Nafn skrár:GunOdd-0000-00-00
Dagsetning:
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Akureyri

Ætíð sæll góði bróðir!

Jeg þakka þjer kjærlega fyrir tilskrifið með nöfnonum og sömuleiðis fyrir brjef sem jeg meðtók frá þjer 7. Jan. ásamt brjefi frá marju og Steina og Jóni Þorarinssyni sem hann hafði skrifað á Landhaugum og þótti mjer hálfskrítið að þau skildu verða öll samferða en það var svo merkilegt að jeg vissi ekkert hver kom með þau því þau vóru afhent nafna mínum hjá Laxdal en hann vildi ekki eiga þau og færði mjer svo miðana og jeg hafði þá ekkert á móti því að taka við þeim en þá var jeg út í Möllers búð að smíða og hafði ekki tíma til að lesa þau en þó stalst jeg út um síðir til þess (þarna skilur þú hvað frjáls maður er við smíðaannar þetta kalla jeg nú ófrelsi eða er það ekki óhætt)

Ekkert er jeg ráðin í hvurt jeg verð hjá Hóla bændum eða ekki jeg að vísu er búin halfpartin að lofa þeim því en sagði að það gæti þó skeð að jeg gæti það ekki en þeim er mjög

áfram um að fá mig, og vilja mig helst af öllum hjer og atla jeg þeir að fá gamla Magnús á Arnarvatni til að vera með mjer því jeg sagði að mjer þægti ílt að vera einn eða jeg væri hræddur um að það geingi af seint því þeir sögðust líka máske byggja Búr og eldhús og sá jeg að kallin gat þá verið við það, - Jeg líklega þarf ekki að segja þjer það sem skeður rjett í kríngum þig en þó atla jeg að geta um eitt sem er það að Sra. Magnús hefur bæði Sigurjón á Laxamyri að taka sig í húsmensku og hefur hann gefir honum kost á því en þikist þó niður ekki eiga hægt með það nema með því móti að byggja kvist vestaná Húsinu þetta hefur hann skrifað Jóni og ef nokkuð verður af því þá er sjálfsagt að jón verður þar þó hann þikist ílla geta það og þækti mjer þá skemti legra að vera þar heldur við það heldur en að h vera hjer ynnfrá því jeg ýminda mjer að hvurki Jón nje hann hefðu neitt á móti því að lofa mjer það en mjer þikir nú vest að vita ekki þetta í tíma því jeg atla mjer að útvega mann í

staðin mín framí Hóla ef jeg fer ekki þangað sjálfur og það á jeg hægt með nú sem stendur og þó það dragist dálítið því það er einn sem 00000 útí Eyjunni með okkur

þú býður mjer að „útvega mjer sama stað ef jeg segi þjer hvar þú átt að reina það" en það er meinið að jeg veit það ekki sjálfur jeg vildi helst geta verið á Langav. en það er líklega ómögulegt fyrir þreingslum en þó hef jeg verið að huxa um að það væri ekki mögulegt að koma fyrir rúmi uppyfir rúmonum suður við stafnin og þá yrði jeg ekki til þreingsla á nætunnar en þó er eitt á móti því og það er það að Klukkan gæti þá líklega ekki verið þar sem hún er en það er vest að það er eins þraungt frami og Smiðjan er líklega eins og hún var en það getur þó skeg að mig langi til að smíða eins járn dálítið ef jeg get nokkuð smíðað á annað borð en þó fynnst mjer að eingin staður vera mjer jafn hentugur upp á svo mart og eitt er það að ef jeg hefði hest þá er hann jafn nærri okkur Pabba báðum hvur okkar sem þirfti að brúka hann en þá er nú að tala um Brekknakot þar er plássið betra í baðstofunni einkum og jafnvel frami líka eikum ef þ. rífur Bæjardyrnar og skemuna eins og hann gjörði halfpartin ráð fyrir við mig í vetur, en jeg er hræddur um að þar sje heldur leiðinlegt einkum af því að Markús fer burtu hann bauð mjer í vetur að ljá mjer Guðrúnu sína til að þjóna mjer ef jeg færi

þangað var það ekki vel boðið? en hvar sem jeg verð þá verð jeg líklega einn míns liðs því það líklega vill eingin fylgja mjer framar það er að segja af þeim sem jeg vil kjósa mjer til fildar jeg tala nú betur um þetta þegar jeg fynn þig sem jeg sem jeg vona að verði í vor því mig lángar til að koma norður snema í Júní þó jeg verði í Holum sem mjög er óvíst eins og jeg er áður búinn að segja. jeg byð að heilsa öllum. Sá sem skapti lög a og láð, lífs þjer vegin greiði. þess um eilífð njóttu náð, sem negldur á drossin deiði

Gunnl. Oddsson

Myndir:123