Nafn skrár:JakJon-1885-11-09
Dagsetning:A-1885-11-09
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BessaSt. 9. nóv. 1885.

Elskulega systir mín,

Jeg man ekki hvað langt er síðan jeg hef skrifað þjer, en síðan hef jeg fengið Grösin og ullina, sem er hvað öðru betra búílag og þakka jeg hvorttveggji hjartanlega. Steingrimur þinn sagði mjer að þú hefdir verið mjög lasin eptir austr ferðina, en þú varstu svo frísk, jeg hafði mikið gaman af að sjá brjef þitt skrifað á Seiðisfirði, til mannsins þins. Snemma hefr veturinn geingið í garð hjá ykkr eptir stutt og arðlítið sumar; það lítr ístyggilega út um allt land; brjef eða frjettir hefi jeg nú allt ekki fengið og nú á póstr að fara á morgun

Þú færð nú Guði sje lof, góðar frjettir af sonum þínum, vona jeg þær skrifi þjer rækil. sjálfur;

mint hefi jeg Láka okkar á það. Torílegra þykir mjer nú heimafyrir siðan Láki flutti þá er munjur að geta sjeð hann smátt og smátt, hann hefr verið hjer heima um helgi síðan hann fór en í gær voru þeir Stgr. i Flensborg. jeg vildi heldr þeir kæmu hingað í annað skipti því hjer var úræðiSamur messidagr. Jeg var inni Rv. nokkrar nætr um fyrri helgi, til að sjá búskap þeirra Láka meðal annars og útvega honum meðal ýmisl. Það fer mikið vel um þá hafa 2 vel útbúin herbergi, ekki geingr heldr að Láka þar sem hann boðar, Tómas og Ásta eru honum einsog sistkini og Krakkarnir leika sjer við hann; þar að auki getr hann komið til góðkunningja okkar. Skólabindindið held jeg geri mikið gott, að minsta kosti er á meðan er; Gvad Templs fjel. þroskast líka í Rv. svo Kaupen. og Knæpurestar eru hræddir um

að þeir fari á húsganginn.

Föt Steingr. þíns eru búin fyrir hálfum mánuði, kom hann hingað einn sunnud. til að láta sniða eptir sjer, en ekki er hann farinn að reýna því, með því hann hefr eigi komið síðan en það stendr til næsta sunnud. jeg vildi ekki senda þau ef einhverju þyrfti að breíta; þau eru alllagleg en heldr þunn og ekki laus við higðr, nema treýur sem jeg tók úr því beztu; Litarnir hafði eigi náð vel úr þeim, þó hann lofaði því. Jeg legg þjötlu vinum brjefið svo þú getir sjeð litinn, sem mjer þikir eru fallegri en á Láka fötum. Grána ykkar líðr mikið vel, hefr fitnað stórum.

Ekkert veit jeg nú um Pjetr bróður okkar nje Hólmfr. á Grunastöðum langann tíma; sjáir þú hann eða eitthvað af okkar fólki bið jeg kærl. að heilsa. Skila kveðju frá manninum og kveð þig og þitt hús með beztu oskum. þín elskandi systir Jakobína.

Myndir:12