Nafn skrár:GunOdd-1888-08-25
Dagsetning:A-1888-08-25
Ritunarstaður (bær):Seyðisfirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Gunnlaugur Oddsson
Titill bréfritara:smiður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1854-03-18
Dánardagur:1931-03-21
Fæðingarstaður (bær):Keldunesi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Kelduneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Seyðisfirði 25 August 1888

Kjæri broðir

Það er þá komið svo að jeg er kominn hingað og fer líklega lengra þó mamma sje ekki með og byð jeg betur að heilsa ollum betur en jeg beðið en einkum henni, jeg fer í þeirri von að ef að hún lifir þá geti hún máske komið aptur að vori ef jeg verð þá svo að jeg geti tekið á móti henni og jeg áleit það vera fult svo skinsamlegt eins og fara með hana líka og vera alveg alslaus þegar maður kemur til Winnigpeg (þangað hef jeg tekið farbrjef og Steini líka jeg gat hjalpað uppá hann ögn) Af Husav. fengum við vesta Stórsjó og Illveður svo flestir vóru í rúmum sínum (Jakob skrifað í Klambrasel og getur þú fengið að sjá brjef hans í einu orði var hjer ekki annað að heira en óp og tannagnístran tveir vóru samt altaf á flakki eða fyrir það mesta og var það Kristján frá Ytritungu og Olafur Torfason og hjálpuðu mikið upp á fólk og var þó ilt aðstoðu því

kopparnir ultu hiklaust hingað og þangað og sumir brotnuðu Jeg fór ofan í rúm þegar við vorum komnir út fyrir Mánár eyar og leit ekki upp á dekk fyr en við vorum komnir upp í Seyðisfjörðinn

Litlu stúlkur voru svo góðar að jeg var hissa í svo vondu þær lúrðu nyður og seldu lítið upp og kúguðust ekki neitt og Marja hafði altaf matarlist Guðný var furðugóð og seldi lítið upp, Jeg kastaði upp tvisvar í gær morgun hingað komum við í gjærkvoldi kl. 8 1/2 þá foru menn að borða og fá ser kaffi, skipið fer ekki fyr en á Morgun því Skypverjar vilja láta folkið ná sjer eptir hrakningin í gjær þeir eru held jeg bestu menn og plassið gott. J dag eru allir friskir en úti er þoka og rigning. Sængurfötin hennar mommu bað jeg Sigríði Sigtryggs ekku fyrir og skálina hennar. Svo bið jeg guð að annast þig og þína um tíma og ejlífð.

G. Oddsson

Jeg byð að heilsa Sv. í Klambraseli og lofaðu honum að sjá þennan miða

fyrirgefðu flítirinn

G Oddsson

Ekki gat Þorbergur á Sandholum skrifað með mjer austur hingað en jeg afhenti honum þau skjöl sem hann þarf til að gera það lagalega. Sigurð Jonsson gat jeg ekki fundið því hann var ekki heima en konu hans fann jeg og keifti að henni Mjólk líka gaf hún mjer sætt kaffi og bruð. Hún sagði að Olaur hefði farið næst liðið hust en eitthvað hefði verið boðið upp af eigum hans sem ættu að ganga til meðlags með barninu. Syslumannin gat jeg ekki fundið, þetta byð jeg þig að segja Marju. og svo fylgir því kjær kveðja mín.

Þinn sami broðir G Oddsson

Steini byður að heilsa þeim hefur liðið bærilega

Ferðin af Seyðisfyrði

27 August. Nú er verið að leisa upp að Seiðisfyrði á s.d.m. kl. nærri 8 blíða logn og besta veður þoka heldur sig í fjöllum en sjest fyrir flestum fjalla tindum (í Seiðisfyrði þótti mjer verulega ljótt) kl. 9.1/2 búið að borða og drekka kaffi blíða logn sjest ekki til lands fyrir þoku kl. 10 er lagst á Selstaðabugt kl. 11 1/2 búið að lesa. Sama þoka allan daginn allir voru frískir.

27. kl. 5 kom jeg upp á dekk engin komin á fætur af ferða folki þoka í fjöllum og stórrigníng kl. 5 3/4 farið á stað af Selstaðabugt minni úrkoma logn en nokkur þoka kvika kl. 12 3/4 komnir á Fáskrúðsfjörð sumt af kvennfólki seldi upp á leiðinni og einstöku barn. Rakel einu sinni Marja frísk jeg altaf á flakki og af og til uppá dekki en þær voru í rúminu nú er hæg sunnan gola en þoka í fjöllum í Faskrúðsfyrði þótti mjer ekki ljótt kl. 4 1/3 fer skipið á stað til baka á Reiðarfjörð kom þangað kl. 10 em

28 norðan stormur kaldur koka í fjöllum þar hitti jeg Sigurbjörgu Halld.d. hun var í vinnu í húsi þar sem skipið lág (það lag við svo nefna Sljettueyri þegar hún frjetti að jeg var á skipinu þá gerði hún mjer orð að hún vildi hjálpa mjer um mjólk og

for jeg þa í land og fann hana og síðan heim til hennar (það var lítið leingra en svo sem ofar á Selið) þar fjekk jeg sponamat að borða og pott af mjólk svo þegar jeg fann hana á Eyrinni vildi hún ekki taka við neinni borgun en hún var svo bundin í vinnunni að hún mátti svo sem ekkert tala við mig og þótti henni það slæmt. heim til Halldórs gamla sá jeg en ekki gat jeg fundið hann. all fallegt þótti mjer þar. kl. 6 1/2 em fórum við þaðan kulda stormur og hríðar jel í fjöllum allir frískir kl. 7.1/2 komum við á Eskifjörð þar fór Kafteittinn í land og við 3 með honum Jakob frá Skriðu og Jón frá Husavík og jeg og ætlaði jeg að finna Jon Skula að gamni mínu en hann var þá ekki heima. Hús hans þótti mjer fallegt. á Eskifyrði þotti mjer fallegast skipið atti að fara um nottina en Syslu maður bannaði það, svo kom hann mornun2 eptir með læknir og skoðuðu þeir plássið og folkið 29. kl 9 1/2 forum við af Eskifyrði allir hraustir kl. 11 forum við út af Reiðarfyrði sólskin og gott veður þjettur stormur á eptir skipið stefnir milli suðurs og suðausturs eptir Kompas. altaf er jeg meira og minna skakkur attum

eptir sama striki ar farið hjerum bil alla leið til Leith kl. 5 var land að hverfa sjór úfin en ekki vondur segl brúkuð sumum orðið ýlt Rakel selt upp einu sinni kl. 8. 20 mílur frá landi 30. kl. 8 solskin sjór að sljettast nærri logn kl. 11 1/2 sjást Færeyjar kl. 8 em erum við austan við þær stórmur á móti ekki kvass lítil kvika flestir hraustir

31 kl 8 solskin og gott veður hæg suðvestagola fáum yllt kl. 6 em heldur hvassari seglskip á bæði borð Sjettland sjest altaf brukuð segl

1. Sept. kl 6. nokkur stormur á moti með úrkomu skipið ganglítið. (Vjelin hafði ekki nema 25 hesta afl.) fair selt upp í nott kl. 10 1/2 sett upp seggl rugg æði mikið nokkrir farnir að selja upp kl. 3 em mikið kyrrara meiri gangur heilsan við það sama kl. 7 en sama og kl 3

2 Sunnud. kl. 7. gott veður lítil sunnan gola land sjest í vestur og byggingar en óglögt því það er svo langt fra kl. 1 búið að lesa blíða logn og sjór sljettur. Gufu skip fara aptur og fram og seglskip líka mörg. kl. 6. em búðið að seta upp Lóss flagg kl. 7 komin þoka Loss kemur ekki kl. 8 Lagst. Fallegar síndust mjer strendur Skotlands að austanverðu en mjer þótti

vera farið alt of langt frá þeim.

3 kl 4 1/2 Loss kominn kl. 9 3/4 komnir á höfnina í Lith. Svo er þá ferða sagan búinn híngað til landsins eptir því sem jeg get skrifað hana en svo getur verið að aðrir skrifi hana öðruvísi en þeir ráða því. Færeyjar þóttu mjer stærri en jeg hafði ymindað mjer þær

Hjer eptir ætti eingin að skrifa sig til Ameriku nema vera viss um að fá flutning beina leið því það er óþolandi að láta fólk byða á höfnum eins og aðra verslunarvöru senda það síðan þegar þessum útflutníngaherrum þoknast 000 með skipum sem eru að flækjast inn á ymsa fyrði til að taka ull og salt fysk eins og Vaagen gjörði (svo hjet þetta skip) með því móti verður verður fólk matarlaust og þreitt a ferðinni því hver getur búist við að gufu skip sje 11 daga frá Húsavík til Leith mat hafði jeg nógann og eins Steini. hann var nokkuð frískur á sjónum en Rakel og Leifur vesæl og nú er Leifur æði mikið veikur í maganum og svo er það eitthvað meira svo það er því sínt sínist mjer að honum batni en þó getur það orðið því ekki er hann orðin svo enn að maður geti ekki vænst eptir bata

Myndir:12345