Nafn skrár:JakJon-1881-03-29
Dagsetning:A-1881-03-29
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Lb. 2747,410

BessaSt. 29 marz, 1881

Elskulega systir mín,

Við urðum fegin bréfinu ykkar sem kom í fyrrad. Láki var orðin óþolinmóður eptir fréttum Guði sé lof, sem hleýpt hefur okkar fólki við slisum, sem svo margann hafa hitt í í vetur, en mikið þrengja harðindin að um allt land; hér hefir ekki sést á dökkann díl í mánuð og lá þikkur jafnfallinn krapakendur snjór yfir allt, er það alveg óvanal. hér við sjóinn. Það er þegar farið að falla hér suðurí sýslunni, enda áttu flestir þar hvorki hús njé heý, og hefnir það fyrirhyggjuleýsi eín. fáum er að þá skuli missa sem leggja alla sína krapta fram að sjá fyrir skepnum sínum. Við höfum nóg fyrir okkar skepnur, sem eru í góðu standi, en gaman væri nú að geta hjálpað, en það er ómögul. af því menn eru svo jafnilla farnir.

Hér syðra bættist nú á það mikla slis og tjón að Phönix fórst, enn menn eru vanir við að láta færa sér allar nauðsynja og ekki nauðsynja á hverjum mánuði. Nú eru menn hræddir um hið annað póstskip sem búist var við að póststjóri mundi senda snemma í marz, hafi það verið komið undir land í stormönum 24-25 þ.m. sem voru ennþá grimmar en veðrin þegar Phönix strandaði. Komi ekki skip bráðum er fjöldi manns í voða, þeir hafa gefið skepnönum matinn, en vertíðin ekki byrjuð nema í Almanakinu, áríðast er hægt að komast út eða inn fyrir lægir þó gæfi.

Ekki þarf ég að Kvarta enn neitt mín vegna eða okkar. Láki þinn er frískur vel og okkur hinum líður við það sama. Láki má nú ekki vera að skrifa mðörg bréf núna, því á morgun á að vera Próf í skólanum; ég vona hann sé ókúldaður og segi mér allann sinn vilja; þeím semur

31 marz. Kristján þinn kom hér igær, frískur og kátur. Ekkert póstskip ennþá.

altaf eins vel manninum mínum og honum, við höfum mikla skemtun af honum og langar til að hann brúka tíma sinn vel, og læri svo lítið misjafnt sem unnt er. Kristján þinn hefi ég ekki séð nýlega en veít að honum líður vel.

Mikill höll er Þinghúsið orðið, við Gr. fórum inni Rv. þegar skást var snemma á Fóunni og Láki með, og áttum fallhart með að komast heim aptur. Steínd. hefir ekki komið hér siðan í sumar; hefi ég þó opt boðið honum að heímsækja Láka, mikið hælir Bald honum og Baldvin.

Hamingjan gefi nú bærilegar fréttir af ykkur næst og bæli úr vandræðum fyrir land og lýð. Eg bið hjartanl. að heílsa manni þínum og börnum og öðrum frændum. Láki biður ástranl. að heílsa þér; við tölum opt um þig; ég vona líka að hann gleými ekki því góða sem þú hefur umælt honum. Gr. m. biður að heílsa og verið þið í Gudsfriði.

Þín elskandi systir

Jakóbína.

Myndir:12