Nafn skrár:JakJon-1882-06-28
Dagsetning:A-1882-06-28
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastöðum, 28 júní, 1882.

Elskulega góða systir,

Láki þinn er nú búinn að yfirstanda mislingana vona ég, og fyrir fáum dögum kominn á fætur aptur, hann lá núna viku, byrjaðu þeir fyrst á honum með miklu kvefi, hnerra og hósta og svefni á milli, á þriðja degri eptir að hann lagðist fórum hirsl. að koma út, hafði hann þá mikinn feber og dálítid óráð á milli, því í 4a degi gat hann mjög lítið sofið fyrir hóstanum, en altaf gekk vel uppúr honum svo hann fekk hvorki þunga eða þrengsli fyrir brjóstið, hann var altaf í svita baði meðan á þessu stóð og var vakað tvær nætur yfir honum til að breíða ofana hann, það hefur reýnst hættul. ef nokkurt kal kemur að, þá vill þeim slá fyrir brjósti. Svo eptir að Misl. voru horfnir frískaðist hann

fljótt, en þá var nú slæmt að halda honum í rúminu, með því líka að hann fekk heldur lítið að borða, nema eitthvort ljettmeti, svo fór hann að fara dálítið út eptir nokkra daga litla stundir í senn og upp dáðaður Eg er að vona hann fái engin eptirköst ef hann er nú vel passaður, ekki látum blotna í fætur eða kólan, og það er ég nú að reýna, honum varð aldreí ílt í augunum og ekkert annað sló sér til; meðöl brúkuðum við allsengin nema olíu svo hann fengi hægðir Guði sé lof að hann er nú kominn gengum þessum Misl., ég hef ekki séð hann annað lasinn en þetta, hann var ósköp góður meðan hann var veíkur, þangað til hann þóttist nógu frískur til að fara á fætur, dálitlu ræmi hefur hann ennþá, en hún er nú að lagast, samt þyrði ég fyrir engum mun að láta hann fara nokkuð, meðan ekki er lengra umliðið. Oli Thorberg, sem maðurinn þinn þekkir, er kominn hingað fyrir nokkrum dögum, og

norðan, svo eginl. eru engin líkindi til að ísinn sé farinn. Enginn þorir að leggja útí ferðalag nema það allra nauðsinlegasta; séra Jón prófastr sem atlar að Hofi, hefur verið í Rv. í allt vor við 12 mann; atlaði með fyrstu ferð, veít ég nú eigi hvort hann ræður af að fara á sjó eða landi, hann talaði um að láta setja sig upp á Húsavík. Hjá okkur láu 5 af 11 manns og þótti það ekki mikið er þeím öllum farið að skána nema 1i stúlku; víða hefur ekkert atvik verið gjöf. Þuríður og Bína láu í misl. fyrir austan nú fyrir 13 árum, og hefur nú verið sókt um þær, Bína var hálfann mánuð hjá Sveinbjörnsén en Þuríður er nú hjá Gunnu tengda dóttir þinni, eða eginl. Elisabethu systir hennar, því Anna var ekki aðrir veík nér litla stúlkan, þegar ég frétti seínast. Konur sem hafa brjóstbörn eiga bágt, hafa allar flýtt sér að venja þau af, en bágast er þó þegar þeíor taka vanfærar konur. Margir leggjast aptur eptir nokkurn tíma og þykir seínt útséð um að maður sé óhultur; svona var það um veturna á Hólmum þá láu 11u (svo ég er orðin vön við að passa þá sjúklinga,) og margir þeírra aptur um vorið og sumarið, í einhverju sleni.

verður í sumar, þykir Láka góð skemtun að hafa hann fyrir félaga.

Þetta hefur verið auma vorið, árferðið og Mislingarnir, sem víða hafa orðið skæðir helzt í Rvík og nágrenninu, víða hefur valla eða illa orðið hirt um þá sjúku og þetta eígið þið nú í vændum, ofaná allt sem yfir hefur dunið í vor, kvíði ég mikið fyrir að frétta afleíðingar harðindanna; lengi og vel hafið þið varist í Þingeýarsýslu, eptir því sem ég sá á bréfum, skrifuðum í miðjum maí, þá Sigurg. og frá Granast. en þá var nú sauðburður fyrir hendi og hrot á hvet ofan, ís og skipleýsi það hefur verið óskemtil. að sjá Strandferðaskipin koma hvað eptir annað aptur svoobúin, og vita að margt muni skorta. nú ætlar "Waldemar" að leggja á stað 2 júli, suður um trúi ég, þó síðustu fréttir segir ísinn kyrrann þá norðan en eítthvað hafa losað fra þá austan. Veður hefir verið all milt núna 3-4 daga, en engin sunnanátt, og hvenær sem hann kular er það á

Láki er ný búinn að fá bréf frá föður sínum sem hann atlar að reýna að borga bráðum, en nú er mér ómögulegt að festa fingur á honum til að láta hann skrifa. Eg vona elsku systir, að þú láir mér ekki, þó mér ekki finnist huxandi til ferðalags fyrir hann sendir þessum kringumstæðum, þarsem hann er nýstaðinn upp úr veíki, og ekki sést nú annað fyrir enn veíki þessi geýsi um allt land í sumar. Eg kenni í brjóstum þig og þá sem hafa svo mikið að stundu; ekki að tala um hvaða hnekkir þau verða um bjagraðistímum - ef nokkurntíma verður slegið- og hætt við að fólki fari ekki nógu varlega með sig. Enginn ætti að brúka vota dúkinn sem hann Jónassen ráðleggur um hálsinu, hinir læknarnir eru reýðir yfir því og segja það sé prentvilla og egi að vera Vott bómull.

ég brúkaði sauðfitu ull um hálsina og engann þurft fyrri en nokkum dögum eptir að þeír voru komnir inn, eða þegar það fór á fætur. Jonassen finst mér ekki gera sig verðugann landlæknis embættisins, með því að stökkva af landi burt í byrjun landfarsóttar. Hinir læknarnir eru uppteknir og útgerðir í Reíkjavík sjálfri, og þó deýa þar flest.

Hamingjan gefi nú betri ferð frettir af ykkur en ég byzt við um fjárhöld og árferði og að mislingarnir verði vægir. Grímur biður að heílsa Við Láki kveðjum ykkur hjón og börn hjartanlega.

Þín elskandi systir

Jakobína.

Myndir:1234