Nafn skrár:HalPet-1869-02-08
Dagsetning:A-1869-02-08
Ritunarstaður (bær):Sellandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 96, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Halldór Pétursson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1838-07-01
Dánardagur:1898-06-11
Fæðingarstaður (bær):Kotungsstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Brúnagerði
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

Sellandi dag 8 Febrúar 1869

Heidradi gódkunningi alla tíma sæll!

Jeg þakkþér firir alla góda Vid kinningu first og seinast mer audsinda jeg nærri skammast mín ad láta þig sjá frá mer línu nú first jeg hef aldrey hingad til giört þad sidann Vid fjærlægíumst hvör annann og so hef jeg þá logsins ekki annad til ad skrifa þes heldur enn þad sem þú hefur feingid i bréfum og blödum hér úr nordurlandi, þó vil jeg ad eins minnast litid ett à æfi sögu mína sídan vid saustum seinast og er hún ekki falleg heldur enn Raudsekt fordum þad er þò first ad seiga jeg fór ad Belgsà sama Vorid og þú fórst sudur og var eg þar lausa og húsamadur í 3 ár, og nú i vor ætladi jeg ad vera í Vöglum enn snérist so ad jeg hef verid her i Vetur hjá sjálfum mer eins og vont er, þá má seigia þér ad jeg skildi Vid konuna i firra Vetur lögskilnad til bords og sængur so jeg hef nú ekki þúngum hala ad veifa nema gefa med barnínu minu sem alt á þennann dag hefur verid á Illugastödum nú hef jeg á sett mer ad vista mig næsta ár og skal ef lìfi seiga þer þad seinna hvar jeg Verd, þvi þad er hálfóradinn gáta enn þá,-

nú verd eg ad minnast litid eitt bækurnar okkar gömlu sem jeg hef enn ekki sagt skilid vid jeg hef ad visu ekki safnad mjög miklu sidann þú vissir til nema ad filla upp skard af ýmsu sem míg Vantadi i eg so eignast nokkur kver af ýmsum sortum þar firir stavn enn fátt af þvi er fá sjed þú má jeg geta fárra bóka sem jeg hef eignast af guds orda bókum gömlum sem eru um þeinkingar af Timanum og hans háttuleigi eptir Stein biskup ad Hólum 1755 Lifsinsvegur Hólum 1745 Gisla postilla Hólum 1710. Húss og reisu postilla Kaupmh 1739 og Sálmabók, sem og handbók aptann vid (sem Jón Sigurdson kallar Besta villu) vantar titilblad og litid meira prentid á Holum liklega 1792 og eins lögþingis bök eittkvad um 1770, af þessum bókum eru salar, umþeinkingarnir lifsins vegur og salma bókínn og lögþingis bókínn ef ein kvör vildi endilega fà þær med sama verdi og jeg keipti þær, jeg mun ná ekki i breidina eptir fleiru þò kinni jeg ad geta útvegad þad, og vona jeg þú getir feingid ad sjá hjá Jóni Arnasini kvad her hefar verid til af gömlum bókum i firra þegar Titlarnir voru skrifadir þvi þad voru þó i Háls presta kalli 176 sortir af bókum og var mér ekki alls ókunnugt um þad þvì og skrifadi á þeim titlana firsti i færslum.-

Vid þráum þad nordlendingar ad fá ad sjá ritid sem Jón assisor Pjeturson ætladi ad geta út og vid skrifudum okkur first i sumar

líka ætla jeg ad minnast á þad ad þad hefur komid til orda ad jeg hefdi útsölu á bladinu Baldri firir ykkur+ þvi sira þorsteinn vill firir kvorn mun vera frá þvi jeg get nú ekki i þetta sinn ákvedid kve marga kaupendur jef jeg hef enn þó er liklegast ad þid mættud senda mer ein 5 Exenplóv þvi eg vil gera mitt hid suvasta til ad efla bók mentir manna og einkum áhuga ad kaupa blödinn sem jeg á til lif þjódarinnar, ofsend eru hjá mer nokkur Expt af 13 bladi Baldurs sem jeg geimi ef þid Vildud fá þaug aptur og vil eg fà ad vita þad seínna

Nú ætla jeg ad bidja þig gódi vinur ad skrifa mer til aptur ad gamni minu med næsta póstferd og sega mer þà eittkvad um þetta rugl mitt sem jeg bid þig ad forláta mer. enn jeg Vona samt ad þad geti áorkad þvi ad þad verdi mir vidskipta kabli i æfisögu okkar jeg bid hjartanlega ad heilsa konu þinni. Vertu so alla tíma best kvaddur þad mælir þinn einlægur Vin

Halldór Pjétursson

+nærsta ár.

ST

Herra Lögregluþjónn J Borgfirdingur

Reikjavík

Myndir:12