Nafn skrár:HalGut-1874-05-10
Dagsetning:A-1874-05-10
Ritunarstaður (bær):Arnheiðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Halldór Guttormsson
Titill bréfritara:trésmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1859-06-04
Dánardagur:1930-02-19
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fljótsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Arnheiðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Fljótsdalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Arnheiðarstoðum. 10 Mai 1874.

Elskulegi Prófastur !

Næst innilegu þakklæti fyrir allt gott mjer auðsynt óska jeg að þetta nybyrjaða sumar verði yður ,og, öllum yðar gleðilegt og og blessunar rykt. Jeg rispa yður

þessar fáu línur, prófastur minn fyrir þá sök að í haust fjekk jeg, Skuldareikníng frá Tegner að jeg væri í skuld veð hann fyrir augna vatn sem hann fjekk mjer í firra,

þegar jegvar hjá yður. en mig minnir, fastlega, að, Þórunn dóttir yðar segði mjer, að þjer. hefðuð borgað það

þau eða mundir gjöra það. Sje nú svo að mig rang minni þetta verð jeg að biðja yður að gjöra svo vel og klára mig

veð Tegnir, gjaldið er 11rd. Til þessnú að framhalda meiru bóna kvabbi, veð yður

dettur mjer í hug að biðja yður, svo vel gjöra, og seljs mjer 3???fjórðúnga

af fiðri frekar góðu, í sumar ef þjer gjetið það án skaða, og þækti mjer gott, ef þjer gætuð gjört svo vel, og fófað mjer að veta einhvern veginn hvert þjer gætuð orðið

veð þessari bón minni.

Frjettir ætla jeg ekki að fara að sitja í miða þenna, enda ber fátt til tiðinda nú sem stendur. Mönnum ferað long?eptir skepnum á.

Seyðisfjörð, því mönnum þikir, Tullinius frekar dyrseldur meðan hin skipin koma ekki, en það er vonandi að það liði ekki á laungu, þar til þau koma, Tulliníus selur

Caffið 1/2 5# í lausa kaupum, en rúglunnuna, á 13rd

o.s.f.r.v. Fyrirgefið góði vin, þessar flyti linur, og allt kvabbið. Systir mín biður hjartanlega að heilsa ykkur öllum, sömuleiðis bið jeg inni lega að heilsa sjera

Gunnlaugi og konu hanns, og lika dætrum yðar . Jeg óska sjera Gunnlaugi til lukku með. Skot.aðina. Jeg kveð yður með komu yður, með vinsemd og virðingu.

Það mæir meðunheiti,

Halldór.Guttormsson.-

Ep.r.

Jeg vona við sjáúmst í sumar, ef guð lofar, yðar sami HG

Myndir:12