Nafn skrár:AndFje-1893-04-03
Dagsetning:A-1893-04-03
Ritunarstaður (bær):Hvítárvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Andrés Fjeldsted
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1839-10-31
Dánardagur:1917-04-22
Fæðingarstaður (bær):Fróðá
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fróðárhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Snæf.
Upprunaslóðir (bær):Narfeyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skógarstrandahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Snæf.
Texti bréfs

Hvítárvöllum 3/4. 93.

Kæri sír Einar minn!

Beztu þakkir fyrir á Borg og filgdina síðast. Dálítið er Lárus mínum að batna, svo nú ælltar hann að fara að reyna að lesa upp eptir Páskana, er búinn að lesa kverið,

Mjög líklegt að hann ekki verði maður til að ganga undir próf í vor eða sumar þó hann gæti það vegna kunnáttu leysis - jeg vil hafa þín ráð, og skal verða þægur,

Vegna þess, að þar vantar mig þekkingu. Ekki er farið að eiga mikið í laxamálinu en, og líklegt það dragist þar til í vor, en þá vildi eg eiga

þig að, því á það mál sættist jeg ekki,

þar jeg er sannfærður um, að hatur og öfund er þar ástæðururnar, en sýslumaður er skyldugur að taka það fyrir,

ef einhver kjænir - mér þikir verst, að ná ekki í Jóh, á Svarfhóli sem er "pottur og panna" í þessu, en þikist nú hvergi nærri koma. Ekki þorum við

að senda bækurnar vegna úrkomu. ?? Rökfr. Arnl. verð eg að segja,

að ég sé ekki að hann hafi st sumstaðar brúkað hin beztu orð, en sumstaðar skil eg hann ekki, og eg skyldi trúa, þó

sögð væri auðfræðin betur ritin.

Fyrirgefðu -

þinn einlægur vin.

AFjeldsted

Myndir:123