Nafn skrár:JakJon-1885-05-29
Dagsetning:A-1885-05-29
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BesaSt. 29 maí, 1885.

Elskulega systir mín,

Láki okkar er búinn að skrifa þjer en getr aðeins lauslega um það sem átti að vera höfuð efnið semsje að segja þjer frá að hann var fermdr á Hvítasunnu í Görðum; vorum við svo til altaris hjer í Bessast. á Annann. Jeg hef reýnt eptir því sem jeg hafði vit á að búa hann undir þessa daga og prófastinum líkaði vel við hann í Kristindominum. Guð bið jeg af hjarta að gefa þjer og mjergleði af honum, og honum framfarir í öllu góða og staðfestu þegar um á að liggja útí heiminn. Jeg þytist minna hann rækilega á ykkr foreldra sína og að kampkosta það sem ykkr

er að skapi. Jeg óska þjer til lukku með Kristjönu, sem ef til vill hefr verið fermd sama daginn, svo nú ertu búin að afljúka því starfi. Kristján son þinn sá jeg i Görðum fermingardaginn, bað jeg hann að koma hingað og borða með okkur, en hann mátti ekki ver að því. Fátt var um gesti nema Steingrimr þinn og Gísli frændi mannsins m. sem býr með Stgr. Þeir koma hingað opt í fríönum. Ekki er nú til setunnar boðið fyrir Láka og má hann nú láta meir á móti sjer að sitja við bókina síðan voraði, en í vetr.

Kallt er vorið og liklega verðr ekkert gott að frjetta að

norðan. Ef þú skildir fá þetta brjef áðr enn maðurinn þinn fer á stað til þings, þá bið jeg hann að huxa um að koma Einari Friðgeirssyni eitthvað að Þingskiptum, sem honum langar til að fá Það hvað reyndar vera von á fjölda af studentum frá háskólanum, en jeg held þeir verðskuldi það ekki fremur Einari.

Forláttu nú stutt og ónýtt brjef; það bæti ekki um Láka brjef sem jeg var þá ekki ánægð með. Jeg kveð ykkr hjón og bbörn hjartanlega og óska allra blessunar. Þín elskandi systir

Jakobína

Myndir:12