Nafn skrár:HelAus-1892-09-06
Dagsetning:A-1892-09-06
Ritunarstaður (bær):Flautagerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3515 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:prófastur
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Helga Jónsdóttir Austmann
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1827-08-05
Dánardagur:1902-10-09
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Böðvarsnesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

8/9 92, 20/9 92.

Flautagerði 6 sept.b. 1892

Háæruverðugi herra prófastur Daníel Halldórsson Hólmum.

Jeg skrifa yður línur þessar vegna þess jeg er í hálfgjörðum vandræðum með að geta borgað skuld er jeg er í við Friðrik Möller á Eskifirði og sem jeg þarf að borga í haust. Mjer dettur því í hug að leita til yður í vandræðum mínum og spyrja yður um hvort þjer gætuð ekki hjálpað upp á mig og skrifað inn til mín hjá Möller 100 krónur nú í haust enda þó minna væri. Gjörið svo vel og látið mig vita hvað þjer getið þetta; fyrir yfir standandi mánaðar lok.

Með virðing og elsku yðar

Helga Jónsdóttir Austmann

Myndir:1