Nafn skrár:JakJon-1871-02-12
Dagsetning:A-1871-02-12
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessast. 12. febr. 1871.

Elskulega systir!

Beztu þakkir fyrir hid ástúdl. brjef þitt frá 3. nóv. f.a. sem jeg fjekk löngu eptir ad póstur var um gard gengin og hafdi þad mist af honum. Fegin vard jeg ad heýra hve farsællega forsjónin hafdi leítt þig gegnum hættuna bædi þad sem Kristrún sagdi mjer og svo af brjefi þínu. Ígær frjetti ad madur hefdi komid nordan og mundi fara á morgun, vil jeg adeíns láta þig sjá ad jeg er á lífi og mjer lídr vel, hefir svo verid sídan jeg kom hingad, þó var jeg nokkud lasin um tíma í haust en þad er nú batnad. Vel hefir mjer komid ad hafa Kristrúnu, hún er lagleg og vill mjer í öllu sem bezt. Eítthvert slífarlag er jeg nú hrædd um ad verda kunni á búskapnum, Jeg byrja nú med því ad skipta næstum alveg sem vinnukonur, sje jeg lítid eptir flestum þeím er fara, en

þekki lítid þær er jeg fæ, hjer er mörgu ólíkt háttad því sem jeg hef vandist. Stuttaar held jeg þjer þætti vodirnar, se jeg hef latid tæta í vetr og þó fær vinnufólkid talsvert af fötum óreíknad, ullin tók ekki lengra; hún var hvorki gód nje mikil, nema nokkud sem jeg fjekk frá Hólmum. Tíd hefir mátt kalla heldur góda í vetr; húskarlar hafa sókt sjóin fast sídan um nýar, og fengid 226 í hlut -en hlutir eru 8.- í 5. ferdum sudr í Gardi og Leírusjó. Mikil Wjisaveidi hefir verid undanfarna daga í Hafnaf. sem mörgum verdr ad happi því þad er allgódr matr, tunnan kostar 4 mörk. Saltskip hefir nýl. komid frá Bergen en engin brjef nje frjettir frá Höfn nema ís á Eírars. Frökkum er sagt ad gangi heldur betr núna. Engar frjettir man jeg úr Rv. nema Oli Sohnlersen er dáinn; ekki hef jeg komid þangad nema eínu sinni en Jónas kemur opt hingad og ýmsir adrir; Magnús Stephensen var nýl. nokkr daga þarna ad ýmsum smá óeirdum sumir nærl. sje beri nokkud á milli er strax hlaupid í Dómstólann. Afleiding af Geilisationen

og jeg honum; Tomas segir sjer lítist ágætlega á hann og hann skuli vera honum svo innan handar, sem sjer sje hægt; þad álít jeg happ fyrir Kristján, því Tómst er gódur drengur.

Tíminn er stuttur núna en ef jeg lifi skal jeg skrifa þjer brádum; jeg hlakka til ad sjá mág minn því fátt er um far kunningja. Grímur er jafnan gladr vid gesti sína, eíns og hversdagslega, og er er þá hvorki talad um Stjórnarbót nje Kládabót.

Vertu nú sæl elskulega systir! Gud blessi þig og þitt hús!

Þess óskar af hjarta

Þín elskandi systir

Jakóbína.

Grímur bidur kærl. ad heílsa og jegvid bædi manni þínum börnum og ödrum frændum.

Jónas frændi skrifadi mjer í gær bródur látid (sem brjef þitt hafdi reýndar látid mig búast vid) nærri er nú höggid og mjög ganga siztkini okkar til moldar þó aldurinn sje ekki mjög hár. En mikil huggun er þad í harminum ad vita hann luptan frá söknudi og vanheilsu og hvernig hann hafdi snúid huga sínum eptir því sem þú segir frá. Nú get jeg til ad helzt muni til ykkar leitad ad sjá til med börnonum, þótt þid hafid ærid ad annast ádur- eda þid gefid ykur helzt fram, einsog vænt er. Gud gæfi jeg væri fær um ad taka nú eín hvern þátt í því med ykkur! TIl þess langar manninum m. ekki sídur en mig. Brjef ykkar eru nú líkl. í burtbuningi og þá segid þid mjer þær rádstafanir, sem gjördar eru. Berdu sistkinonum innilega kvedju mína!

Já, mikid hefir þú ad annast elskul. Solveg; enn hvad þad ervar gledil. ad litli sonur þinn heítir Þorlákur. Kristján litli skrifadi mjer í haust

Myndir:12