aðra keipti jeg í vor búin að borga í henni tæpann helming og bíst við að lóa hennií haust en vonast

eptir að verða skaðlaus af því kaupa. hina fjekk jeg frá Sveini bróðir Sigfúsar og er hún nú nýborinn hún á að kosta 28 dollara búin að borga 20. svona er nú búskapurinn skuldbasl eins og heima. en það held jeg að mjer sje óhætt að segja að ef maður hefur heilsu og stöðuga vinnu þá er hægt að lifa hjer allgóðu lífi. en best og vissast er að taka land og búa á því en það er eins mikil vandi að velja sjer hjer gott land. eins og velja sjer konu. það eru ekki öll pláss jafn góð hjer heldur að ýmsu leiti ólík sum eru góð fyrir Akur yrkju önnur fyrir nautgripi og þriðja fyrir sauðfjárrækt en líka eru sum lönd skólaus sum með of miklum og s.f.v. I sumar þegar Kirkjuþingið var haldið í Nýa Islandi fóru hjer um Kirkjuþingið menn, jeg bauð heim til mín Birni Jonssini sem var í Asi og spurði hann eptir efna hag sínum og annara og ljet hann vel yfir. Kristján sonur hans vinnur heima hja honum. Í firra sumar keipti B. land handa honum á 1000. þúsund dollara og tvo hesta á 400. og jarðyrkju á höld fyrir 200 als 1600. (ekki hefði hann gjört þetta í Asi.) I þerri nýlendu fast ekki lengur gefins lönd, það er Argyli nýlenda Svo hafa þeir að mjer skildist að nokkru leiti fjelagsbú og eiga 4 hross taminn og 2 ungviði 14-15 naut gripi

undir hveiti attu þeir nalægt 100 ekrur höfrum milli 10-20. líka eitthvað af Kartöflum og Kálmeti. Samt sagði hann að efna hagur sinn stæði með lakasta móti eptir því sem hefði verið nú til nokkurra ára vegna þess að uppskerann brást í fyrra en ef hveitið spritti vel í sumar sagðist hann vera sloppinn. Vel ljet hann af efnahag Einars sem var í Brekku þeir hafa tvö lönd feðgarnir og vinna samann. Mikið ljet hann af hvað Benidigt væri orðinn duglegur maður og eptir því sem jeg kemst næst búa þeir betur en Björn og Kristján. að vísu átti þeir ekki í fyrra neina hesta brúkuðu bara sína Uxa en munu líka hafa verið skuldaminni. Líka fann jeg Jón Olafsson Skrifara sem var í Reykjadal (hann var nótt hjá Steina) jeg spurði hann eptir ástandi manna og svo jeg hafi hans orð óbreitt sagði hann að það væri sama bölvað skuldabaslið eins og heima þó væri það heldur skarra því maður hefði frið á sjer leingri tíma. það væri ekki altaf verið að reita mann og ruppla. Eptir því sem jeg ýminda mjer mun hann hafa mest haft tillit til sinna eigin Kringumstæða

hann var aldrei talin duglegur í búskapnum heima og hætt við að börn hans sjeu það ekki heldur hann byr á Brú í Argyli nylendu Björn og Einar í sömu nylendu. jeg gleimdi að geta þess að sonur Bjarnar var á Skóla í fyrra vetetur á hann er minst í Lögbergi og nemdur B.B Johnsson.

Jeg ætla jeg að byðja ykkur að fyrirgefa þó þið sem jeg skrifa komist að því að jeg skrökvi einhverju jeg gjöri það ekki viljandi jeg veit um eitt sem jeg ætla nú að leiðrjetta. Sem er það að jeg mun hafa sagt Helgu Bergsdóttir lifandi eptir að hún var dáinn hún dó í fyrranæst liðin vetur Síðan að jeg byrjaði þetta brjef hef jeg fengið brjef frá Svb. í Klambraseli Skilaðu kveðju minni til hanns og þakklæti fyrir það. Jeg var opt buinn að fara á Pósthusið til að spirja eptir brjefum jeg hafði frjett um veikindinn og bjóst því við að skeð gæti að eitthvað af mínu fólki hefði dáið en það varð ekki í þetta sinn jeg að vísu bíst við að þær frjettir geti komið með hverju brjefi því öllum er dauðinn vís. það á

margur um sárt að binda eptir þetta sumar. en einkum finn jeg til þess fyrir Hallgrím og Þuríði í Heiðarbót og sömuleiðis Jóhönnu í Holtakoti. en drottinn ræður. Mjer heirist á brjefi Sveinbjarnar að Gísli á Svínárnesi hafi eitthvað minst á mig og hægi mína, hann var þeim að ætlan minni ekki vel kunnugur að vísu var hann nokkrar nætur hjá mjer í fyrra haust en alla dagana meira og minna drukkin suma blindfullur að vísu fann hann mig í vor þegar hann var að fara og spurði mig hvert jeg öfundaði sig ekki og sagði jeg já. Jeg bíst við að það sem hann hefur sagt af mjer sje álíka satt og það sem hann segir um byggingar Islendinga hjer og astand í fyrri lestrinum sem hann hjelt í Reykjavík það eru einstöku orð sönn en hin mikið fleiri og ekki nema fyrir menn sem eru hjer vel kunnugir að þekkja það sundur. Jeg held að hann hafi verið hálf vitlaus meðan hann var hjer, þegar hann var norður í Mikley leist honum svo vel þar á stulku að hann fór að byðja móðir hennar að gefa sjer hana og

gjörði ráð fyrir ef hann feingi hana að fara þá vestur að Kirrahafi, en kerling varð hin versta og ljet hann hafa eintómar skammir en aunga dóttir.

Það eru nokkur orð í brjefi bjössa frá mömmu og meðal annars að hún vonist eptir fargaldi hjeðan og er það von en hamingjan má vita hvernig það gengur, en jeg ætla að byðja þig að gjöra alt sem þú getur til að hún komist ef mjer endist aldur vil jeg borga ef einhver lánaði fargald þó jeg ætti kost á að komast heim veit jeg ekki hvert jeg þirði að áræða það. Síðari villan gæti orðið verri enn sú fyrri jeg sagði í brjefi til bjössa einu sinni að Maria skildi ekki fara ef henni væri það nauðugt jeg að vísu er á því enn þó yminda jeg mjer að heldur eða betur geti Ingjaldur unnið fyrir þeim hjer en heima og jeg álít að þau gjöri rjettara að fara hingað því þau eyga svo langa fram tíð fyrir höndum að maður vonar það sem jeg sagði í brjefi til þín einu sinni að jeg væri ekki vonlaus um að við kinnum að sjást en þá meinti jeg að skeð gæti að þú kæmir hingað vestur því margt getur breizt. Jeg má til að slá botnin í þetta brjef í kveld því jeg þarf burtu í fyrramálið einar 6 mílur ofan með Rauðará við Steini verðum þar næstu viku með Enskum manni að smíða Skolahús og jeg byst ekki við að geta skrifað fleiri brjef sem na í þessa seinustu Postferð á árinu en vil lofa bót og betrun. Skilaðu kærri kveðju frá okkur til mömmu. mjer eru altaf minnis stæð orðin seinustu sem hún sagði við mig. en Guð blessi hana og ykkur öll. berðu kveðju mín til allra á heimilinu og eins í Klambrasel og til allra minna góðu kunninga sem mjer finnast nú vera svo margir því mjer finnst jeg unna öllum Island sem að ber. Guð veri með þjer og þínum í lífi og dauða. það mælir

Gunnlaugur Oddsson

Jeg sendi frímerkið aptur það var oskemt og ekki of gott til að fara tvisvar

ekki ef jeg fundið Jón Olafsson ennþá í Winnipeg

Myndir:123456