Nafn skrár:JakJon-1889-05-06
Dagsetning:A-1889-05-06
Ritunarstaður (bær):Bessastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bessastöðum 6 maí 89.

Elskulega systir mín

innilegar þakkir fyrir þitt ástuðlega brjef af 14 f.m. og allt systurlegt! Það er satt að nú er farið að fækka um brjefaskipti, er jeg alltaf að tefjast að skrifa en fæ stöðugt að vita hvernig þjer og þínu heímili líður hjá börnum þínum, sem farið hafa milli okkar Þorlákur hefur lofað mjer að skrifa heím með hverri ferð en ekki veit jeg hvernig hann efnir það þegar hann er í Rvik. Guð sje lof að þú ert nú á batavegi eptir veikindin í vetur! Börn þín mega ekki missa þig, en þungbærar eru miklar þjáningar einsog þú hefur opt orðið að þola, en furðanl. rjett við á milli. Þorlákur okkar kom hingað heím fyrst í apríl, hefur nú setið við bókina með mikilli

ástundur siðan, er hjer optast þeýjandi dalur í stafnum hjá okkur, því maðurinn m. les mikið líka og valla talað orð nema við máltíðirnar. Bal. var frískur og sællegur þangað til síðast í marz, fjekk þá gulusnert, af Fortjölslu hjelt Tómas, sem batnaði fljótt, þegar hann kom heím gaf jeg honum mest mjólk og grauta og ljettmeti og er hann nú hinn hraustasti.

Mikið kendi jeg í brjóstum ykkur að fá frjettirnar af Reb. í vetur, enn þó mest hann sjálfu, þó ekki hafi jeg rjett hönd frá síðu henni til hjálpar, og altaf lítið verði lekið undir það sem þið stingið uppá. Rebekka hefur ekki komið nærri eins mikið til min í vetur og jeg hefi óskað, atlaði jeg að geýma það að fá hana að vera Brúsa hjer til útinánaðs og vors, en vildi ekki tefja hana framanaf vetri þá því sem hún hefði fyrir stafni til munar og handr

varð að liggja að öðruhverju fyrir og um páskana, gat því hvorki orðið af þessu nje að jeg kæmist í bruðkaup hennar og þótti mjer mikið fyrir því. Reýndar fór bezt á því að Kristján gipti hana áður enn hún fór úr búri hans. Nú veíztu hvar þín eru niðurkomin, Guðni leigði strax herbergi og er það í bezta nágrenni sem kostur er í Reýkjavík, enda finst nú Guðnyu að Rebekka að Reb. sje frískari líkamlega og andlega en áður og sami finst Láki. Við Reb. hefi jeg hvorki talað nýlega nje hún Skrifað mjer, veít því ekki hvort hún mundi nú vilja breýta til eða rífa sig upp aptur því nú hafa þau allvel og með vægum kjörum búið um sig, en jeg veít að Guðm. mundi ekki vilja það, gæti líka verið að minna yrði nú veiki hans ef hann væri hjer með annann fótinn. Í annann stað er jeg það mannleýsi að jeg

Hún kom hjer fyrst í oktober dvaldi svo rúma viku í nóvember, kunnum við þá ágætlega við hana, var hún þá kát og skemtil. Um jólin var hún alvarlegri, en þá vrou fleir svo jeg tók ekki eptir því. Svo var hún hjer rúma viku seint í marz, nokkuð minna kát en í haust en alls ekki angurvær; jeg var svo blind eða uggði alls ekki að svo jeg tók eptir engu, en, því miður likl. svo þar að hún sagði mjer heldur ekkert, kom þá Guðni og sókti hana áður póstur fór. Viku síðar komu þær hjer Ingibj. þó Oddu og Guðný og sögðu hvað á efni var, hafa það eflaust verið skaprauna miklir dagar fyrir Rebekku meðan þetta komst í kring. En það var sosem sjálfSagt að þau giptust hið bráðasta, var jeg að huxa um tíma að þau gætu gipt sig hjer, en þá varð jeg enn lasnari en ella af bólgu með Feber, svo jeg

treíst mjer ekki til að verða Reb. að því liði sem skyldi og hún þarf með, því jeg má ekki á mig atla en Þuríður Sigug. sem gott mannstak er í er uppí Borg hjá Bínu okkar og verður þar ótiltekinn tíma, þangað til seínt í júni sjálfsagt, verð jeg á meðan að fá mjer stúlkur að föngum sem mjer sje traust og gleði að, hefi jeg nú um tíma náð á Guðnyu, sem mjer og fl. sem til þekkja lízt prýðilega á, en hún má ekki vera lengi. Reb. hefi jeg beðið að heímsækja okkur og dvelja um tíma ef hún treýsti sjer til. Í Reýkjavík er miklu betri hjálp við hendina en hjer. afbragds yfirsetukonur sem ganga til móður og barns langann tíma, læknar á hverju skái, Guðm. og Rebekka sýnist mjer heldur ekki meiga sjá hvort af öðru. Anna og Ásta kona Tómasar og frá Odda systur

mundi verða henni mjög notalegar en hennar bezti vin og stoð í öllu þessu held jeg Guðný hafi verið. Herbergið er leigt og mundi þurfa að borga eptir það hvort sem það væri brúkað eða ekki; rúm og dálítinn húsbúnað hafa þau fengið með hæga núli og málamatur verður valla mjög dýr. Jeg vona að Reb. fái nú aptur gleði sína, -þetta gleýmist bráðum,- og að heilsu hennar sje betur borgið þarna en ef til vill hjá mjer; jeg veít sem sagt ekkert hvort vilji hennar er í þessu efni. Mjer er reýndar ekki ljúft að skrifa tómar nítölur og afsakani en jeg er neýdd til; jeg treýsti mjer ekki bjódu það, sem jeg ef til vildi digði alls eigi til. Hjer er nú fákinn á heímili og ekki nógu líflegt eða hressandi fyrir hana, Baldur altaf við bókin en þuríður ekki heíma. það þýður ekkert að tala um hvað mjer svíður að verða svona

dregur heldur enn ekki úr voninni um glæsilega framtíð.

Ekkert veít jeg hvað nú verður með Þorlák okkar. Guð veit hvað gull er gott, það eru óSköp af þessum Stúdentum og ekki að vita hver vegurinn er heilla væri leguStur til að geta unnið fyrir sjer. Maðurinn m. er nú gamall orðinn. Guð hve veít hvað lengi jeg get dagað honum enda ekki mannstak í mjer, veldur það mjer mikillar á hyggju; en jeg hef haft svo mikla gleði af honum að jeg vil vinna til þess ef hann hefdi ekki ílt af mjer. Hann er vel innrættur og óspiltur ennþá. Forláttu nú brjefið! Jeg kveð þig ástsamlega með manni og börnum ykkar og skila kveðju frá mínum manni.

Þín elsk. systir.

illa við tilmælum ykkar.

Það hafa erið allt annað en gleðil. frjettirnar af Bínu m. í vetur hefur það atlað mjer sorgar og áhyggjur, hún hefir eflaust lagt mikið að sjer, var fjörug og þrifin, en bærinn vondur þó þau löguðu talsvert í haust; framað jólum kendi hún sjer einskis meins en í januar lagðist hún þúngt i Kaldfeber, likl. af kælingu eða umSkiptum af loptslagi bæði úti og inni, var svo mjög lasin öðru hverju þangað til í apríl að hún fæddi dóttur raunar mánuði aftir einnu; Bína varð vel frísk á eptir og sú litla þroskaðist furðanl. þangað til hún veiktist á 16a degi af munnskap eða mest af Difberster og dó daginn. Sr Einar skrifaði mjer, síðan hef jeg ekkert frjett en sýst náð að það leggist þungt á Bínu;

Myndir:1234