Nafn skrár:GunOdd-1877-01-31
Dagsetning:A-1877-01-31
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 31 Janúar 1877

Elsku bróðir!

Kjær lega þakka jeg þjer fyrir brjefið þitt mjer líkaði það ágætlega nú er ekki tími til að hafa langan formála hann er líka optast þíðíngar lítill ekki er gott að frjetta af gamla ástandinu og ílla er jeg undir það búin að fara í L.v. í vor til að taka við búinu!! og vildi jeg helst komast hjá því en þar hefði líklega verið best að jeg hefði aðsetur mitt ef kostur hefði verið ýmsra hluta vegna því hræddur er jeg um að jeg komi norður í átthagana í vor þó situr alt við það sama og um dagin þegar jeg skrifaði þjer, einu gilti þó þú færir ekki til Guðnýar því Presturin er búin að taka hana af mjer „jæja sagði jeg þá" það situr við það, jeg ætti ekki að vera lengur en hann svo gamall maður að snúa mjer og

taka af honum mekku aptur í staðin en ein er skrattin mestur jeg er svo hræddur um að það lukkist ekki, en þó er jeg nú til með að skrifa henni bónorðsbrjef hvurnig líst þjer á það? hún ætlar nú að vísu vestur en jeg veit ekkert hvurt henni er það ljúpt eða leitt en mjer þikir nú vest að geta ekki fundið hana en um það er ekki að tala, en hefði jeg náð í stelpuna þá hefði jeg verið til með að fara í Lv. það er að sega ef hún væri með Ingibjörg sagði mjer optar en einu sinni hjer fyr á tíðum að hún vildi helst að jeg feingi Mekku ef hún feingi ekki að njóta mín og það hygg jeg að hafi verið að hreinu hjarta talað og af því að hún áleit hana góða stulku hún mintist líka á G. en af því að hún væri heilsulítil þá væri það síðar ráðlegt fyrir mig, hvurnin líst þjer á skrafið? mikið er jeg nú búinn að segja þjer en það er líka óhætt jeg hef nú aungan að ráðgast við nema þig en þú ert of lángt frá mjer að vísu geingur stundum betur að láta pennan mála hugsanir mínar en orðin en það er þó leiðinlegt að þurfa að láta hann

gjöra það æfinlega en það verður nú að vera svo að sinni jeg trúi að jeg geti nú ekki talað um þetta meira í þetta sinn þú geimir það alt hjá þjer og skrifar mjer ef þú getur og færð það seigðu siskinum okkar að jeg hafi ekki komist til að skrifa þeim í þetta sinn en mig langar til að gjöra það optar með Jónatan. jeg byð að heilsa nafn litla og svo öllum, liffu ásamt konu og börnum í guðsfriði um tíma og eylífð, þess óskar bróðir þinn Gunnlaugur

Myndir:12