Nafn skrár:GunOdd-1891-03-08
Dagsetning:A-1891-03-08
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

West Selkirk. 8 Martz 1891

Elskulegi bróðir!

Mjög þótti mjer vænt um að frá brjéfið frá þjer sem jég með tók í gær en skrifað 4 dag jóla í fyrra fjekk jeg brjef frá ykkur 4 Martz sem þið skrifuðuð um jólinn og átti jeg því sterklega von á brjefum nú, því ekkert brjef hef jeg fengið í allan vetur og heldur aungvum skrifað við erum altof penna latir því skemtilegast væri að fá brjef sem optast þó þau sjeu ekki svo löng Jafnvel þó að Svb. minn eigi brjef hjá mjer siðan í haust þá verð jeg að láta þig sitja fyrir vegna þess að þú biður mig að skrifa þjer svo fljótt sem jeg geti, og segi þjer afdráttarlaust hvað jeg vilji að þú gjörir viðvíkandi vestur ferð mömmu og er það fljótt sagt að jeg ætla að byðja þig og Sveinbjörn að gjöra alt sem þig getið að koma henni vestur til mín. að sjá hana aptur langar mig nú mest af öllu. og vonast eptir ef guð gefur mjer heilsu að hún þurfi ekki að líða, eða vanta það sem mennirnir geta úti látið því á meðan við Steini erum saman mun hann ekki láta sitt eptir liggja að gjöra henni lífið sem þægilegast. Mamma hafði sagt Guðúnu frá Halldórsstöðum að sig langaði mjög mikið til að komast vestur, með tímanum vonast jeg eptir að geta borgað fargaldið. Hjá Sigurjóni á Laxamyri má ganga eptir því sem Garðshorns bræður Magnús og Kristján eiga hjá honum

hvað sem hann lætur það heita það er mjer lofað og jeg veit ekki annað en að þeir sjeu búnir að skrifa honum þessu viðvíkjandi (Fargald Sigfúsar erum við búnir að borga að mestu og það sem eptir stendur á að borgast í Haust karl er vilja lítil að borga það sjálfur en hefur þó eins góðar kríngum stæður til þess eins og við) En hvað Maríu snertir veit jeg ekki hvað á að segja. það mun vera best að hver sje sem mest sjálfráður. þó eru hjer fleiri vegir til að bjarga sjer fyrir únga og fríska menn og ef þau ekki koma í Sumar er jeg hræddur um að það verði ekki síður vænna en það eru svo misskipt kjör mannanna hjer í Ameríku að það er ekki hægt að vita hvað fyrir hverjum liggur þegar hann fer burtu af Islandi. Sjálfsagt þirfti einhver áreiðanlegur maður að sjá um mömmu á leiðinni. Hingað ætti hún að geta komist þó hún hefði ekki fargald nema til Qvíbeke en nauðsinlegt er að hafa nokkur Cent til að kaupa fyrir nesti á vagnaleiðinni. liklega þirfti jeg að skrifa eitthvað fleira um þetta en þó ætla jeg að láta hjer staðar nema því jeg verð að vera fáorður í þetta sinn því tíminn er naumur til að ná í Póstinn. Af heimilsástæðonum er það að segja að heilsan er altaf góð það vill varla til að okkar börn verði vesæl þó hjer gangi kvef eða Kíghósti má heita það sneiði hjer hjá aptur eru Steina börn stundum vesæl hann eignaðist son nú fyrir stuttu og gekk það vel til og alt með góðri heilsu nú, ekki er búið að skíra piltinn.

Búinn er Rakel litla að gleima flestu (María alveg) sem fram fór heima þó man hún eitthvað eptir Strúnu þegar þær vóru að reka kyrnar og gaman hefur hún að láta segja sjer af ýmsu þess háttar hún er farinn að lesa ofurlítið og reina að draga til stafs, en marja litla er heldur löt en þó vona jeg að hún geti lært ef hún fær vilja, en vinnu maðurinn er stuttur og tottar en þá brjóstið en nú á að taka það af honum bráðum hann er 31. þ. á hæð. Maria 40. Rakel 46 þ. (Ensk alin er tæpum þumlungi stittri en dönsk)

Benidigt Arason fann jeg að máli í vetur og mintist á Munda ekkert sagðist hann hafa sent heim honum til meðlags. heldur mun honum hafa mislíkað greinin sem Sr B á Grs. skrifaði í blöðinn og yfir höfuð mjög sár við prestana fyrir hvað þeir hefðu áreitt Jon heitinn á Stóruvöllum, hann sagðist hafa samið við Halldor (stúpa Munda) og hann hefði átt að ala hann upp. að vísu hefði hann ekki borgað honum (Halldóri) nóg fyrst að drengurinn hefði orðið svona heilsu laus. hvert B. sendir nokkuð veit jeg ekki jeg bríndi það fyrir honum að það mundi vera vel gert ef hann ljeti eitthvað af hendi rakna. En þar sem Sr. B talar um rækar leisi þeirra sem vestur fara til ættinga sinna heima þá eiga þar ekki allir áskilið mál. það munu margir bera hlýan hug til vina og vandamanna heima þó þeir ekki geti sent peninga og með sanngirni er varla hægt að heima það af þeim mönnum sem koma híngað alslausir með konu og börn mállausir að þeir

geti sent heim peninga á firstu árum. nú er líka lakar borguð vinna en var fyrir nokkrum árum. Kristján og Hansina ættu að komast vestur ættingar þeirra vilja ekki og valla geta sent heim peninga en segast skuli taka á móti þeim þeir eru í Nýa Islandi þú spirð eptir hvert jeg tek geti ekki tekið land eða fengið mjer bújörð. First er það að jeg á of lítið til að fara með ut á land það þurfa að vera nokkur efni ef það á að geta heitið nokkur búskapur, svo eptir því sem maður verður kunnugri verður maður í meir vafa efa hvert á að stefna í Nýa Islandi eru löndin ekki góð og mývargurinn og votlendið víðast hvar íll þolandi það væri ómissandi að geta skoðað sig um dálítið aður en maður tekur land en það kostar peninga. Selkirk er víst ekki besti staðurinn til að lifa í þó er hjer hey og eldiviður talsvert ódyrara en í Winnipeg og því hægra að koma upp gripum kindur er hjer ekki hægt að hafa fyrir hundum og ymsum gaura gangi og er þó slæmt því það er gott að eiga þær hjer 1 P af kindakjöti selst vana lega á 8-10 C dilkar verða hjer mjög vænir frá 40-60 P skrokkurinn (þeir vænstu) þá eru þeir bornir einhvern tíma á útmánuðum, en Ulfar eru hjer sumstaðar ekki betri en tóur heima við fjeð svo eru líka Skógarbyrnir. Að heiman langar mig mest að frjetta af þjer og þínum. Klambras. fólki Markusi Jonatan Brs. frá Langav. hverig líður Joni Sæmundss og Guðnýu hvar er Mekkýn og maður hennar, atli Páll í Presthvammi sje búinn að smíða lóavogina handa mjer!! Steini skrifar mömmu miða og Sveinbyrni hann er öruggari en jeg enda er honum það óhætt hann er viss að bjarga sjer hjer ef hann hefur heilsu. Við byðjum að heilsa mömmu og ykkur öllum líka í Kl.sel og Marju það er ljelegt af mjer að skrifa henni aldrei. Jeg vil biðja guð að gæta þín og þinna og gefa ykkur blessun sína þinn bróðir Gunnlaugur Oddsson

þennan nýbyrjaða argang af Logbergi er jeg búinn að borga og vil byðja þá að senda þer það með betri reglu

Reikningur frá því í haust til 1 Martz

Búinn að kaupa hey fyrir $8..50C (vantar þó nokkuð enn)

Fóðurbætir (Sjort hveitiursigti) - 5,75

Eldivið fyrir (vantar meira) - 6.80

21 05

I janúar keipt ymislegt til ynnanhúsbrúkunar svo sem Hveiti kaffi sikur Kjöt Kartöflur fiskur og ofur lítið til fata grjón og haframjöl alt fyrir $ 15.30C

I þeim mánuði vann jeg fyrir aðeins 5.20

(4 jan var jeg skuldlaus í búð.) Skuld 10.10

í Febrúar keipt til ynnan húss 7.10

Vann fyrir 10 25

til goða fyrir þennan manuð $3. 15

þegar þú ferð að reikna ut í krónutal þá mattu gjöra 3k 75a í dollar

Jeg var Mennirnir eru eins og þú veist 5 1 kýr 1. kvíga sumarborin sem jeg keipti í haust á 6 dollars eignir mínar voru virtar í haust á $100. þó lítið sje þægtist jeg ekki fá þær vel borgaðar með þeirri upphæð. þið hafið maske gaman af að vita hvað við borðum vanalega og er það á mornana kaffi og brauð og grautur

og mjólk. kl. 12 optast fiskur te og brauð stundum steikt eða róstað kjöt eða súpa kaffi og brauð kl. 3 . kl. 6 grautur og mjólk te og brauð. kaffið er drukkið eptir því sem maður hefur list á kannan optast á Stónni sem stendur á milli rúmanna svo það er handhægt að sá sjer úr henni dropa ef mann langar til. Þeir sem nokkuð geta kaupa grip á haustin til að slátra má fá þá 2 ara fyrir 10-14 dollara líka má fá 1/2 eða 1/4 ur skrokk pundið þá optast 4 eða 4.5C en þegar keipt er lítið svo sem fyrir 25C þá verður P a 5-8C. þ er hjer flest dýrara þegar lítið er keipt Kýrin komst í 10 merkur að Enskumáli en eptir dönsku máli mun það verða 14-15. nú er hún í 6 m. E, Heyreikningnum til skíringar ætla jeg að geta þess að það hefur verið mjög ódýrt í vetur. 1 ækji sem 2 hestar aka kostar nú 2-3 dollars og stundum minna, en í fyrra 4-8d. Bændur sem búa hjer í kring aka bæði heyi og eldi við hingað í bæginn og selja það allir eru þeir hjer lendir nema Arni sem var í Brekknakoti hann býr niður með Rauðara veturinn hefur verið góður og mjög snjólítið fram fyrir Nýár varla hægt að aka eptir brautum.

Fiskur er hjer dýr líkt og kjöt en Friðfinnur Einarsson fra Klömbur sendi okkur fisk í vetursvo við höfum ekki keipt hann. F. gistir hjá okkurþegar kann kemur hingað

Arni og Magnús eru hjer langt frá þó skal jeg skrifa þeim ef jeg get haft upp á utaná skipt til þeirra.

Myndir:12345