Nafn skrár:JakJon-1880-10-15
Dagsetning:A-1880-10-15
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BessaStödum 15 Okt. 1880.

Elskulega systir,

Ástar þakkir enn og aptur fyrir sendingurnar med Arctaris ullina og reídinar, sem hvorttveggja kom sér ágætlega vel; Reídarnar höfum vid badad á hverjum degi sídan og smakkast heldur vel, ekki síst okkur gömlu Mývetningönum, sönnun þínum er er mjer, ég á enn nokkud eptir, sem ég atla ad trýna Láka okkar. Nú fer Kristj. ad kvedja okkur brádum; vid erum glöd yfir því ad rád hans sýnist nú standa miklu betur en í fyrra, hann sjálfur frískur, -nema svolítid kvef núna- og hefir nú, med adstod Sr Þórarins

búid vel um sig í hinum nýa samastad, svo flest sýnist nú leýka í lyndi. Grímur m. og hann hafa komid sér mikid vel saman í þessari sambúd hér.

Láki okkar geingur nú að miklu leýti sjálfala ennþá, en ég vona að það breýtist bráðum og hann fái nú reglulega kenslu í vetur; hann er hverjum manni hugþekkur, sem við hann kynnist.

Við höfum alls ekkert bréf fengið að norðan síðan með ullinni skrifað snemma í september; heýrt höfum við að maðurinn þinn sé orðinn þingmaður þá hefðir þú nú erindi að koma með honum ef heýlsa þín leýfði að sumri og heímsækja sonu þína; eptir því sem mér skilst á bréfum þínum er nú heílsa þín roðin betri, guði sé lof; Láki hefir sagt mér hvað þú hafir opt verið þungt haldi af tannpínunni.

Séra Matthias þikir heldu kominn á græna grein að vera orðinn prestur á öðru eins hofuðbóli og Odda, ef hann er nú maður móti ad taka. Með beztu kveðjum Gríms og mín til ykkar hjóna og barna og vina og frænda fyrir norðan er ég þín ávalt elskandi sysitr

Jakobína.

Nú eru hlýviðri daglega, stundum með smá rigningu, svo vel hefir geingið með öll haustverk; ekki þarf að kvarta yfir umstanginu við göngurnar, sem ég man vel eptir frá Reikjahlíð.

Þorlák er mikið farið að lenga eptir bréfum, þið gerið svo vel að láta þau ekki samanvið Kristjans bréf framar heldur að skrifa utaná til Þorláks eða mín. Ullar verðinu vona ég að Kristján ráðstafi einsog faðir hans segir fyrir, Grímur hefur beðið hann að borga það af því sem þeirra er á milli, en þið hafið svo mikla fyrirhöfn, sem ekki er borgað og þú reíðarnar, sem aldreí verða borgaðar.

Þinghúsið hvað vera komið langt að veggjum og eítthvað birjað við þakið. Magn. Stephenssen flutti 1 okt. í sitt nýa hús sem er fallegt og háreýst og kalla sumir Uppsali. Þeir hafa byggt fjölda húsa í Rv. í sumar og altaf er fólkið af flitja þangað. Systurnar frá Odda atla að búsetja sig þar í vor, likl. 3.

Myndir:12