Nafn skrár:GutSig-1902-08-19
Dagsetning:A-1902-08-19
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Egilsstöðum
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Guttormur Sigurðsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1837-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):Galtastöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Tunguhreppur (Hróarstunguhreppur)
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Ross Agust 19 1902

Elsku frændi og forn vin!

Astar þakklæti eiga þessar línur að færa þær fyrir alt það góða mér auðsýnt. á meðan við nuxum samfunda

á lifsleiðinni, og er það nú að grípa í rassinn á deginum að fara til þess í fyrsta nú eptir næstum 20 ára fjærveru, en það getur máskie heim færst þar

málshátturinn, að betra sje seint en aldrei, og af þeirri ástæðu læt eg þessar línur hlaupa til þín. - - Eg hafði annars hugsað mjer að skrifa föður þínum, en

við nánari umhugsun rjeði eg af að láta það vera til þín það sem eg skrifaði, því eg býst við að þúy munir heldur svara mjer þar hann er orðinn gamall og að

líkindum hættur að skrifa mikið, jafnvel þó eg hafi heyrt að hann væri kátur og frískur eptir aldri, og gleður það mig að heyra það. - Verst þykir mjer góði frændi,

og loksins þegar eg nú skrifa, þá veit eg ekki hvað eg á að skrifa, sem þú vildir heyra eða hefðir gaman af eða þú getur trúað, því

sumum er svo

varið, að þeir halda það sje alt lygi, ef eitthvað er sagt bærilegt hjér frá Americu en eg íminda mjer að þú kunnir að vera undantekning með það, enda attla eg

ekki mikið að skrifa um það efni nema þá það sem sjálfan mig snertir, -- Það er þá fyrst að segja að okkur líður og hefur liðið vef síðan við komum til þessa lands,

eptir því sem maður getur framast búist við, heilsan má heita að hafa verið góð nema það sem brjóstveikin hefur haldist við í mjer, og nú uppá síðkastið heldur

ágertst svo eg er ónýtur til nokkurrar áreynslu en þjáningarlaus og finst eg fær í allan sjó meðan eg hræri mig ekki,

kona mín er heldur gigt veik, en samt er hún altaf vinnandi, hún kann ekki við annað, börnin eru öll hraust og vel vinnandi, öll eru þau ógipt, og virðist þeim ekki

kippa í kynið einsog maður hefði getað búist við, þegar litið er til mín, og ekki virðist það sanna það sem Páll Olafsson kvað um kvennfólkið heima sem vildi fara

til Amiricu, (þær halda allar að þeim st.... ? Amerícu betur enn hjer) en það er kannske af því þeir eru fæddir á íslandi. -------

Ekki

dettur mjer í hug að skrifa þjer alla búskapar rollu mína hjer, bæði veit eg þú hefur heyrt það sem eg skrifaði Sigurði bróðir mínum um það efni

rend="overstrike">því eg heyrði hann hafði sýnt föður þínum það, eptir þeirri orðsendingu sem eg fjekk frá honum í þessum eina miða sem Sigurður skrifaði

mjer, og hefur þeim víst ekki þótt eg hafa af miklu að státa hjer, eptir því sem mjer skildist á svari Sigurðar enda var eg ekki að segja honum frá efnum mínum af

neinu monti, eg skrifaði honum aptur, en hvert hann hefur feingið það veit eg ekki, því eg hef ekkert svar feingið. - þetta er nú orðinn utúr dúr. Eg attla að segja þjer,

að eptir fyrsta veturinn í Amiricu voru allir peningar farnir sem eg fór með af Islandi og þó ekkkert búið að kaupa nema 2 kýr og dálítið af innanhússmunum og

fáein hænsni, var það sem við eigum nú er gróði okkar hjer á samt því að lifa alltaf vel bæði til fatar og matar, og svo það sem eitt hefur verið í það óþarfa, því

við höfum öll þá tilhnegingu, að neita okkur um sem minnst, þegar við sjáum mögulegleika til eþss, sem mjer finnst eg hafa sjeð betur hjer

enn

meðan við vorum heima, því þó eg færi eptir tilhneigingu minni í því efni meðan eg var heima þá var það ekki af þeirri orsök að eg gæti það, heldur að það hefði

sett mig alveg á hausinn, og eg lent áhreppinn, en sem mig langaði ekki til, og vildi heldur reyna lukkuna hjer. I 12 ár prjónaði eg mig áfram í Dakóta og á þeim árum

keypti eg 2 lönd sem eg á þar enn, því þá var alt land upptekið sem nýtilegt þótti á því svæði sem íslendingar voru, eirnig keypti eg hesta og alt Maskínu verk

sem þarf til jarðyrkja, að undantekinni þreskingar vjel, þegar eg byrjaði búskapinn var þetta alt mjög dýrt, um og yfir helmingi dýrara enn nú t.a.m. má nú fá

gott hesta nar á 200 dollara, en fyrstu hestarnir sem eg keypti voru 475 dollara parið og annað parið 400 dollara þessa helsta keypti eg alla sama sumarið

svo þú getur nærri hvert eg muni ekki hafa verið skyldugur um þær mundir samt gat eg altaf klárað mig svo að aldrei varð nein óánægja milli viðskipta manna og

mín

2

Þegar við vorum búin að vera þessi 12 ár í Dakota fór að byggjast nýlenda í norðvestur horni Minnisóta ríkis, og af því börn mín voru þá öll búin að ná

land töku aldri, rjeðum við af að flytja austur í þessa nýlendu ásamt mörgum fleyri af löndum okkar og brúka rjett okkar svo við höfum hjer 6 lönd sem við erum

nú búin að fá eignar bref fyrir, þessi fluttningur okkar kostaði okkur talsvert, þar alt þurfti að flytja á hestavögnum en vega lengdin á annað hundrað mílur, og svo

ætíð kostaðarsamt að byrja búskap í nýbyggðum og eihkum þegar það er langt frá jarnbraut eins og hjer er (75 mílur) og þarafleiðandi alt dýrt sem maður þarf

að kaupa, en lítið gefið fyrir það sem maður hefur að selja, svo búskapnum hefur lítið fleigt áfram þessi ár, eða hreint ekkert, nema að við eigum nú meira

land og ætti það að borga það sem við höfum tapað á öðru. Við erum hálfgjört að hugsa um að selja hjer úti, en ekki er það neitt víst enþá, okkur hafa verið

boðnir 1200 dollarar í hvert

land okkar hjer, það er nú ekki hátt verð eptir því sem er í gömlum byggðarlögum, og eg veit það kæmi upp ef jarnbraut

rinni inní byggðina, en af því okkur leiðist að vera svona langt frá jarnbraut, og vitum ekki hvernær braut muni koma þá er það helst í okkur að fara hjeðan og selja

út, hvað við gjörum svo veit eg ekki enn, nema sjálfsagt að reyna að hafa sig eitthvað áframm hvernin sem útfallið verður. -- Ekki eru þessi lönd okkar skuldlaus

öll því Jón og Þórarinn feingu 1000 dollara lán útá lönd?ín, ekki til að lifa af eða borga skuldir, heldur til að reyna lukkuna með þeim. Islendingar

í Dakota ?induðu hlutafjelaga [hver hlutur 100 d.) sem attlar að kaupa lönd, eða land fláka í Canada og nátturlega að selja aptur þegar þau

hækka í verði eða meira boðið fyrir þau enn það gefur, lönd eru á lágu verði þar enn, en innfluttningsstraumur er fjarskalegur úr öllum áttum og það af stór

?skum mönnum sem kaupa heilu fláka, í þetta fjelag lögðu þeir þessa peninga sína, hvernin þessu reiðir af er ekki hægt að segja um nú

og

bíður það seinni tíma að segja frá því, ef eg get þá sagt nokkuð. Drengir mínir þessir 2 hafa verið núna í 2 ár á löndum mínum í Dakota og rent þeim, nefnil leigt þau

af mjer, ef hef hálfa uppskeru og legg til útsæði, en þeir hesta verkfæri og vinnu, svo hafa þeir girðingu fyrir gripi og eingjar fyrir ekki Neitt, þeir eiga 8 hesthausa

þaraf 2 trippi um 20 nautgripi fáeinar kindur en eg veit ekki hvað þeir eigu af svinum eð hænsnum nema það er eitthvað, svo eiga þeir alt maskinuverk sem þarf til

jarðyrkju, eitthvað lítilsháttar skulda þeir sem eg veit ekki hvað er, fyrir utan þetta stórlán sem eg hef áður nefnt, þeir búa ýmist einir eða þá hafa vinnukonu tíma og

tíma þegar mestar annir eru. Þórarinn er jafngóður innanhúss sem utan. þetta eru nú eignir þeirra ásamt innanhúss áhöldum sem þeir hafa nokkuð af. Þá er að segja

hvað við sem hjer erum höfum undir hendi og er þá fyrst 10 hestar þar af 2 trippi 56 nautgripi 16 svín 40 kindur 60 hænsni þetta er þá gripa stóllinn og held eg þjer

þyki hann

smávaxinn þegar þú lítur yfir hópinn þinn í huganum, og er það líka. En hjer er minst stýlað uppá griparækt í þessum hveiti plússum

þó við höfum orðið að gjöra það hjer af því við höfum verið svo langt frá markað, þá höfum við undir 100 ekrur brotnar hjer, en þær gefa lítið meira af sjer

enn fóðurbætir handa skepnum og í braut handa mönnunum, lítilsháttar sem maður getur skipti fyrir vörum í búðum. Vinnuhestar eru hafðir inni árið um kríng og gefnir

hafrar og hey 3 á dag, svo það er dýrt að halda þá en þeir vinna líka mikið. ---- Meðal uppskera er það kölluð hjér frá 15-20 bushel af ekrunni af hveiti (bush: af hveiti

60 ekra samsvarar nokkuð vallarsláttu) af höfrum 30-?0 bush: af ekrunni

bush: (af höfrum 32 bushelið) af byggi svipað en þar er bushlið 48

="suprascript">ið. - en svo er í suman plássum og sumum árum altað helmingi meiri uppskera, og svo aptur það mótsetta A löndum mínum í Dakota eru á

3jahundrað ekrur brotnar, en ekki er sáð í þær allar árlega heldur hvílt á mis dálítið af því sem elst er

3

eða þá sáð grasfræi í það, sem þykir einsgóð hvíld, af þeim feingum við í fyrra um 3000 bushel af hveiti 600 af höfrum 400 af byggi og eitthvað um eða undir

100 rúg, verð á bushelinu af hveti var þetta frá 60-65 cent árið sem leið og byggi 38 cent Hafrar frá 25 til 30 cent. Af þessu synis horni geturðu feingið dálittla

hugmind hvað menn hafa uppúr löndum sínum hjer, þeir sem hafa góð lönd hafa miklu meiri uppskeru, því mín lönd eru ekki af þeim bestu, en svo verður opt

misbrestur á uppskerunni bæði af frosti og hagli, aldrei hefur hagl komið við hjá okkur en það hefur farið í kríngum mig, frost hefur skemt hjá mjer stundum en

ekki hroðalega nema árið sem eg keypti hestana fyrstu, hveitiverð hefur opt verið hærra enn í fyrra, stundum komist uppí dollar bushelið, en líka stundum lægra. ---

Vinna er mjög ólík hjer eða heima, og mjer finst hún muni ekki vera eins erfið, þó mönnum finnist hún nógu erfið hjer, hjer er flest vinna gjörð með hestum, og

akuryrkju áhöldin flest útbúin nú orðið svoleiðist að maður getur setið á

þeim, þreskingarvinna er hjer förð á meðan á henni stendur því hún er sótt af

kappi, það er eru peningar í vasa þreskjarann því meira sem þreskt er, og reyndar bændanna

líka eptir því hvað það geingur fljótt. Þreskjarar leggja nú allt til sem þarf til þreksingar fólk hesta og áhöld og fæða alt það fólk

="supralinear">og borga svo bændur hafa ekki gjöra annað en taka á móti korninu og safna í kornhlöður sínar, og þó er ekki meira sett fyrir

place="supralinear">að þreskja bushelið nú, enn var fyrst eptir að eg kom hjer og lengi eptir það þegar bændur lögðu alt til sjálfir nema vjelarnar og mennina

sem heim rendu, það gjörir þessi fjöldi sem orðið er af vjelunum, að til þess að fá nokkuð að gjöra bjóða þeir hver annan niður, enda fer fjöldi

af þeim nú orðið á hausinn, helst þeir sem byrja með að fá vjelarnar til láns og hitta þá ekki á gott ár og vill þá til að þeir hinir sömu hverfa úr því ríki með það littla

sem þeir hafa innunnið sjer, en skuldirnar eptir, og eru þeir sem vinna hjá þeim þá illa leiknir, en optari er það að þeir verða að hverfa alslausir, aptur græða sumir á

því stórfje

Tíðar far er hjer ólíkt og heima, mest að því leiti að hjer er vetur þegar vetur er og sumar þegar sumar er, en heima opt

kom vetrartíðin vesta með sumrinu, og aptur sumar blíða opt um hávetur. Samt eru vetrar hjer talsvert mismunandi bæði að snjóum og frostum, því hjer kemur margur

vetur sem valla komur sleðafæri vegna snjóleysis og þykir það ekkert gott í öðru, því hjer er brúkað mikið uppá sleða og þykir betra að brúka þá eptir að frosið er en

vagna, Vanalega fer að milda hjer eptir miðjann Marts, og harðasti kaflinn byrjar um eða uppúr hátíðunum. En það er ekki yfir nema lítið stikki af Amíricu sama tíðarfar

á sama tíma, það getur komið stórsnjóar í Dakota þegar ekki nema gránar í Minnisota sem er næsta ríki og sfrv: enda að sama veður nær ekki

nema yfir lítinn part af sama ríki. ---- Eg átti eptir að segja þjer hvað við skuldum sem erum hjer, og eru það 600 dollarar það er skuld sem hefur verið á löndunum

mínum vestur frá, og býst eg við kannske að borga hana í haust því þá er uppi tíminn, reyndar er hægt að endurnýja það ef maður vill og þarf. -

Nágranni

minn sem var meðan eg var vestur frá átti 2 lönd við hliðina á löndum mínum annað hjer um bil uppbrotið, en annað lítið unnið og erfitt að vinna það og hverugt sem

kallað er vel gott land ?oðru nokkrar byggingar, en öðru eingar, þessi lönd seldi hann í vor fyrir

4500 dollars, þetta verð ætti eg að geta feingið fyrir mín lönd ef eg vildi selja þau því þau eru álitin betri. Eg er nú búinn að segja þjer af eignum okkar, og fer nú að

hætta þessu rugli, þar til ef eg lifi að eg fæ brjef frá þjer sem knýr mig til að svara. Níkulár og Þórun frækna voru nágrannar mínir meðan eg var vestur frá, þeim líður

vel eru hætt búskap og eru á milli dætra sinna sem giptar eru, hann var hjá mjer um tíma í vetur og komum við þá í Somberslag og höfðum þá

ögní glasi þó hvorugur sje orðinn mikið fyrir það hann er kátur og frískur eins og drengur, og vinnur við smíðar með

köflum Þórun er frísk líka nema það sem henni geingur erfiðara á hækjunni fyrir að hún er farið að fitna Eg heyrði úr brjefi til hennar að heiman að Jón í Víðivallagerði

væri lifandi hefði verið orðinn blindur, en væri nú búinn að fá talsverða sjón

4

sjon aptur af sjalfu sjer, hann hlýtur að vera eldstur í Fljótsdal ef ekki á austurlandi

Seigðu pabba þínum að eg búist við að heyra næst að hann sje orðinn með allar fingur rjettar, og hann heyri svo aptur hjeðan að eg sje farinn að hlaupa upp tóur.

Eg attla að segja þjer sögu uppá hvert ekki muni vera betra að komast hér áframm enn heima. Arni Jónsson sólargangs og dótturson Sigurðar

heitins í Heiðarseli giptist eitthvað seinustu árin enn eg var á Höfða, eða um það eliti Matthildi Pálsdóttur, Pálssonar Eyríkssonar, Arni atti fæðingar hrepp á Tungu

ekki man eg hvað lengi hann var í sjálfs mennsku áður hann fór að þyggja af sveit, en eg man hann fjekkstyrk af Tungu flest ef ekki öll árin sem eg var þar, þá attu

þau ekki nema 3 eða svo börn jæja í Tunguhr: styrkti hann svo til Amiricu um leið og eg fór rjett svo hann komst með illan leik til Pembina þar

sem við staðnæmdumst þá alslaus nema konuna og krakkana, hann fór strax út á járnbraut fjekk húsnæði handa konunni og eitthvað til lans til að hún gæti lifað þar

til hann gæti sent af kaupi sínu hann var svo útá brautinni það em eptir var

sumars og framm á vetur kom svo hnöttottur í spiki og með talsverða peninga

svo þau lifðu góðu lífi um veturinn og feingu eingann stirk annan en þann að konuni var útveguð vinna við eldiviðar sögun þegar hann kom heim, svo var hann næsta ár

þarna og lifði á að vinna út síðan fór hann uppí nýlendu þar sem íslendingar voru tók þar land og hefur búið þar síðan og aldrei verið neitt uppá aðra kominn að segja

nema eins og allir eru. Nú á hann heldur gott land og talsvert bú og góðar byggingar búinn að brjóta talsvert og var þó landið erfitt að vinna það fyrir brösum sem

úr því var, eða sem væri kallaður skógur heima, fyrir það mesta skuldlaus eða hreint, konan atti barná hverju ári ef ekki 2 sum árin meðan hún

gat aldursvegna þau eiga 8 eða 9 dætur og einn pilt sem eru flest uppkomin og sumar dæturnar giptar, þó er nú Arni heldur duddari til vinnu og þúngur, eg man að

við vorum eptir að eg kom í tungu að skjóta saman og ljá hónum ær en ef hann hafði fáeinar kindur þá drap hann þær úr hor eða kom með þær horaðar á hreppinn,

og helst hugsa eg hann hefði verið á hreppnum þann dag í dag ef hann hefði verið heima. Svipað mætti segja af GuðnaOlsyni

sem eg held að Valla menn hafi styrkt til Amirícu og kom alslaus, nema það sem hann átti bróður hjer fyrir sem tók dreingilega á móti honum, en aptur var hann svo

óheppinn að hann náði ekki í nema svo ljelegt land, þó hefur hann barist þar um hjálparlaust og er nú farið að líða vel, konan átti barn á hverju ari og eg held 2

eð 3 tvíbura seinast þegar eg kom þar voru ungarnir svo margir að eg reyndi ekki að telja þá, en konan er svo

digur af fitu að það er hart fyrir hana að komast um nokkrar húsdyr. það er nú komið nóg af þessu tægi, og heldur þú

kannske að eg kríti nokkuð liðugt, en það er ekki mjög. Jafnvel þó mjer finnist að það muni vera mikið ósagt, þá hef eg ekki tök á að koma því á pappírinn, og

svo sje eg að það attlar að ganga svo mikill pappír upp, að eg held eg fari, að sjá mig eptir honum, svo eg hætti nú hreynt.--- Þá er nú ekki annað eptir enn

að biðja þig að bera ástarkveðju til allra vina og vanda manna sem þú nærð til frá okkur, sjérílagi til pabba þíns og Kristrúnar mágkonu

="supralinear">minnar sem eg heyri að líði vel, eirnig mad: Guðríði sem eg veit þú finnur þegar þú ert á ferð, segðu henni að eg hafi opt verið að hugsaum að

skrifa henni, til að votta henni þakklæti fyrir alt það góða mjer auðsýnt, og ekki sýst fyrir hlut tekning hennar

til mín og okkar seinast þegar við skildum,

en af því eg er svo óhæfur að skrifa þá hef eg aldrei haft mig til þess. ----- Að endingu bið eg þig lesa í málið, því eg hef eingan prófarkalestur á

þessu og fyrirgefa vitleysur og klessur allar. ---- Kona og börn biðja að bera kæra kveðju ykkur. ---- Vertu svo með konu og börnum í ástsemd kvaddur af þínum

einlægum og elskandi frænda

Guttormur Sigurdson

Utan á skript til mín er

Mr Guttormur Sigurðson

Ross P.O.

Roseau Co. Minnisota

U.S.

Ef þú finnur Grjetu dóttur mina, og hún hefur feingið brjef sem eg hef nýlega skrifað henni og mindir sem eg sendi henni af sumum börnunum með þá lofar

hún þjer að sjá þær, þær voru uppgeingnar svo eg gat ekki sendt þjer þær.

Sami GS.

Myndir: