Nafn skrár:JakJon-1886-02-03
Dagsetning:A-1886-02-03
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

BessaSt. 3 febr. 86.

Elskulega systir,

Jeg þakka innil. fyrir brjef þitt af 5 f.m. Er mjer gleði að heira allt bærilegt að norðan þó það verði valla sagt um árferði og það sem af því lídur; en það er mest vert að Guð hefr verndað frá öllum voða, enda hypjaðu harðindin um það leýti sem þú skrifar og hafa þótt mikil hjer, hvað þú hjá ykkr, er það ískyggilegt svosem sumarið var óhagkvæmt. Jeg var um tími hrædd um að við yrðum heýlítil af því við vorum nú búin að fjölga aptr í fjósinu eins og var fyrir harða vetrinn, en nú höldum við það endist. Maðrinn m. súrsaði heý i 2a gryfjun og gefst það vel.

Óvanal. mikill snjór, ís

og svell er nú yfirallt; er nú dugl. geingið hjer á milli og Rvíkr og farnin lítill KróKr. Drengir þínir komu um fyrri helgi og leið þú vel. þeir munu skrifa sjálfir. Láki varð hinn 8di af 21a þegar raðað var í deremlur; nú byrjar miðsvetrarprófið bráðum. þeim þykir skemtileg skólarvistin nebli er hún það fyrir pilta sem hafa bærilegar Kringumstæðr.

Hjeðan eru nú þau stórtíðindi að frjetta sem standa i öllum blöðum, hið sviplega fráfall Landrháttingjans og varð öllum mjög vilt við þá fregn. Hann var einhver bezti vin mannsins m. Kom hjer opt stundum með konuog börn. Sendir liggr en i í rúminu, þó á bataveegi segja læknarnir, svo ekki geingr frú Elinborg á sárum. Bisk-

Grána ykkar lídr vel.

verið sorgleg sjón -eða svo finst mjer- að sjá hann leggja þaðan einmana, með litlar föggr og þunga ganga fyrir Guðfinnu að fylgi honum aðeins útfyrir túngarð; # Guð veit því hvernig það fer í vor ef hann lifir, en það finst mjer að efnuðu börn hans ættu að virða við Hólmfríði ef hún hefr gæfu til að geta látið honum líða bæril. hjá sjer. Hólmfr. talar vel og skinsaml. um allt þetta, en hún hefr í vátt að verjast aðstoðarlaus ekkja. Hingað hafi heyrst slæm tíðindi af verzlun eða frammistöðu Jakobs sem jeg vona að sje ýkt, er ráðlag hans var undarlegt; það atlar helmingr manna að - hlaupa frá æfinni og gerast kaupmenn, fara svo á hausinn. Guðjohn er vist ofrlítið kænni og meri kaupmaðr og Giðingr. Jeg bið nú hjartanl. að heilsa manni þínum börnum og frændum sjerstakl. þuriði sem nú er búin að gleýma okkr. Maðrinn m. er inní Rv til að vera við Greptranina, og Bína annars bæði hann að heilsa. þín elsk, systir Jakób.

#var ekki frítt við að mjer vaknaði um augs er jeg heiri þessa sögu.-

upinn tekr mjög nærri sjer missir teingdasonar síns, er sagt hann atli að frábiðja sjer þingmensku. Magn. Stephensen stendr fyrir útförinni sem á að fara fram 5 þ.m. B. Thorberg var mestu valmenni og prúðmenni og valla fá menn astSælli höfdingja heldjeg. PostSkipið kom á sinum tíma en mjög fáskruðugt trúi jeg, fer aptr á morgun.

Ekkert brjef fjekk jeg frá Grunast núna er Pjetr. br. skrifaði okkr hjónum fyrst í nóvbr. og þykir að við ekki höfum svarað sjer uppá brjef sem hann hafi skrifað Jóni mági í sumar, og sem við Jón mintumst eitthvað á hjer; það hefr eflaust verið um þetta sama óþægilega efni, og ekki hægt viðgerðs. Menn hafa ekki huxað í fyrra að hann gerði alvöru og þeirri ráðagerð að fara frá Reýkjahlíð einsog þó kom á daginn og víst held jeg það hafi

Myndir:12