Nafn skrár:JakJon-1872-11-23
Dagsetning:A-1872-11-23
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessast. 23 nóv. 1872.

Hjartkæra systir Solveg!

Hvert skipti, sem ég heíri talad um ferd ad nordan vaknar löngunin hjá mér ad vita greínilega hvernig ykkr lídur, en ég hef brotid af mér ad fá bréf frá ykkur í seínni tíd, med því ad nenna aldreí ad skrifa sjálf. Vid skulum ekki alveg hætta þessum bréflegu fundum, medan vid getum. Eg heírdi ad Sigurdur ykkar sigldi í haust og Kristj. lídur vel í Höfn; Þorgerdur skrifar mér frá Rönne ad sér lítist mjög vel á hann og hún voni hann verdi hjá sér um jólin med Tómasi. Frída skrifadi mér þú hefdir verid í brudkaupinu í Hlíd, hress og glöd, gudi sé lof fyrir þad.

Opt huxadi ég nordr til ykkar í vor þegar ég heirdi hvernig hardindin kreptu ad; mikill er munurinn á sama landinu, ég hef ekki lifad betri vetur enn í fyrra, en ekki var hann eíns ardmikill, einsog fagur á ad líta; Fiskileýsi hefir verid mikid sídan ég kom hér en til til þess er þó mestu kostad, jafnt þó til óvítis sé. Eg hef ekki heýrt greínilega um hvort frændr mínir hafa bedid mikid tjón.

Eg fann Sýslumanninn ykkar í sumar á Eírabakka; vid fórum austr í Rangárvallasýslu til ad finna frændur og vini mannsins míns var alstadar mjög vel tekid; þar eru margir gódir raumarbæir þar sá madur hvar hjálmmennirnir voru, en valla eru sveítirnar eins Hólmlegar nuna. Eg kom ad Kvidabergi og Eirarbakka Frú Thorgr, Sölvic var mér ósköp gód og taladi mikid um foreldra okkar og eldri sistkini.

Vel fellur mér vid Hildi, þó hún

Vertu í gudsfridi hjartkæra Solveg, Gudsást fyrir allt gott, ég launa hverki þér né ödrum þad sem ég á þeim upp ad nema og síet þeím er ég ann mest, mínum elskulega Grími.

Vid kvedjum þig bædi, þín ávalt elskandi Bína.

þú gleími henni ekki þó lítid verdi kannske um skiptir.

Hildur bidr mikid ad heílsa. Hún kemr opt í Rv. ad gamni sínu og er velkomin til kunningja minna. Stína Gudmundsdottr frá Vogum fer frá mér í vor eptir 2 ár inní Rv. þar er um ad huxa; ég er hrædd þad verdi ekki lánsvegur fyrir hana, hún er ekki nógu gætin eda föst í sér, veslingur.

sé nátturl. nokkr unglingur enn. Hún er nú mér önnur hönd og er ég neýdd til ad leggja talsvert á hana, ekki strit heldur ad skamta og passa med mér; ég dugi því midur svo illa sjálf, þad er nú meínid, verid getur henni finnist þad erfitt, en mig langar ad bæta þad upp med ödru; þad er bagra ad hljóta ad vanda um, sem ekki verdr hjá komist, þegar madur dugar svo illa ad ganga á undan Húsid er talsvert skemra og þægilegra en bæir og margt til hagrædis. Vid erum ad smáfækka fólkinu, þad hefir verid ofmargt, en heimtufrekt og fákunnandi ad öllu nema því er ad sjó lítur; óhófid mikid, en nú lýtur út fyrir þad hljóti ad minka.

Madurinn m. bidur kærlega ad heílsa þér og þinum góda manni og kystu börnin þín fyrir mig. Gud gefi þér mikla gledi af þeím, og þeím ad mega njóta þín lengi heíllar á hófi.

Myndir:12