Nafn skrár:GunOdd-1897-05-25
Dagsetning:A-1897-05-25
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

hefur ekkert breist hjer hjá okkur allir með goðri heilsu Rakel litla vinnur nú á Hóteli og á að fá 5 dollars um manuðinn hún hefur unnið þar áður og komið sjer þar vel samt bíst jeg ekki við að hún verði lengi því þegar hitarnir koma verður það of erfitt fyrir hana af hinum börnonum er lítið hægt að segja María litla gengur á skólann og bjössi (nú nýbyrjaður) hann er heldur lítill eptir aldri Snorri litli er efnilegur eptir aldri og vel skinsamur svo er nú Sigrún Olöf lita frísk og fljót á fæti við Guðný höfum góða heilsu heldur er jeg samt farinn að tapa sjón en sköllóttur er jeg ekki orðin (Steini er með stóran skalla alveg fram á enni) og brúkar altaf gleraugu) Lítið græði jeg enda kjæri jeg mig ekki svo mjög mikið jeg er ánægður ef jeg hef svona hjerum bil fæði og klæði handa mjer og mínum jeg er í lífsábyrgð upp á 1000 dollars það vona jeg að þeir fái ervingarnir sem lifa þegar jeg hrekk upp af En jeg tel það mikin gróða fyrir börnin að jeg fór híngað vestur þau geta fengið hjer mikið meiri mentun og eiga betri framtíð fyrir höndum ef lán er með en þau hefðu getað átt kost á heima. Sama skoðun hefur komið fram

Elskulegi nafni minn!

Guð gefi þjer allar stundir gleðilegar Hjartans þakklæti á þessi miði að færa þjer fyrir þitt góða og langa brjef sem jeg með tók 20 apríl því hafði gengið vel ferða lagið var aðeins rúmar 5 vikur á leiðinni og þotti mjer væntum að fá það því langt var liðið frá því að jeg hafði feingið línu að heimann svo mjer var farið heldur að leiðast en þú bættir úr því með þínu skemtilega og fróðlega brjefi sem jeg er nú eingin maður til að borga í sömu mind þó jeg feginn vildi. Jeg skrifaði Markúsi seint í vetur og tíndi í það smávegis þó mun það hafa verið mest um hægji Steina líka sendi Guðný mindir af litlu stúlkonum mömmu þinni og Guðrúnu sistir þ og Guðrúnu Markúsar jeg veit að boggu hefði þótt gaman að fá eina en þær voru ekki svo margar til að það væri hægt og byð jeg að heilsa henni og fyrirgefa líka óska jeg henni allra heilla og blessunar í hjónabandinu og með litlu dóttir sína, Síðan jeg skrifaði Markúsi hefur

hjá Sigfúsi Magnussyni í brjefi til Steina það ganga nú tvær dætur hanns á Háskolann í Duluth þar á hann heima nú og hefur fyrir atvinnu að selja mjólk og á 7 kýr.

Vænt þotti mjer að heira hvað þjer gengur vel búskapurin og hvað þú hefur getað minkað mikið skuldirnar, jeg vona að þú getir losað það sem eptir er með tímanum hvernin er flóinn hefur hann batnað við vatnsveitinguna og hvernin gengur með L.v. stífluna og fleiri jarðabætur Miklar eru framfarir hjá ykkur og fjelagsskapur í kverfinu og óska jeg að það blomgist með ári hverju nú eru orðin búandaskipti á flestum bæjonum þeir gömlu danir og farir en aptur komnir nyir í staðinn jeg vil ekki sega úngir því þeir eru það ekki svo mjög sumir en þeir eru úngir í anda og framfaramenn að minsta kosti sumir. Vel líst mjer á akbrautina ykkar en um leið að þið búið hana til ættuð þið að hafa í huga að minda upphleiptan veg með fram henni sem n.l. þornaði fyrri á vorinn og með tímanum gæti orðið góður vegur haust og vor þegar djúpu göturnar eru hálffullar af vatni og ýllfærar Jeg gat einhvern tíma um í brjefi annað hvert til þín eða Svb. að jeg sæji fyrst hvað heimskulega væri lagður vegurinn

í Reykjahverfi langt fyrir neðan flesta bæi og gat um að rjettara hefði verið að leggja hann fyrir ofan Skóga og suður að Þeranni þar sem þið ætlið nú að brúa hana og benti þá um leið á það brúarstæði að vísu sannar nú það ekkert annað en að þið hafið fundið út það sama heima eins og jeg hjer leings í vestrinu og er jeg glaður yfir því, því þá álít jeg að mín tillaga hafi ekki verið svo vitlaus. Til brúarinnar ættuð þið að leggja næsta haust svo mikla krapta næsta ár að hún kæmist á því skeð getur að fyrir eitthvert óhappa til felli verði áin óbrúuð til þess að drepa ykkar einhvern nítasta fjelagsbróður og er þá seint að byrgja brunnin auða, því það má óhætt segja að það hefur verið ótal sinnum telft á tvær hættur við þá á í vorleisingum þó sjaldnar hafi orðið skaði af en líkur voru til.

Ingjaldur og Maria eru hjer í bænum og eru fátæk þó komast þau af hann varð fyrir það mesta jafngóður af meiðslinu nema dálítil andlits líti sem á honum eru kjálkin annar brotnaði og beinið fyrir neðan augað og gómurinn klofnaði og skurður kom á nefið hann var nokkrar mílur frá bænum að höggva skó með öðrum manni og fjell ofan á hann trje, þeir höfðu hesta og sleða svo maðurin ók honum heim til læknirs. dr Greins hann kom öllum þessa bena brotum í samt lag aptur hjerum bil kjálkin er heldur leingri en sá heili ekki man jeg hvað lengi hann lá vist 7-8 vikur og svo leingi vesæll þar á eptir, dálitlu var skotið saman af gjöfum handa þeim og læknirinn gaf nokkuð af sinni fyrir höfn hann vitjaði um hann daglega framan af þessi dr. Grein er allra mesta valmenni ljúfur og lítilatur og ágætur læknir en þó er hann ekki gallalaus hann er of mikið hneigður fyrir vínið, Sigurður bróðir Ingjaldar kom að sunnan þegar hann frjetti þetta slis og hefur verið hjer síðann og haldið til hjá þeim þangað til nú fyrir stuttum tíma að hann fór í borð til Steina og Rakelar, Marja ætlar að skrifa mömmu þinni og þá segir hún nánara frá þessu öllu saman. Svo held jeg nú að jeg láti þar staðar nema í þetta sinn kæri nafni minn og byð þig að fyrir gefa hvað þetta er ylla ur garði gjört Berðu kæra kveðju mína til allra skildra og vandalausra sem kannast við að hafa þeggt mig.

Guð veri þjer og þínum naðugur og miskunsamur um tíma og eylífð. það mælir þinn ónytur frændi og og nafni Gunnlaugur Oddson

(Guðnú og litlu stulkur biðja að heilsa)

Ittu við mjer sem optast með brjefi þá kann jeg að rumskast og rita þjer aptur þó seint gangi)

Myndir:123