Nafn skrár:GunOdd-1895-07-23
Dagsetning:A-1895-07-23
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Selkirk West 23 juli 1895

Elskulegi nafni minn!

Guð gefi þjer alla tíma gleðilega! Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir brjefið þitt síðast sem jeg meðtók 29. decemb. og sem mjer þotti mikið gaman að eins og öllu sem jeg frjetti að heimann en jeg get ekki búist við að fá opt brjef því jeg er svo latur að skrifa aptur Frá Markúsi fjekk jeg brjef í febrúar og á jeg eptir að borga honum það en það gjöri jeg einhvern tíma ef guð lofar. þá er nú að byrja á þeim frjettonum sem eru mjer minnis stæðastar sem eru að Sigfús er dainn og frá því er dró hann til dauða ætla jeg að segja svo þið frjettið það sem glöggvast. hann fór að hjálpa mönnum til að lipta upp borða fleka nokkuð þúngum en þegar flekin var látin niður kreptist fóturinn á Sigfúsi um knjáliðinn svo flekin kom með þúnga sinum ofaná krept hnjeð og nagli stagst ynn rjet fyrir ofan hnjeskjelina. svo

Sigfús fann töluvert til svo leið það frá og hann fór heim (þetta var aðeins fáa faðma frá húsi Þorsteins. mennirnir sem hann hann var að hjálpa vóru M. og Kristján Friðriks sinir frá Húsabakka) og lagði sig út af þegar hann vaknaði var hann lakari svo var sóttur læknir samt lá hann nálægt viku síðan var hann á fótum hjerum bil viku en þá versnaði honum aptur fyrir alvöru og fór þá hnjeð að bólgna og síðan að grafa þar sem naglin ragst ynn þrisvar var hann svæfður og skorið í hnjeð en ekkert dugði og vóu þó tveir læknar sem stunduðu hann, eptir halfs mánaðar legu dó hann kl. 12 1/2 aðfara nótt hins 26 Apríl og var haldin húskveðja og hann jarðsúngin 29. sm. af Sr Oddi V. Gíslasini sem nú er prestur okkar hjer að fimta parti jeg vakti yfir honum nálægt viku og Arni Bjarnarsvon því einn gat ekki hagrætt honum sem þurfti. Seinustu nóttina vórum við fleiri bæði Þorsteinn og Helgi Sveinsson. Altaf var hann með fullu ráði og háði sitt seinasta stríð með mikilli stilling og treisti uppá náð drottins

Í fyrra á Sumardaginn fyrsta vórum við

baðir í besta skapi þá gaf jeg honum Sígvjel i´sumargjöf en n.l. sumardag fyrsta var jeg yfir honum dauðvona í rúminu. (Stór munur) Snema í Febrúar gjörði Sigfús ráð fyrir við mig að hann ætti ekki langt eptir frá þeim tíma bragðaði hann ekki vín þangað til í legunni að honum var ráðlagt það af læknir en svo upp á síðkastið gat hann ekki bragðað það. Læknirinn sagði að það hefði hlaupið eitur í blóðið og þess vegna væri hann ólæknandi.

Af mjer er lítið að frjetta eins og vant er fólkið er það sama 4 börnin og við hjóninn öll með góðri heilsu og líður bærilega í vor hefur verið minni vinna en nokkurn tíma áður á sama tíma síðan jeg kom hingað en við lifum á kúnum og hænsnonum við höfum tvær kýr og borðum skir og mjólk á hverju máli og stundum á dagin líka þegar heitt er en smjör og egg eru í mjög lágu verði kaupgjald lágt þegar vinna fæst, en vonandi að það rætist bráðum eitt hvað fram úr því Svo að jeg minnist eitthvað á börnin þá er af þeim að segja að Stúlkurnar ganga á Enska skólan og læra þar skript og reikning

og lesa Ensku en latar eru þær að hjálpa mömmu sinni til heima og eins að læra kverið sitt Rakel er búinn með 7 kafla en maría með fræðinn Rakel litla var í fyrra sumar einn mánuð í vist hjá Enskum hjónum og fjekk 2 dollara í kaup en eptir þeim mátti hún býða nærri árið. dreingirnir eru heima alla daga optast eitthvað að byggja og smíða Snorri litli er stór og efnilegur til sálar og líkama en Bjössi litli er heldur lítill eptir aldri og kjarklítill. Jeg ýminda mjer að Rakel eða Steini skrifi Markúsi svo jeg ætla ekkert að skrifa um þau nema hjá þeim er alt með góðri heilsu. Sama er um Ingjald og maríu jeg ætla ekkert um þaug að skrifa í þetta sinn nema að það er hjá þeim fjölgunarvon og Ingjaldur vinnur nú sömu vinnu og Arni Bjarnarson við sögunarmillu hjer í bænum og fá 1 dollar á dag hver og er það óvanalega hátt kaup það er orðið altof margt fólk í þessum bæ og fjöldin af því fátækir Islendingar svo það er hægt að fá þá til að vinna fyrir lítið og þessvegna fer kaupið altaf lækkandi hjer er heldur ekkert verkamannafjelag.

Her í bænum er gamall maður Jón Ivarsson að nafni ættaður úr Húnavatnssyslu held jeg minsta kosti var hann lengi vinnumaður á Hnausum hjá Skaftasen. hann er smiður á trje og járn en sjervitur og stirður í lund og fyrir laungu búinn að skilja við konuna og býr síðan aleinn, hann hefur það fyrir atvinnu að gjöra við Vagna og Sleða. næstliðin vetur var jeg hjá honum 3 mánuði Jan. febr. og martz vann 8 kl.t á dag og átti að fá 1 dollar í kaup í peningum gat hann mjög lítið borgað. Samt er jeg búinn að fá það fyrir það mesta. það mátti heita hæg og góð vinna og unnið í hlýu og góðu húsi með tveimur stórum ofnum og var það sá bestir vetrartími sem jeg hef haft síðan jeg kom hingað til Selkirk. Nú gjörir hann ráð fyrir að taka aungan næsta vetur því ílla geingur að heimta inn skuldir fyrir að gjörðir að vísu er hann hættur að sleppa nokkru fyr en um leið að það er borgað en sumir hlutir eru heldur ekki teknir fyren eptir 6 manuði eða meir svo hann hefur eingin efni á að halda mann og gjalda þegar honum gengur svo seint að fá borgunina fyrir verkið sem unnið er

Um kyrkjufjelagslífið hjá ykkur heima þikjir mjer Johannes í Hólum ekki skrifa álitlega og jeg get ekki annað en ýmindað mjer að hann gjöri fjöldanum af fólkinu frammúrskarandi rant til þar sem að hann segir "Prestar eru af flestum hjer álitnir reglulegir ómagar alveg þýðingarlausir og gagnslausir milligöngumenn milli guðs og manna. Flestum er farið að skiljast að guð muni taka því alt eins vel þó þeir framberi bænir sínar sjálfir„ Jeg þori nú að fullirða að Joh. hefur verið kent í æsku að byðja og presturinn hefur mint hann á það þegar hann staðfesti sitt skírnarheiti frami fyrir altari drottins að maður má ekki gleima því að byðja guð um náð og fyrir gefning sindanna. En nú skilst mjer á orðum Joh. að hann hafi alveg gleimt því og ekki einungis það heldur hafi sá hugsunar háttur verið hjá fólkinu að það þirfti aldreibyðja ef Prestar væru til að uppfræða æskulíðinn og viðhalda kristninni. Jeg ætla annars ekki að skrifa eða láta í ljósi alt sem mjer finnst um þetta Jóhannesar

brjef og kveðjuna sem hann sendi til vestur Islendinga í Heimskringlu en mjer líkar hvurugt vel. jeg hef átt von á að einhver heima mundi svara því einhverju en það hefur en ekki orðið. jeg er hissa hvað sjaldan sjást nokkrir brjefkaflar í blöðonum úr Suður þingeyjarsyslu því jeg hugsaði að þar væri eins pennafærir menn og annarstaðar á landinu. Jeg ætla að senda þjer þetta ritsmíði Jóh. svo þú getir sjeð það sjálfur eins og það er og sínt það öðrum ef þjer svo sínist.

Nokkrir menn landar hjer í þessum bæ sem hallast að Unitara trú, helsti fyrirliði þeirra er Baldvin gamli Helgason (móðurbróðir sr. Arna á Skútustoðum) hann er orðin hvítur af hærum karlsauðurin og er að stríða við að lesa og prjedika yfir þessum fáu hræðum á Sunnudagana aldrei hef jeg farið þangað en heirt hef jeg að sumar ræðurnar sjeu bágbornar og mjer fynnst hann vera brjótumkennanlegur fyrir að vera svo barnalegur að auka sjer mæðu og fyrirhöfn ogmeð þessu trúarvingli að öllum líkum kominn á grafarbakkann, mjer fannst hann meiga láta sjer nægja sína barna

trú sem hann hefur haldið alt til skams tíma og var þá góður og gildur liðsmaður þess safnaðar sem hann stóð í.

Jeg gjöri nú ráð fyrir að það fari nú að mínka sem jeg skrifa meira kæri nafni minn það er lítið betra en ekki neitt þegar þú skrifar mjer næst þá segðu mjer helst eitthvað af sjálfum þjer og heimilinu og svo kunnuga fólkinu í kverfinu og og kringum þig eins og Hallgr. og Jónatan frá Kl.sel Berðu kæra kveðju mína til gömlu kunningjanna en stérstaklega til Sveinb. í Heiðarbót hann á altaf hjá mjer brjef en þegar jeg er búinn að skrifa einum fynnst mjer jeg ekkert hafa til að segja öðrum. jeg er orðin svo ónítur að hugsa nokkuð það eru stundum í mjer hálf gjörð leiðindi því jeg sakna Sigfúsar hann kom hingað opt og vildi mjer æfinlega vel. Olöf kemur flesta Sunnud. og Þóroddur litli með henni. hann er nú uppáhalds barnið hennar og sefur há henni.

Berðu kæra kveðju okkar Guðyar og barnanna á heimilið. Svo vil jeg byðja Guð að annast þig og ykkur öll í lífi og dauða.

Gunnlaugur Oddsson

Myndir:123456