Nafn skrár:AndFje-1893-03-06
Dagsetning:A-1893-03-06
Ritunarstaður (bær):Hvítárvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Andrés Fjeldsted
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1839-10-31
Dánardagur:1917-04-22
Fæðingarstaður (bær):Fróðá
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fróðárhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Snæf.
Upprunaslóðir (bær):Narfeyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skógarstrandahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Snæf.
Texti bréfs

Hvítárvöllum 6/3. 1893.

Kæri sír Einar minn!

Jeg er ekki svo skini skroppin að eg viti ekki, að ekki tjáir að kvarta þó maður megi filgja ástvin sínum til grafar og standa eptir á bakikanum, eins fyrir því, þó

maður hefði kosið kosið að vera í hans stað lagður lík í stað hans og

þurfa ekki lengur, að sjá hinar kærustu vonir kverfa þannig. En er mér nokkru ljettara að sjá vonir mínar bregðas í Lárusi mínum? mér fyndst það ekki. Sjúkdómur

hans er mjög hættulegur og jeg er varaður við, að láta hann í nokkru falli hafa neitt öðruvisi en hann vill meðan honum ekki Verður

leitað alvarlegra lækninga, og mér er gefið í skin að hérá landi sje það hæpið. Drengurinn hefur nú beðið mig að lofa sér að hætta um tíma of því hann ekki finni

sig mann til að halda áfram meðan hann sje eins og hann nú er, og segist þó vita hvað hann gjöri mjer á móti, það er því skylda mín, að brjóta minn vilja, af því jeg

veit að hann hefur í seinustu lög farið þessa á leit. Ef svo ólíklega skyldi verða að honum skánaði, þá langar mig þó til að reyna síðar. Að fá á honum yfirheirslu hér

heima, er líklega ekki hægt til vorsins, en gjarna vildi eg reyna það. Fyrir gefið mér þettað riss

sem eg rispa í augnabliki ekki alfrískur; annars kæmi eg sjálfur að finna yður. Jeg er ykkur hjónum þakklátur fyrir drenginn og mig.

yðar einlægur-

AFjeldsted,

Myndir:12