Nafn skrár:HalBri-0000-00-00
Dagsetning:ath.
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:óheilt (vantar framan á bréfið)
Safn:Bókasafn Seðlabanka Íslands
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Halldór Briem
Titill bréfritara:kennari,prestur
Kyn:karl
Fæðingardagur:1856-09-06
Dánardagur:1929-06-29
Fæðingarstaður (bær):Reykjavík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykjavík
Fæðingarstaður (sýsla):Gull.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

á verðið; efnin mega nú ekki við miklu, mjer hefur dottið í hug að hæfilegur stó

ofn mundi geta fengist fyrir 60 kr. jeg ætla því að láta sitja við það verð. Kolakörfu vildi jeg fá líka. Í fyrstunni var jeg að hugsa um að byggja sjálfur hjer á

Möðruvöllum, en til þess hefði jeg þurft að fá töluvert lán hjá og það þá hjá landshöfðingja, en nú er óvíst, hvort landshöfðingi

getur eða vill veita lánið upp á sitt eindæmi, og þá yrði það að ganga til ráðgjafans. Uppá þessa óvissu þótti mjer ásjávert vert

að fara að panta við, og þegar þá Jón bóndi sló í að fara að pta reisa hús hjá sjer, hugði jeg best að leigja hjá honum í

bráðina, en leiðinlegt þætti okkur að hafa það svo til lengdar. Nú er pabbi búinn að segja af sjer frá 30. júni næstkomandi, og segja lausum Reynistað. Líklega flytur hann

svo suður í Reykjavík, þó er ekki víst, hvort það verður strax. Hjer á skólanum gengur allt sinn rólega kyrlátlega gang ofan á hvað sem kann vera verið að brugga undir

niðri. Við Þorvaldur litli höfum næsta d lítil skipti saman eins og þú getur nærri. Eins og von er til hefur Þorvaldur fallið eigi

lítið í áliti manna ekki fynsa síst á Akureyri fyrir lauslæti sitt og fleira athæfi. Annars reyna sumir að afsaka hann eða aumkva;

en hneixlanlegast er af öllu, að þau, hann og lausakona hans, skuli lifa hjer saman og allt sýnist benda til þess að sama lífernið haldi áfram sem fyr, þegar þau t.d. eiga

mót með sér, ??? o.s.frv. Það er ekki sjeð fyrir endanná, hverjar afleiðingar þetta kann að hafa fyrir skólann. En það batnar

ekki fyrir það, þó jeg skrifi um það, svo jeg tala því ekki meira. Kona mín biður að heilsa þjer með kæru þakklæti fyrir síðast. Jeg kveð þig svo með bestu óskum.

Þinn einl. frændi

Halldór Briem

Myndir: