Nafn skrár:GunOdd-1876-06-18
Dagsetning:A-1876-06-18
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 18 Júní 1876

Elkulegi bróðir!

guð gefi þjer allar stundir gleðilegar. það lítur svo út að jeg sje búin að gleima því sem jeg lofaði þjer n.l. að skrifa þjer þegar jeg væri komin hingað en til þess að sína þjer að það sje ekki skrifa jeg nú þennan miða þó hann verði frjetta lítill. jeg býst við að þú hafir sjeð brjefin sem jeg skrifaði M. og Steina þó þau væru frjetta lítil. jeg var altaf að byðja að Herta kæmi því það var von á að hún kæmi með timbrið sem við ötluðum að smíða úr fyrir vestan og hef jeg hlakkaði jeg mikið til að fara með henni vestur bæði til að sjá landið og vegna þess að jeg sá að maður gat haft gott af því, en nú þegar hún kom feingum við að vita að timbrið situr á Barkinum sem enn er ó komin og eingin veit neitt um og menn eru ornir hræddir um að sje ef til vill farinn í ís svo að líkindum förum við ekkert vestur nema því að eins að hann verði komin áður en hún fer, hún liggur hjer nokkra daga enn því það var sendur maður vestur á Skagaströnd til að byðja um að hún mætti leggja upp eittað hjer af farminum því hún átti að fara þángað með alt nema

lítið eitt af mjöli og Baunum, en nú vonast jeg eptir að Húsav.skipið sje komið því það var hjer með hesta út fyrir, og hefur ykkur verið orðið mál á því, jeg hef verið heima leingst af síðann jeg kom en nú í kvöld áttum við fram að Laugalandi að smíða fyrir Eggert Gunnarsson og verðum þar næstu viku og þikir mjer gaman að því það getur verið heilsu bót að því bæði fyrir sál og líkama að lipta sjer dálítið upp en jeg má samt ekki annað segja en að mjer líði vel, og húsbændurnir eru mjer góðir, en þó að hugurin sje að hlaupa norður stundum þá er ekki hægt að gjöra að því það verður að lofa honum það. honum finst að hann eiga þar eitt hvað sem hann vill vera hjá og getur það verið að það sje að nokkru leiti satt því brjef hef jeg feingið frá fleirum en jeg átti von á þegar jeg talaði við þig seinast bæði út að Laxamyri og hingað og var sent með það gagn gjört úteptir kvöldinu áður enn jeg fór uppeptir á samt sendíngu sem mjer kom mikið vel - það er nú farið að slá útí fleiri sálma hjer á þessu blaði en átti að verða en það gjörir ekkert til því þú lætur aungann sjá þetta blað og best er að láta eldin geima alt sem eingin má sjá en þó fími jeg því ekki.

Jeg skrifa aungum nú nema þjer og verður þú að bera kæra kveðju mína öllu skild fólki og Hallgrími á Grenjaðarstað og seigðu honum hvurnin mjer líður. gaman þætti mjer ef þú skrifaðir mjer og segðir mjer eitthvað í frjettum og hvurnig búskapurinn geingur fyrir pabba og hvurnin hefur viðrað og hvurt þið hafið mist af lömbonum og hvurninn gróðurinn er og mart fleira hvurt það er afli í vatninu og hvurt þeir ætli að fara margir til Ameríku. Nú er Lambertsen komin híngað og er hapt eptir honum að skipið eigi að koma híngað 30. þ.m. og dvelja eitthvað sólarhring og fargaldið hjeðann og til nýa Islands sje 100 og þó þarf maður að kosta sig til Einglands og aptur frá Cvebekk eitt hvað af land veiginum fyrir vestan hvernin líst þjer á? seigðu Guðmundi í Hjallhúsum að Triggvi sje ekki komin en að vestan því hann bað mig að fynna hann

þegar hann kæmi, það er annars ólíklegt að hann hafi efni á að komast ef það er satt þetta sem sagt er um fargaldið.

Ekki veit jeg hvurnig þessi miði kemst því ekki veit jeg af neinni ferð núna en jeg atla að byðja Jón minn Erlendsson fyrir það af því jeg fer burtu, hann er nú sá eini sem jeg þekki hjer.

jeg byð að heilsa nafna mínum mikið vel vertu svo elsku bróðir best kvaddur af

Gunnlaugi

Myndir:123