Nafn skrár:GunOdd-1877-05-13
Dagsetning:A-1877-05-13
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri 13 Maí 1877

Heill og sæll goði bróðir!

Besta þakklæti fyrir brjefið með Halld. sem mjer þótti væntum af því það færði mjer frjettir um smíðið á Húsavík annars vissi jeg vel um það því Guðjónssen var búin að skrifa Joni og byðja hann að smíða þetta fyrir sig eða útvega sjer þá mann en Jón skrifaði honum aptur og sagði ef hann vildi býða þangað til einhvurn tíma í Júni þá gæti hann máske gjört það en að öðrum kosti gæti hann feingið mig en þetta skrifaði Jón án þess að jeg vissi nokkuð af en jeg var eins og þú veist búin halfpartin að lofa Hólabændum að vera hjá þeim en þegar jeg heirði þetta þá langaði mig til að losast við það og geta farið norður einkum ef jeg hefði von um að geta orðið yfir smiður því það er um að gera að geta feingið einhverja byrjun og ef að hún tegst

bæri lega þá er valla að kvíða að það geti ekki orðið optar jeg er búin að útvega mann í staðin mín framí Hóla og hef fundið Hjálmar og hef jeg von um að þeir gjöri sig anægða með það en þó mun þeim þikja það heldur lakara. Nú hefur Jón feingið brjef frá Guðjónssen og vill hann byrja strax og skipið kemur en nú veit jeg ekkert hvað Jón gjörir honum mun þykja slæmt að missa af smíðinu grunar mig ef hann getur annað láttu aungan vita neitt um þetta sem jeg skrifa þjer því jeg vil ekki láta það frjettast að jeg atli að verða fyrir húsinu ef þá verður ekkert af því jeg atla að koma fyrir Trínitatis helgina en líklega ekki fyr en á Laugardag jeg byð að heilsa Marju og Steina og seigðu þeim að jeg hafi ekki getað skrifað þeim Halld. getur sagt hvað jeg hafi verið að gjora svo mun hann segja þjer fleira af mjer svo sem um hesta kaup og þess háttar

„lifðu sæll um langa tíð og lífsins aldrey hyrta um stríð" Gunnlaugur

að jeg færi í Hóla fyrir arsmann hefur aldrey komið til orða

Til Snorra Oddssonar að Geitafelli

Myndir:12