Nafn skrár:GunEyj-1891-02-22
Dagsetning:A-1891-02-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Egilsstöðum
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Gunnsteinn Eyjólfsson
Titill bréfritara:skáld,tónskáld
Kyn:karl
Fæðingardagur:1870-04-03
Dánardagur:1910-10-03
Fæðingarstaður (bær):Unaósi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hjaltastaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Icelandic Riaen P.O.

Manitoba Canada

Feb. 22 1891

Kjæri frændi ætíð sæll!

???? þó að þið megum heita alveg ókunnujir aldrei skrifast og valla sjest þá get jeg ekki látið vera að skrifa þjer nokkra línur sem leið og jeg

sendi þjer og ykk?? frændum í Höfn.- þessa innlögðu mindir. Og svo leiðir af því þegar okunnigleikin er svo mikill og jeg veit ekki almennilega

hvernig jeg á að ávarpa ykkur; eða hvað jeg á að skrifa en jeg ímynda mjer að _ einkanlega þar sem þessar línur eiga að verða svo fáar,- þá muni ykkur helst langa til

að heyra eitthvað um haga okkar frændfólks ykkar. _ ef jeg get þá sagt nokkuð frá því _ Annars hafið þið máske frétt eitthvað af okkur úr bréfinu frá Ásfeðgum. Þeir

hafa stundum verið að sejja mjer ymislegt úr Borgafirði og svo um líðan ykkar. líka held jeg Slebbi bróðir skrifi föður þínum svo jeg ætla ekkert að minnast á hann

það er þó fyrst af okkur feðgum að segja að við búum hjer ennþá í u hinu fyrirlitna Nyja Islandi, - á sömu stöðvum og sest var á fyrst

þegar hingað kom. Við erum hjer á vesturbakka Islendinga fljóts og lönd okkar liggja hvort við hliðina á öðru. Jeg er eiginlega á landi pabba. en á land sjálfur eina mílu

hjer frá. Bræður mínir eru giptir Þorsteinn og Sigurður eru giptir fyrir nokkuð mögur árum _ Jeg man ekki hvað mögum og

eiga sín tvö börnin hvor á lífi. Og svo er jeg giptur líka _ til að látast vera onaðir með mönnum _ gipti mig suður í Bandarikjum fyrir 2 árum, og er nú búin að eignast einn

strák. Þið hafið kannske heyrt það að Seselji systir mín dó í fyrra vetur frá manni sínum og einu barni. þau voru búin að vera fjögur ár í hjónabandi,

að mig minnir. þau voru flutt ofan hingað - frá Winnipeg - fyrir tveim árum. Það var stúlka sem þau áttu og hjet Steinunn. Börn Þorsteins heita Eysteinn og Silíus.

Krakkar Sigurðar. Eyólfur Gísli og Guðny, og minn strákhnokki heitir Magnus

Eyrikur Victor. - æ - það er þreytandi að lesa alla þessa nafnarollu. þið getið

strykað hana út ef þjer synist. Jeg og pabbu höfum altafhaft sameignilegt bú og höfum en. Jeg ætla að lesa upp fyrir þjer búslóðina o.s.frv. og bjst jeg við þjer þiki hún

ekki mikil. en þá er að gæta að því, að það er sagt að ekki sje að búat við uppgangi í Nýja Islandi, og að engin geti lifað þar öðruvisi en að vera altaf hálfgert á hausnum

[mynd af kalli á haus] Hlaustaðu þá nú á. Jeg ætla um leið að setja meðalverð á hverju einu með því móti færðu besta hugmynd um eignigna:

tvö lönd (virt til útgjalda af á) 400 hvot) $800.00

Hús og verk á þeim $500.00

8 kyr, 25 kver $200.00

Eitt uxa "uteam" $100.00

fjórur uxar yngri 25$100.00

átta ungviði 15 $120.00

eitthvað 40 kindur 50 $200.00

þreskivjel (ný) $400.00

hálf sláttu og rakstavjel $50

plógur...... $25.00

skuldi sem á okkur hvíla..$300.00

það er nú nattúrlega ekki vist að eigni seldust fyrir þetta ef menn færu að selja út en það er meðalverð, þú getur af þessu sjeð hverng við stöndum. Jeg ællá

að segja þjer dalitið um þreskivjelina jeg er nibuin að kaupa hana, og þessa skuldir sem jeg taldi fram eru mest á henni, það er sú ein af þeim allra minnstu,

þannig átbúin að tveir hestar eða uxar, standa uppí henni uppá palli sem altaf hleypur aptur undan fótum þeirra en við það snyst hjól sem með betli er samteingt við

aðra vjel sem þreskir, það má þreskja i þeim um 100 bushel á dag af hveiti svo er fanning milla samteingd við svo kornið kémur hreint út, menn rækta

hér dálítið af korni mest hveiti, en í fyrra sumar mislukkaðist það mikið vegna rigninga svo mjer vildi illa til fyrir

þreskingarvjelina, en þá að góð ár komi, þá verður hún mörg ár að borga sig

Ef þið sjáið blöðin hjer að vestan þá er ykkur nú allkunugt um líðan Osl. yfir höfuð. Og eitt vona jeg að þið hafið þá sannfærst um, að samlyndið meðal landa hjer

vestra, er ekki betra en i meðallagi. Blöðin blása að kolum. Alt fór í uppnám þegar Jón Ólafsson kom til Lögbergs en stiltits siðan dálitið þegar Gestur kom vestur Nú

er búið að reka Jón Ólafsson frá blaðinu sagt að hann hafi dregið undir sig peninga emð óleyfilegu móti því hann var Buziness Manager þess en ekki veit jeg um

sönnur á því, Hann á nú í deilu við sjera Jón W.H. Paulsen og Sigtr. Jónasson. Álíta margir að nú muni lenda í crisis altsaman. Gestur hefur sig

hægan. Prestarnir vaða ofaní hvern mann með trúarofsa og kreddum. Sjera Friðrik erí Dakota með alla sína krítik. Steingrimur í Minnesota. Hafsteinn Pjetursson á

Argyle en í Winnipeg sitja sjera Jón Bjarnason með alla sína Orthodoxiu Gamli Björn Pjetursson með allan sinn Unitaresmusog séra Jónas Johannsson

með allar sínar kerlingar, og vitleysu. En í Nyja Islandi situr gamli Skjóni með sjera Magnus á bkinu, alveg

utan við allan ofsan. og ekta

literalizmus i honum það sem það er. og NýIsl. þykir vænt um hann, af því hann er ekki sifelt að stagla um trú og helvíti, heldur lætur það "drasl" en - já jeg þarf

ekki að segja ykkur hvurnig hann er. Þið vitið hvernig prestarnir eru á Islandi. Sveitarstjórn höfum við N. I. óníta og gagnslausa frá því fyrsta. Og svo er hjer um fjelög.

Safnaðarfjelag Söngfjelag, bændafjelög, og - kvennfjelög - á annari hverri þúfu sem brenna innan af frelsinu og með einkui til hinna fátæku safnaða, og svo halda þær

hlutaveltu og sjón leiki og selja inngang inn og gefa söfnuðuður - sumt - en sjálfum sjer - sumt - og - já en alt gera þær það með hjálp piltanna. þið hafið ekki þess

háttar fjelög heima? Ekkí! konurnar þær eru ekki komnar á það framfara (apturfara) stig. Nú stánda spámenn Ny-Islendinga uppá sínum miklu sjónarhæðum - fjárhaugum

sínum - og eru að spá rigningnu og bleytusumri komandi ár eins og í fyrra. og svo þarafleiðandi burtflutningi hjeðan. því þegar bleytusumur eru, segja þeir að allt

verði hjer fullt. - nema mennírnir - veguni ófærir og svo burtflutningur vís en menn geta ekki af sjálfsdáðum gert við þá. Nú er sagt að sjeu í NyI. eitthvað

á þriðja þúsund, og Sveitarstjórnin var hrædd um að folkið fari fækkandi og svo for hún á stað til fylkisstjórnarinnar að biðja hana um styrk til að láta gera við vegina,

þeir eru nú á leiðinni. og vonandi að vel gangi á og góður sumarvegur komist upp eptir endilangri Nylendunni. Aður en jeg enda þetta bréf ætla jeg að minnast við þig

og ykkar feðga á Magnus Sigurðsson frænda okkar. Svoleiðis var, að hann fyrir nokkru siðan skrifar S. bróður, og mæltist til að hann eða við styrktu sgi til að komast

vestur. S. talaði um þeta við okkur en bæði var að við höfðum eitthvað litla peninga, og var ofan i kaupið illa við að senda þa þeim. svo ekkertvarð af því. Siðan höfum

við heyrt sagt að hann væri komin á Borgarfjörð því hann ætti þar sveit. Nú er hart gengið í Canada eptir þeim lögum að eignalausir menn fá ekki landgöngu, nema þeir

hafi skriflegt loforð frá einhverjum um að taka á móti þeim

þegar vestur komi. ef Borgarfjörður hefði viljað kosta þau hjón vestur, þá hefðum við bræður

reynt að sjá um að hann liði ekki nauð þegar hingað kæmi, en hannkæmi ??? Nyja Islands. Svo ætla jeg að endingu að biðja ykkur stóra bón, hún

er sú að senda mjer ef þið gætuð 4-6 selskinn. Jeg ætla að láta búa mjer til kápu úr þeim. Selskinnskápur eru hjer ákaflega dyrar og það yrdi ódyrara að fá skinnið

heimanað. þið gætuð það ekki nema einhver áreiðanlegur maður færi úr Borgarfirði og þá annað hvort híngað eða til Winnipeg úr Bandaríkjum gæti jeg ekki náð þeim.

Jeg treysti ykkur til að gera það bezta í þessu sem þið getið Myndirnar eru af okkur bræðrum.

Og svo kveð jeg þig og ykkur frændfólk mitt með bestu óskum nú og æfinlega.

Þinn einl. frændi

Gunnsteinn Eijólfsson

Kær kvaðja fra pabba og mömmu til foreldra þinna.

Myndir: