Nafn skrár:AndKje-1860-06-22
Dagsetning:A-1860-06-22
Ritunarstaður (bær):Melum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 93 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Andrés Kjerúlf
Titill bréfritara:bóndi,bókbindari
Kyn:karl
Fæðingardagur:1825-01-02
Dánardagur:1896-07-01
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fljótsdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Melum 22 Júni 1860.

herra bókbindari!

Með bréfi yðar af 14 Febr, Þ.A. sendið þér mér, 6 ix af No 31-2 11 ári Þjoðolfs__ eins og eg áður var búin að biðja yður, um -- enn rétt aður enn eg fæ þessi sýðar sendu No, komu hin til mín úr fönn hér utan af héraðinu. - Þó lítið skend á eg að senda yður aptur þessi mér syðar sendu No, þau liggja hjá mer óskemd - Jég verð að biða yður að utvega mér 1-2 No, af 11 ári Þjóð 1 ex, það hefur glatast fyrir einum kaupanda - eg Skal borga það af 12 ári vantar mig No 1- 1ex það iKalt var á þvi sem þér senduð mér i vetur, jeg fekk No 7 i staðinfyrir það.- Nu nískeð fekk eg Þjóðólf með Seiðisfjararskipum en so herfilega rangt, að leiðréttist það ekki, segja sig frá allir kaupendur_ mig vantar_ frá No. 17 til No 24 öll 8ex, en aptur fæ eg frá No 7 til No 18 6 exepl fleira enn eg á að hafa, a þeim stendur - Einar Guðm á Garði i Þestilf. 8- hvórt þér getið kipt þessu nokkuð i lag veit eg ekki. - mér er það ómögulegt þvi fyrst veit eg ekki hvört þessi maður er nokkur til og só falla aldrei ferðir hér og þar i milli --

Vinsamlegast AKjerulf

P.S. mér er farið að lengja eptir siðari heftonum af Stjórn sami

Myndir:1