Nafn skrár:HelPal-1905-04-05
Dagsetning:A-1905-04-05
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Egilsstöðum
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Helgi Pálsson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1876-09-19
Dánardagur:1932-09-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Stafafelli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Bæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):A-Skaft.
Texti bréfs

Til Páls Pálssonar, Krossi

frá Helga Pálss., bróður hans í Kanada,

Ottó, apríl 5, 1905

Ástkæri bróðir!

Brjef þitt meðtekið fyrir 3 vikum síðan, með þakklæti, það gleður mig að þje og ukkur öllum þar líður vel og eruð Anæð með kjör ukkar, Og svo óska jeg að

þessa fáu línur meigi hitta þig og ukkar glöð og heilbrigð færandi ukkur þær frjettir af okkur hjer að vistan að okkur lídur vel og erum við góða heilsu Jæja Kæri bróðir

þessar línur fora bæði fáar og ómerkilegar því jeg hef ekkert til að sestja samam sem þu mundir velja eiða tíma í að lesa og

þess vegna atla jeg að hafa þær fáar þú segi að þú munir ekki koma til Ameríku og ert þú því

sjálfrádur að ællu leiti en móðir vor var búin að biðja mig um

far brjef og það atlað jeg að senda henni, en svo segi þú að hún mun ekki koma jæja þá best þið sjeður sjeuð sjálfráð, en

þá sjáumst við líklega aldrei í þessu lífi framar þí það verdur fyri mje eins og Kára Sölmundarsyni að hann hafði ekki skap til að hlaupa inn í eldin til Skarphjedins, svo er

fyri mje jeg hef ekki skap til að fara heim til Islands aptur nú í dag er 5 april og er allur snjór horfin og má nú búat við að fari að grænka með hverjum deigi þá sleppum

við út nautum okkar og höfum það hægara jeg á ruma 30 naut gripi og 4 hesta og 9 kindur sumar af Islensku kini og 1 svín

jeg hef ??????

útsölu madur fyrir rjóma skil vindur sláttu velor og plóa svo þú getur sjeð að gera alt heima og hafa þetta svo þar ofan á tefur fyri einm en mje gengur heldur

vel og lidur vel svo hvað er þá að þú nefnir í brjefi þíni að þú skuldir einhverri kellingu 65 kr. og biður mig að borga þetta fyri þig, en til þess jeg geti borgað henni Verð

jeg að fá glögga utan á skrift hennar þessi sem þú géfur mje skil jeg ekket í nema ef það ætti að vera Brandon og þá þirft jeg að fá hús númer og strætis nafn þú mátt

skifa henni og sega henni að jeg skuli borga þetta og gefdu henni utan á skrift mína og þá mun þetta alt lagast

Jæja Palli min ekki Veit jeg hvað jeg á að

rugla í þetta blað Margrjet systir okkar og Brynjólfur eru hjer all skamt frá og hafa tekið sje heimilis rjettarland og hjalpadi jeg þeim til að koma upp húsi yfir sig í haust

þim liður vel en eru mjög fá tæk en þá Jón frændi okkar er á West Selkirk og lídu vel synir hans ornir stórir og myndarlegi menn hje í kringum mig eru ímsi gamlir

kunningar minir að heiman en þú þekkir þá ekki, Seigdu Olafíu systir okkar frá mje jeg jeg hafi fengið brjef hennar, en jeg neni ekki að fara selja mig í skuld þetta árið

fyi fargjald handa henni, en ef við lifum næsta ár skuli jeg hugsa til hennar en ef hún geti tekið lán hjá

5

einhverjum sem þori skuli jeg ábyrgast peningana að þer verdi borgaði til baka, jeg hef fengið brjef frá mömmu, en altaf i önnum og latur að skrifa þú segi Agnes (yngri)

sjer gipt jæja það er nú litill vandi að giptast einhverjum en tölu verdurvandi að giptast svo hjóna bandið veri bádum til ánæga og gags Jeg bið þig

Kæri brodi að bera öllum syskinum okkar Kæra kveðju mína ásamt mömmu fari sav að þið komið þá mundi jeg reina að taka á móti ukkur eptir faungum

Guð blessi ukkur öll

þess óska þinn einlægi bródir

Helgi Pálsson

Ottó P.O. man,

Canada

Myndir: