Nafn skrár:GunOdd-1892-10-17
Dagsetning:A-1892-10-17
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 17. Oct. 1892

Elskulegi nafni minn!

Mikið vel þakka jeg þjer fyrir brjefinn þín bæði í firra sumar og aptur annað nú í sumar sem jeg meðtók 18 August og þótti mjer mjög vænt um bæði brjefinn þó jeg hafi ekki sínt það í verkinu þar sem jeg hef ekki skrifað þjer neina línu. Jeg er aldrei vel upplagður þil þeirra Starfa. Að minnast á andlat og Strið pabba þíns saluga ætla jeg ekki það er ekki til annars en að ýfa upp lítið gróin sár jeg hef líka lítið eitt gjört það í brjefi til Sveinbjarnar og hefur hann ljeð Björgu það svo jeg byst við að þú hafir sjeð það líka. Mjer þikir sárt að sjá það á brjefum þínum (af því þú ert svo ungur) hvað lífið virðist vera þjer ervitt jeg vona að þú egir og fáir rauna þinna bót og þó þjer fynnist eitthvað fram við þig koma sem þjer finnst af skamsíni þinni ekki líkt því að það sje stjórn hins algóða föðurs, þá máttu reiða þig á að almáttugur guð veit hvað þjer er fyrir bestu og hjá honum einum er hjálpar að leita þegar að maður verður fyrir einhverju mótlæti. En það er líka

áreiðanlegar sannleiki sem skáldið segir "Bænnin má aldrei bresta þig„ o s.f. sumir halda að bænin sje gagnslaus og hún er það líka sje hún án trúar fram borinn og hugsunar laust en Sannarlega er hún likill að drottins náð ef hún er af einlægu hjarta og stöðugri trú framborin. Jeg get ekki kæri nafni minn hjálpað þjer bíst jeg við að neinu leiti en fegin hefði jeg viljað rað legga þjer eitt hvað ef jeg hefði nokkuð verið búinn að læra af minni eigin líf reinslu. að sökkva sjer niður í þúnglindi og óánæju á unga aldri er ekki gott. áríðandi að ljetta því af sjer með skinsamlegum meðölum að svo miklu leiti sem það er hægt því það geta komið fyrir alvarlegri timar og að maður sjái þá að það hafi ekki verið veruleg ástæða til að vera óánægður með liðna tímann, þar af leiðandi er næjuseminn eitt af því nauðsinlega Jeg að vísu veit að þú ert svo vel upplístur og skinsamur maður að þú veist þetta alt eins vel og jeg og máske betur en jeg vonast eptir að þú takir þetta alt vel upp fyrir mjer því í góðum tilgangi er það skrifað

Fátækt af frjettum verður þetta blað því jeg hef ekki vit á að tína það á blaðið sem þjer kini helst að þija gaman að en með frjettum tel jeg það að mjer og mínum hefur liðið vel þetta sumar hvað heilsuna snertir og að við erum nú ornir þrír karlmennirnir jeg n.l. eignaðist son 16 Júlí og var hann skýrður nú fyrir nálægt 3 vikum og nemdur Snorri Aðalsteinn og gjörði sr Hafsteinn það hann er sagður efnilegastur af mínum börnum svo nú er amma þín farinn í elli sinni að fóstra Snorra litla og er hún frísk eptir vonum og byður kærlega að heilsa ykur öllum

Rakel litla gengur stundum á enskan skóla og er farinn að skilja dálítið ensku Maria litla skilur ofur lítið líka en jeg er seinn að læra hana (Enskuna) Bjössi litli er lítill en frískur og trúað gæti jeg því ef að við lifum saman að hann yrði smiður jeg hef aunga ástæðu til að vera óánægður með börnin en það er vandi hjer ekki síður en á Islandi að ala þau vel upp. en meiri mentun ættu þau að geta fengið hjer heldur en alment gjörist heima en þó er Presta skorturinn mjög svo til finnanlegur hjá okkur hjer í Ameríku yfir höfuð þess væri óskandi að einhver góður

prestur vildi koma hingað til okkar vestur og sem væri svo stöðugur í rásinni að hann ljeti ekki „veg vilta veður hana" snúa sjer.

Jeg var að hugsa um það þegar jeg var á Austfjörðonum Fáskrúðsfyrði Eskifyrði og Reiðarfyrði að leiðinlegt væri í raun og veru fyrir unga og einhleipa menn að geta ekki skoðað ofur lítið stærri blett af sinni egin fóstur jörð en sveitina sem þeir fæddust í því jeg gat ýmindað mjer ef að jeg hefði verið búinn að sjá þau plass þá hefði jeg máske eins vel flutt mig þangað eins og til Ameríku því það er heimska að ýminda sjer að þar sje einmitt best að vera þar sem maður er uppalin en það higg jeg að muni vera satt að hlýastan hug beri maður til æsku stöðvanna þar sem menn hafa haldið sína saklausu barnaleiki með sistkinum sínum en alt fyrir það getur skeð að manni gangi betur að bjarga sjer á öðrum stað og fynnst mjer þá ekki nema skinsamlegt að breita til og leita fyrir sjer. Hvað búskapinn þinn snertir þá er jeg hræddur um að hann hljóti að verða erviður einkum ef að ylla lætur í ári svo segist þú heldur ekki vita hvar þú kunnir að verða aptur að ári það er seintekinn heiskapurinn í Geitafelli og erviður en útbeitin vill bregðast þegar harðindin eru. Jeg byð þig nú góði nafni minn að fyrir gefa hvað þetta brjef er stutt og frjetta lítið það er ofur lítið skárra en ekki neitt. Rakel litla man eptir ýmsu sem við bar í Geitaf og byður nú að heils og Maria byður að heilsa líka og svo Guðný vil eg svo byðja goðan Guð að annast ykkur um tíma og Eylífð. það mælir Gunnlaugur Oddsson

Láttu mig vita ef þú færð ekki Lögberg með skilum.

Myndir:123