Nafn skrár:GunOdd-1876-10-29
Dagsetning:A-1876-10-29
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 29. Oktober 1876

Elskulegi góði bróðir!

Mitt ynni legasta hjartans þakklæti á þetta gráa blað að færa þjer fyrir þau tvö brjef sem jeg er nýlega búinn að fá frá þjer og er jeg nú eingin maður að borga þau en jeg verð samt að láta þig njóta þess að það er Sunnudagur í dag og láta hugann dvelja hjá þjer og kunningonum fyrir norðan mjer brá í brún í gjær kvöldi þegar jeg kom heim og sá framan í H. í kokkhúsinu því þá átti jeg sannarlega ekki von á að sjá nokkurn mjer kunnugan en það verður opt þá varir minnst. - Frjettir eru aungar jeðann enda seigir Halldór þær ef nokkrar væri sem þú hefur ekki heirt við erum altaf að smíða og leiðist mjer það ekki enda læður húsbóndin eða rjettara sagt meistarin mig sjaldan gjöra það sem lakast er og þessa viku sem leið var jeg að smíða snúnatröppu eða stiga upp á loptið og er það gróflega vandasamt smíði og á jeg mikið eptir við hana en vonast þó eptir að jeg geti leist hana skammar lítið af hendi. Það sem þú spirð mig eptir nafna þínum þá svara jeg því á þá leið að mjer leist heldur vel á dreingin mjer síndist hann vera hægur og stiltur en hann er ósköp pasturslítill þegar jeg kom þar í sumar þá

reiddi jeg hann fyrir aptan mig þar út að einum bæ og það sem hann talaði við mig fjell mjer heldur vel og gustuk held jeg það væru fyrir þr að taka hann það dó að vísu þetta yngsta barn þeirra í haust en það gildir það sama það er of mart eptir samt því börnin sína það að þau hafa haft einhvern tíma lítið og Guðmundur er að verda heldur heilsulítill hann er bæði klæðlaus og hefur bæði lítið og ónotalegt viðurværi.

Það þikir mjer ólíklegt að jeg verði búinn að binda mig um eptir komandi tíma þegar jeg fynn þig því jeg vonast eptir að það verði einhvurn tíma í vetur og fyrir þann tíma sem þú nefnir þó jeg sje nú farin að kunna allvel við mig hjer og eitt til merkis um það er að skáldskapar gáfan er farin að lifna og atla jeg að lofa jer að sjá sumt af því sem jeg hef gjört að gamni mínu þegar jeg hef verið einn þú ferð með það eins og annað sem jeg hef beðið þig fyrir en samt verður þú að láta mig vita hvurnig þjer smakkast á grautnum. jeg þori nú ekki annað en fara að slá botnin í þetta brjef því nú atla jeg að fara að hátta og þarf á fætur kl. 5. jeg bið osköp vel að heilsa öllu skild fólkinu og byð að guð gefi þjer og því goðann vetur og ukkur líði ætíð betur en fær beðið Gunnlaugur

Hjer með sendi jeg þjer umslög og byð þig að virða á betri veg þó ekki sjeu fleiri goða nott góða nott!

Til Snorra Oddsonar að Geitafelli

Myndir:12