Nafn skrár:GunOdd-1888-10-28
Dagsetning:A-1888-10-28
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Jónsnesi í Mikley 28 Október 1888

Kæri bróðir!

Af því að jeg veit nú logsins hvar jeg ætla að verða í vetur þá fer jeg nú að skrifa þjer fáeinar línur þó seint sje. Jeg var í Winnipeg rúmar 3 vikur og var nokkuð af þeim tíma halfvesæll af magaveiki svo jeg vann þar ekki nema 1 1/2 dag og fjekk í kaup 1 1/4 dollars á dag og var það við skurðavinnu og er hún mjög ervið að smíðavinnu gat jeg ekki ekki komist, það vill verða ervitt fyrir mállausa að bjarga sjer og einkanlega við smíðar, Jónas fjekk smíðavinnu í 5 daga svo var hann í skurðavinnu og suma daga vinnulaus í Winnipeg hitti jeg nokkra landa sem jeg þegti áður og þó ekki alla sem þar eru því bærin er svo stór að það er ekki fljótlegt fyrir ókunnuga Gísli frá Hjalth. fann mig fyrsta kveldið sem jeg var þar og reindist hann mjer best af þeim sem jeg hitti þar, hann útvegaði mjer meðöl þegar jeg var vesæll og lánaði mjer svo mig jeg komst af og er hann þó ekki orðinn ríkur. Hann er að læra blikkslagaraverk og vinnur fyrir lítið kaup. Ola og Triggva Olafssyni fann jeg og Jóhanna kona Triggva sendi Friðbjörgu einusinni með mjólk til okkar aðra mjólk feingum við ekki á meðan við vórum þar, í Winnipeg er vant og lopt

vont svo sumir þola það ekki sem eru nýkomnir að heiman, hey og eldiviður er þar dýrt en þó má lifa þar góðu lífi ef maður getur unnið því þá hafa menn penínga að kaupa fyrir og Markaðir eru margir, þar er hægt að hafa nóg kjöt og kinda hausa og blóð má fá hjá slátrörum hausin kostar 5 Cent jeg keipti einu sinni 5 og nauta kjöt opt 5 Cent P þar er sá vani að kaupa bara til dagsins. Hafra mjög er þrennslags og er það lakasta sortin sem þið fáið í pöntuninni og eins er um hveitið það þikir valla ætt þar en hjer er það brukað með betra hveiti Af besta Haframjöli fær maður 7. P fyrir 25 Cent 4 P af kaffi firir 1 dollar 9 P höggvar sikur á 1 dollar mart er dýrara þegar tekið er fyrir fá sent Jeg keipti æfinlega í Búð Arna Friðrikssonar og þar er Aðalsteinn búðarmaður bróðir Asrúnar á Einarsstöðum og sagði hann mjer í hvertsinn hvernig mjer væri best að kaupa, jeg kintist honum lítið eitt á Akureyri. Sistur tvær eru í vestur Selkirk Guðlög og Börg hún hafði kinst Sigfúsi og Olöfu þegar þau voru á Syðralóni. Guðlög kom til okkar í Winnipeg og gaf Olöfu 1 dollar og dálítið af mat og ráðlagði okkur að vera ekki í Winnipeg í vetur (jeg að vísu hafðði aldrei ætlað mjer það svo fór jeg til Selkyrk og Sigfús líka að skoða okkur um og var jeg þar einn dag um kyrt en var þá svo lasinn

að jeg gat lítið farið úr húsinu og fór heim morninum eptir á Gufuvagni fór jeg til og frá og var 1 1/2 kl.t. á leiðinni fargaldið er aðra leiðina 90 Cent en firir milli göngu Páls Barddals var það ekki nema 45 C ofan eptir af því jeg var Emigrant en uppeptir var það full 90 Cent en Guðlaug gaf mjer það að nokkru leiti og sendi Olöfu svo að hún kæmist til þeirra og það fór hún nokkru seinna og er þar það jeg veit en Sigfús fór til Nýa Islands að finna Svein og ætlaði hann að vita hvert jeg gæti ekki fengið að vera þar í vetur en svo fann jeg Stefán Jónsson sem var í Garði og nú er hjer og bauð hann að jeg mætti koma til sín og fjekk mjer 5 dollara til að gjöra eitthvað með svo hitti hann Sigurð Erlendsson og bað hann að hjálpa mjer eitthvað svo jeg kæmist svo fórum við frá Winnipeg á manud.þriðjud 16 þm og flutti Haraldur Jóhannesarson okkur ofan eptir á hestavagni til Vestur Selkirk og kostaði það 5 dollars og forum við þá til sistranna og vórum þar þangað til á manud 22 sm og attum gott og þar fengum við mjólk þar fann jeg S. Erlendsson og ætlaði hann að koma mjer með stæðsta og besta gufubátnum sem hjer gengur á vatninu og eru eintómir Islendingar á honum og teingdasonur Sigurðar Kafteinn en svo kom annar GufuBatur fyrri og ráðlagði þá Sigurður mjer að byðja Sigtrygg Jonasson að hjalpa

upp á mig og það gjörði hann farið kostaði 5 d og lanaði hann mjer það svo var Sigurður með okkur alla leið híngað, við fórum frá Selkyrk kl. 3 em og komum hjer að næsta bæ kl. 6 fm á þd.morgun svo töfðum við þar og fórum svo híngað og var tekið vel á móti okkur og höfum nú nóga mjólk, Guðný hefur verið altaf vel frísk. Bornin vóru bólusett á Atlandshafi og er hún valla gróin en svo feingu þær nokkrar bólur útum sig sem sagt var að orsakaðist af bólunni en þetta er nú alt að gróa svo jeg vona að þeim batni jeg fjekk líka meðöl strax handa þeim þegar jeg varð var við þetta því það eru dæmi til að börn hafa dáið af þessum bólu útbrotum ætti því ekkert barn að fara óbólusett af Islandi. Nú er jeg orðin vel frískur og varð það strax í Selkirk þar er vatn og lopt mikið betra en í Winnipeg og þar þotti mjer mikið fallegra þar hefði jeg ekkert ílla kunnað við mig, jeg hef annars alstaðar kunnað allvel við mig og aldrei fundið til óindis mjer þikir leiðinlegast að mamma gat ekki farið en sje þó að það hefði ekki verið gott fyrir hana að vera á þessum hrakningi. það er betra fyrir þá að fara híngað sem eiga einhverja vissa að taka á móti sjer en hina sem ekkert vita hvert þeir eiga snúa sjer, en jeg hef verið svo heppin að það hafa altaf

orðið einhverir til að hjálpa mjer svo mig hefur aldrey vantað neitt. Stefán segist ætla að fæða okkur þangað til hann sjái að jeg geti gjört það sjálfur, jeg að vísu gæti það strax en ekki með öðru móti en hleipa mjer í skuldir, en það er mikið betra að vera ekki búinn að eiða fyrir fram því sem maður kinni að eignast. Jeg keipti í 3 hvítfiskanet og 1 firir Pæk og 1 fyrir smáfysk og er jeg nú að riða þau Garnið kostaði rúman 3 1/2 dollar felliþrað tók jeg fyrir 50 Cent Stefán og Sigurður ætla að hjálpa mjer um þinji og eitthvað fleira sem til þeirra þarf. Hvítfiskurinn er seldur eins og hann kemur úr vatninu og var P af honum í fyrra hjer nálægt 4 Cent en þegar hann er komin til Winnip. frá 6-7 Cent svo eru fleiri fiskategundir seldar en þær ganga miklu minna Hvítfyskurinn er frá 3.-9. P og sumir máske þíngri en hinn fyskurinn er eins og litlir hvítfyskar, nema Pækur hann er eins stór og fullorðin ýsa en sumir eru smærri hann er ekki seldur en er þó allgóður átu er hann ýmist saltaður eða reiktur Hvítfiskurin er góður likur Heilafiski en ekki eins stremin Pikkur eða nálfiskur svipaður fyski heima en þó fíngerðari Stefán sonur Sigurðar Erlendssonar er farin að versla hjer í Eyjunni og annar maður með honum en það er sagt að þeir selji dyrt enda er

það nokkurs virði að flitja vöruna híngað. þeir kaupa fisk og flitja til Winnipeg en þeir sem eiga Uxa flitja hann flestir sjálfir. Jeg er búinn að sjá það að ekki þarf langt að fara eptir fyskinum og hjer mun vera optast hægt að hafa eitthvað í soðið, lakasti gallin er á þessari Eyju er heiskaparleisið engi er hjer ekki nema langt frá sumum húsum svo það er óvinnanði að ná þaðan heyji fyrir þá sem hafa aunngann Uxa, það er ekki langt síðan jeg kom hingað en er þó nokkrum sinnum búin að óska að það væri komin til ykkar dálítið af spítum sem liggja í Skógnum og fúna niður það er svo að það gengur langt framm af mjer að sjá það og að engin skuli hafa not af þeim og menn hjer í Eyjunni geta ekki haft full not af þeim því að enginn sögunarmilla er hjer nú. Hjer eru alment byggð Bjálkahús og munu vera víðast kölkuð utan og ynnan og geta litið út líkt og Steinhus. kalk eru Íslendíngar farnir að brenna sjálfir bæði hjer og eins í Nýa Islandi, mig langar til að fara þangað í vetur og sjá landslagið þar því ekki er jeg ráðinn í að setjast hjer að, mjer þikir það nokkuð afskegt og óþægi legt með milliferðir en veiðiskapurinn er hjer betri en þar þegar vatnið er lagt er hægra að fara á milli en það er æði langt svo jeg rata það ekki einn því jeg er áttaviltur mjer finnst sólin koma upp í norðri og setjast í suðaustri

Jeg glimdi að geta þess í brjefinu sem jeg skrifaði þjer frá Glaskow að það var skoðað í hirslur okkar í Leith og spurt eptir Sigar Brennivíni og tóbaki jeg sagðist hafa tóbak það var partur af pundsbita sem var ofaná í Koforti hann var skoðaður í krók og kring og síðan stungið niður orðalaust eingin poki var skoðaður þar var sagt að í þeim væru rúmföt, tilslegnir kassar vóru ekki opnaðir, jeg var búinn að fá mjer hamar og ætlaði að opna einn sem Jakop atti og í honum var ullin mín en þeir sögðu mjer þá að láta það vera það er best að vera óragur að opna þá leita þeira minna og tor triggja menn síður svo var aldrei rótað við þeim framar í því skini. Jeg gat um að Leifur litli hefði verið veikur þegar við vorum í Glaskow en honum fór að batna og var orðin nokkuð frískur þegar við skildum en Steini varð vesæll og lagðist í magaveiki og var látin á Spítalan í Skipinu 14 September og var þar þangað til um nóttina kl 12 milli þess 17. og 18 þá var hann drifin í land og Rakel og Leifur og allur flutníngur hans á Eyju í fljótinu þar átti hann að fara á Spítala en þá var honum farið að skana svo jeg átti von á að þau mundu koma fljótlega á eptir okkur og því beið jeg í Winnipeg en þau vóru ekki komin þegar jeg fór þaðan og ekkert hef jeg af þeim frjett. Jeg hef talað við menn sem hafa verið á þessum Spítala og láta

þeir vel af því en það er aungum slept þaðan fyr en þeir eru ornir vel heilbrigðir Jeg skrifaði honum aður en jeg fór frá Winnipeg og sagði honum að fara til Selkirk ef hann kæmi því þessar systur sem jeg hef minst á ætla að taka á moti þeim, og getur skeð að hann sje nú komin þangað.

Stefán hefur 2 kýr 2 Uxa 1 naut 1 kálf annar uxin er 8 ára og er hann orðin stæðilegur hann er brúkaður til að aka heyji og ýmsu. 5 kindur og eitt af því er hruturhrut hefur hann að láni 1 hrút skar hann í haust vetur gamlan ekkert af honum var vigtað. það mun hafa verið rúm 10 P af mör í honum og skrokkurin er heldur fallegt en róan ljót ofan á konungsnef en það má gera hana fallegri ef tekið er af henni á lömbonum nýbornum ullin toglaus en ýllhærur eru í henni. Hjer er gott að eiga kindur og eru flestir á því að reina fjölga þeim (í Skogum eru á milli 20 og 30 þar hef jeg sjeð svart og mórauttmósvart) Fjármenska er ekki góð hjá Stefani allar ærnar voru lamblausar í vor og var þó hrúturin hjá þeim í fyrravetur og verður eins nú um vetur nætur var drengur sem hjer er að stríða við að halda einni anni, jeg spurði hann hvert það væri ekki heldur snemt, en hann sagði það gjörði ekkert þegar Stefan vissi þetta ljet hann vel ifir og þótti vænt um

hvað strákur var huxunarsamur. Ekki mun vera hugsað um að bæta fjárkinið, hjer eru heldur ekki fjár menn það eru flest sunnlendingar sem meira eru vanir sjó en fármensku í landi en það býst jeg við miklu framar eða svo ætti það að vera hjá þingeyjingum

19. December 1888

Af því að jeg gat ekki komið brjefinu í land nogu snemma svo þið gætuð fengið það um Jólin ætla jeg að bæta við það einhverju Vatnið lagði hjer 20 nóvember en var miklu lengur autt sunnan við Ey og því lítið um milliferðir svo veit jeg ekkert hjer hvernin stendur á með Póstferðir Ekkert get jeg sagt um hvert mönnum er betra yfir höfuð að fara híngað til Ameríku en þó hef jeg aungan fundið sem óskar sjer heim aptur, og mjer finnst að það muni vera hægra að hafa hjer ofan í sig en heima, það er valla að búast við að þeir sem koma alslausir gjöri betur fyrsta árið en hafa ofan af fyrir fjölskildu sinni. það er æði mikill skaði fyrir hvern, hvar sem er að tapa öllum sumartímanum ekki fyrir neitt eins og jeg þeir sem komu snema í sumar af Suðurlandinu feingu við fyskiveiðar hjer norður á vatni 25 dollara fyrir (Alamanaks mánuðinn og þurftu ekki að sjá sjer fyrir fæði það gjörðu Fyskiveiðafjelöginn. Jeg get sagt það að mjer fynnst að Sigurður í Presthv. væri betur komin híngað og jeg hef stundum óskað að hann væri komin þegar jeg er að vitja

um netin því þó jeg hefði þá hitt óskastundina þá vonaði jeg að hann reiddist mjer ekki því jeg held að það ætti vel við hann að vera hjer við veiðiskapinn það er lík aðferð og heima þar sem veitt er undir ýs og meiri veiði en í Langavatni, jeg á 1 net 15 faðma langt í það hef jeg fengið flest undir ýs 80 á dag oftast um 40 og einstöku sinnum ynnan við 20 er sá fyskur líkur á stærð og stór hafsíld það er mest Byrtingur (Pikkur er stærri og nokkuð dýrari seldur eptir vigt) er hann latin frjósa eins og hann kemur úr vatninu og seldur optast 1 Cent hver og þá er hann tekin hjer heima svo það þarf ekkert fyrir honum að hafa og komið hingað með vörur fyrir hann. það gjöra menn frá Winnipeg sem fara hjer norður til að versla á veturnar má geta nærri í hvaða tilgangi þeir gjöra það, og eru menn nú að vona að einhver komi fyrir Jólinn þeir sem eiga Uxa fara sjálfir með sinn fysk og eru þá hjer um bil hálfan mánuð á ferðinni Uxarnir eru heldur stirðir og hægfara en sterkir munu þeira vera.

Hveiti kartöplum lauk og ýmsu fleira hefur verið sað hjer og lukkast nokkuð einkum vestan verðu þar hefur Hveiti sprottið vel en men eru í vandræðum með að mæla það Jóhann nokkur Straumfjörð ættaður ur Hnappadalss. sendi eptir mjer 4 november og var jeg hjá honum í 3 daga að smíða Vindmillu hjól hann er smiður en hefur aldrey sjeð vindm. þá mátti jeg ekki vera lengur því Stefán vildi að jeg kæmi heim, þá kom

jeg til Halldórs og Guðnýar Sigmundsdottir og var hjá þeim nótt þau eru í nokkrum efnum Guðný var að óska að Markús og Guðrún væru komin til sín, þar útvegaði jeg Steina og Sigfúsi húsnæði ef þeir þirftu á að halda. Jeg fjekk brjef frá Steina 17. Nóvember hann kom í Selkirk 1 n.ób. og gerði rað fyrir að verða þar í vetur hjá systronum sem jeg hef áður getið um hann lá 5 vikur á Spítalanum í Larensfljótinu og sagðist ekki mundi þola þúnga vinnu fyrir Nýár Leifur var þá frískur og þau eptir vonum, heirt hef jeg að Sigfús og Olöf væru þar líka A Sunnud. 1. í Jólaföst var hjer messað og gjörði það Sr Magnus og flutti hann allgóða ræðu við Guðný fórum þangað og er það nokkuð lengra en til Grenjaðarstaðar en litlu stúlkur vóru heima hjer hjá únglingum, hjá Stefáni er stulka á 12. ari og dreingur á 15 ari líka eru hjer hjón í húsi á blettinum skamt fra og á Stefán það hafa þau 3 stulkur nokkuð stalpaðar þau eru af Suðurlandi heita Hákon og Helga Sra. Arni á Skútustpðum þekkir þau, þau voru í hans sokn, Þegar vatnið var lagt foru þeir Stefan og Kjartan sonur hans 10-12 mílur norður á vatn til Hvítfiskaveiða (drengurin for líka og var rúma viku) var jeg þá einn heima að passa gripina og netinn sem voru undir ys) þeir liggja í kofa hafa þar Stó og rúm en koma heim um helgar. hjer er aldrei vitjað um net á S.d. Lítill hefur verið hvitfisks abli jeg er búinn að fá 40 í mín

net þau eru 3 en stutt ekki ekki nema um 20 faðma þau eru vanalega 30 f. Tíðin hefur verið svo goð í haust og vetur að það er ekki hægt að hugsa hana betri eða skemtilegri optast frostkali um nætur en solskin á dagin Uxar Stefans gengu uti þangað til viku af Jólaföstu þá var orðið grátt í rot en nú er föl valla í ökla dípstu skaflar í kálfa, það hefur líka aldrey verið eins góður þessi kafli vetrarins síðan Stefan kom til Ameríku í þessum parti landsins aptur hafa verið mikil frost og snjór hjer austar bæði í Qvebeck og Bandaríkjonum

Við vorum á fæði hja Stefani í 3 vikur þá fjekk jeg til lans hjá St í Skogum 1 sekk af hveiti og kaffi og sikur, við drekkum kaffi á mornana 2 bolla og brauð með kl 9-10 borðum við graut og mjólk eða skirhræru kl 12 fisk og kartoplur tevatn og brauð á eptir kl 3 kaffi kl 7 grautur og mjólk eða mjólkurgraut stundum fiskur. af Baldursheins smjörinu eigum við eptir en dálítið Mjólk höfum við hjer nóga Björg er svo góð við litlu stúlkur eins og hún ætti þær og máske betri og lætur á hverju máli í 2 könnur mjólk handa þeim. þær eru báðar vel frískar og koma sjer vel Marja litla er líka þæg og skemtileg hún talar stundum um dorra og Streinu og Siggu Jeg lifi en þá við þá von að eitthvað af kunningum mínum og máske ættingum komi á eptir til Nýa Islands það er að sögn manna affarabesta nýlendan fyrir efnalitla þó Hallgr. á Ingjaldsstöðum komi fer hann til sistkina Sigríðar svo jeg bíst ekki við að sjá hann framar í þessu lífi svo getur orðið um fleir að þeir stefni í aðra att.

Myndir:123456789