Nafn skrár:GunOdd-1877-02-16
Dagsetning:A-1877-02-16
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri

16. Febrúar 1877

Elskulegi bróðir!

Guð gefi þjer allar stundir gleðilegar jeg gjöri það að gamni mínu að láta þennan miða hlaupa með Jónatan þó hann verði fá tækur því nú hefur ekkert drifið á dagana markvert síðan jeg skrifaði þjer seinast nema Hólabændunnir komu hjer um dagin til að byðja mig að vera hjá sjer í vor að smíða Baðstofu og langar mig til að gjöra það því þá hef jeg nó að gjöra í alt vor en ef jeg fer norður strax um skildaga er jeg hræddur um að jeg fái ekki vinnu en í vor þarf jeg að vinna mikið ef jeg get svo jeg geti borgðað eitthvað í hrossinu sem jeg atla að kaupa því jeg hef ekki við neitt að stiðjast nema hendunnar á meðan jeg nenni að brúka þær og guð gefur mjer heilsu tli þess, en ef jeg að nokkur breitíng þarf endilega að verða á kjörum foreldra okkar þá þarf jeg endilega að vita það svo fljótt sem

mögulegt er því það segir sig þá sjálft að jeg get ekki verið í Holum en verð að fara norður svo fljótt sem jeg get í vor. Hvurnig leist þjer á brjefið mitt seinast jeg er hræddur um að það hafi verið ílla, en þá hefðir þú átt tafarlaust að skrifa mjer kröftugt skammarbrjef og segja mjer að steinþeyja en af því að þú hefur ekki gjört það þá sendi jeg nú Mekku brjefmiða hvað sem út af því kemur jeg byst ekki við góðu en vildi þó að það gæti lukkast ef það gæti geingið alt með góðu en guð ræður. jeg er ekki vel upp lagður til að skrifa í kvöld jeg er svo latur en er þó í alla staði vel frískur og hef verið eins og Jónatan getur sagt þjer, jeg byð kjærlega að heilsa konu þinni og börnum, guð almáttugur leiði þig og þau á lífsins vegi, það mælir þinn ónttur bróðir Gunnlaugur

22 Jan E.S.

Kæri bróðir!

Af því það hefur dregist svo leingi að Jónatan færi þá rjeðst jeg í að brjóta upp brefið aptur til að vita hvurt jeg gæti ekki bætt neinu við það sem komið var áður og verður það

þá fyrst að jeg atla að byðja þig umfram alt að skrifa mjer og segja mjer alt það sem þú heldur að jeg hafi gaman af að vita og svo sjálfsagt ef það væri nokkuð sem þú hjeldir að jeg þirfti að vita viðvíkandi eptir komandi tímanum, ekkert veit jeg hvar jeg sest að þegar jeg kem norður en jeg sje að mjer væri í marganmáta hentugast að vera á Langav. en það líklega getur ekki látið sig gera vegna þreingsla bæði ynni og frammi ef Jón stækkar ekki baðstofuna, eitthvað verður þú líka að segja mjer hvurnig þjer líst á alla vitleisuna hjer að framan sem jeg hef sagt þjer og líka ef þjer einhvurra hluta vegna líst ekki á það fyrir mig að vera hjá þeim á Hólum í vor því þá þarf jeg að láta þá vita það strax mjer hefur dottið í hug að það muni verða komið Brjefum frá Grenjaðarstöðum í Póstin og væri þá gott ef þú gætir látið miða fljóta með því þá verð jeg þó ekki farin út í Hrisey en úr því er jeg hræddur um að við förum að fara ef tíðin verður góð en þá býst jeg við að geti dregist að jeg fái brjef ef jeg verð ekki búin að fá þau áður en þó koma þeir opt hjer úr Eyjunni svo þau ættu að geta komist með tímanum, nú bíst jeg

við að þjer þiki bænin orðin nógu laung en brjefið lítið hafa batnað við hana en jeg segi þjer alt sem mjer dettur í hug og kæri mig kollóttann nema læt það fjúka því jeg vona að þú fyrirgefir þó eitthvað sje barnalega huxað heilsaðu frá f mjer litla nafni guð veri með ykkur og gefi blessun sína þess byður Gunnlaugur

Myndir:123