Nafn skrár:GunOdd-1877-01-22
Dagsetning:A-1877-01-22
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 22 Janúar 1877

Elskulegi bróðir!

Guð gefi þjer og þínum allar stundir gleðilegar, hjartanlega þakka jeg þjer fyrir síðast og alt bróðurlegt mjer auðsínt Jeg vonast eptir að þú sjert búin að frétta hvurnig mjer gekk heim því jeg skrifaði Hallgr. sama kvöldið og jeg kom því hjer var þá staddur maður norðan úr Reykjad. sem jeg sendi brjefið með, en í fæstum orðum að segja gekk 0 mjer seint en slisalaust og kom híngað á Sunnudags kvöldið en síðan hef jeg setið heima nema þrjá daga var jeg út á Oddeyri en á hverjum degi hef jeg verið að smíða og byrjaði strax á mánudags mogunin. Jeg bíst nú við að þetta brjef verði farið að migla þegar það kemst til þín því jeg sendi það ekki fyr en með Sveinbirni þegar að hann kemur að vestan og þá atla jeg að senda kaffið til Sigríðar sem Pósturinn bað mig fyrir, en jeg skrifa þetta svona snema vegna þess að jeg Hettusóttinn er farin að heimsækja þá hjer Bæjar

búana og það geingur hvur um annan þveran með kjálka skjólum götunnar og jeg held að Bjössarnir báðir sjeu að falla í valin, en jeg er að kalla hraustur jeg hef annars haft í þrjá daga ofur lítin eitil bólgin undir vinstri kjálkanum en það gjörir mjer ekki neitt það er svo lítið en jeg er hræddur um ef hún hleipur í púngin á mjer þá verði jeg ekki góður að skrifa og atla jeg því að ljúka því af áður, jeg var annars svo klókur að jeg fjekk mjer meðöl við því ef hún heimsækti mig þar, hjá sjera Magnúsi.

Ekkert get jeg sagt þjer í frjettum nema að mjer líður vel, og ekkert hef jeg minnst á eptirkomandi tíman við Húsbóndann en mjer fynnst það freklega á mjer að jeg muni ekki verða kjur hjá honum hvað sem hann býður því það er svo leiðin legt að vera svona bundin og láta aðra ráða fyrir sjer eins og barni þó það sje nú hollast eftil vill fyrir mig þá eiri jeg því ekki leingur. nú atla jeg ekki að skrifa meira í kvöld heldur fer jeg að hátta en segi þjer aptur annað kvöld hvurnig heilsan veðrðurverður þá Guð gefi þjer góða nótt og góða drauma og aptur heilum upp að rísa, æðstan Guð að lofa og prísa.

Gott kvöld! nú er jeg þá sestur niður aptur til að rita á þetta stóra blað, heilsan er enn hin besta og er jeg glaður yfir því Björn Stefánsson hefur legið í dag í eisna bólgu og ber sig aumlega jeg hef samt verið að lækna hann svo nú er hann á batavegi.

Gaman þækti mjer að ef þú skrifaðir mjer og segðir mjer hvurt nokkuð hefur bæst í Geitafells búið af fólki síðan seinast jeg spurði Hallgr. hvurt hann mundi vilja fara þangað og tók hann því ekki fjærri en þótti þó heiskapar leisið ýllt en samt heirði jeg það á honum að hann vill komast í hverfið aptur. Líka spurði jeg Guðnýu 0 blátt áframm hvurt hún mundi vilja fara þangað ef hún irði beðin því jeg hjeldi að þar vantaði vinnu konu og sagðist hún ekki vita það. meira vildi jeg ekki tala við hana út í það í það skipti því alt er í svo miklum efa fyrir mjer og í raun og veru fynnst mjer að jeg ekki geta elskað neina stúlku hjeðanaf en sje þó að það er heimska, því án þess er lífið eintómt mirkur og maður getur ekki notið lífsins eins og ætlast er til ef maður er eins og til beri í veröldinni. þar að auki er ef til vill fult svo

hætt við ýmsum löstum í einlífinu því þá er maður svo laus og ekki við neitt bundinn, og þó að manni þykji þetta frjálsræði gott á líku skeiði og jeg er á þá er jeg hræddur um að maður geti yðrast eptir því síðarmeir að hafa eidt bestu áronum til einskis. og einhverja stefnu verður maður þó að taka í lífinu ef maður á að vera maður en þær vilja stundum misheppnast, jeg fór híngað í þeim til gángi að komast leingra á skeiði metorðanna til þess mjer kinni þá að verða sigurin vísari en nú er hann mjer horfin að fullu og þarf jeg aldrei að vænta eptir honum framar, og er jeg ekki en búin að skilja í hvurnig á því stendur öllu saman en það var samt ekki nema það sem jeg hafði búist 00 við gæti komið fyrir og gæti jeg eftil vill sagt þjer greinilegra frá því öllu seinna en jeg hef gjört, nú er víst mál að fara að hætta þessu heimsku tali þú lætur aungan sjá það nema eldin því það er þar best geimt, jeg byð að heilsa litla nafna og svo öllum mjer skildum og síðan óska jeg þjer og þínum allra heilla og hamingu hjer og síðar meir, þess óskar þinn einlægur bróðir Gunnlaugur

þú skalt ekki halda að mjer hafi nokkuð snúist hugur frá því sem jeg mintist á við þig, hvurnin sem þú skilur brjefið, heldur er jeg alveg sá sami.

Myndir:123