Nafn skrár:JakJon-1857-03-30
Dagsetning:A-1857-03-30
Ritunarstaður (bær):Eskifirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Eskjufyrdi 30 Marz 1857.

Elskulega góda systir!

Jeg þakka þjer hjartanlega góda brjefid af 12 Febr. og allt ann ad systálegt!

Jeg kom híngad í gærkvöldi med Benedikt bródir okkar; hann kom fyrir nokkrum dögum ofanúr Hjeradi, og fyrst hann ekki nennir ad Skrifa ætla jeg ad segja þjer ad hann verdur líklega í Galtastödum, næsta ár, med líkum Kjörum og þetta lidna. Sjera Þorgrímur ætlar ad gipta Margrjetu dóttir sína Kristjáni snikkara Krojer sem hefir verid hjá honum nokkur ár og eiga þau svo ad reísa bú á Hvammí ad einu ári lidnu, svo útegid er um ad Benidikt getur ekki vænt sjer miskunar hjá honum.- Factor Svendsen -sem nú er ordinn svili B. og giptur Augustu Snorradóttir-

hefir bedid Bened. ad vera vid pakkhúsbyggíngu hjá sjer í vor, og jeg held hann fái þar góda forþjonustu. Jómfru Sekun (Hanna) er hjer og verdur hildeg eptirleídis; þær eru mjer óSköp gódar, konan nýa, og hún og vildu ómögulega sleppa mjer heím í dag þó jeg reíndar megi ekki fara ad heíman því altaf er módir mín svo vesælt og má ekkert á sig reína, jeg hef líka vilja til ad láta hana ekki þurfa þess, hverninn sem þad tekSt.

Af Kristrúnu er allt, þad sama ad segja, hún leít aldrei blídann dag allann þorrann, og eínusinnir- þegar hún bjóst vid burtfor Sinni- bad hún födur minn ad þjónusta sig med manni sínum og börnönum sem fermd eru; Jeg segi þjer satt þad er átakanlegt ad sjá og vita hvad hún þolir mikidm en þá bid jeg gud ad fjarlægin þá Stund sem hann hrífur hana burt. Mjer lídur dável og jeg vil fegin gera mig ánægda med þad starf sem jeg verd ad hafa í hendi, eínúngis jeg gæti ordid bródir m.

Fyrirgefdu þetta kriSs sem eg kemst ekki til ad hafa lengra enda er nóg af so gódu! Jeg á ad Skila ótal kvedjum sem ega ad fara til ykkar og ad SkútuSt. og Geírast.- Biddu Jón litla Þorláksson ad skrifa Tómasi. Jeg kved þig þá sjálfa og vini þína med med óSkum allrar sannrar gledi og sælu

Þín elskandi systir

Jakóbína.-

Madur Augusta Svendsen bidur kærlega ad heilsa þjer. ert og þú þess líka Jomfrú Sekan og jeg gleímdi

Benidikt og Gísli Herrar Wim

ad eínhverju lidi, og vertu viss um ad jeg til aldreí eptir mjer þad lítid sem jeg hefr fyrir ad bæta úr þörf hans. Jeg heira má mest af öllu um ad módir mín þurfi sem minst ad leggja á sig- Hjer fyrir austan hafa ordid miklar lérfarir í vetur; 3 urdu úti í þorra vedrinu og marga kól medal annars eínn mann í Eídölum sem búinn er ad miSsa fæturnar ad öklum. Kona eín í Mjóafyrdi er nýordin brjálud; þad er óttalegt hvad þeír fjölga sem missa vitid og aumt og þúngt ad sjá vini sína og vandamenn í þeím kríngumStædum.- Jeg fekk brjef frá Hólmfr. systir skrifad 24 Janúar; henni lídur bæril. nema heílsan er altaf heldur lin; þó segir hún ad ekkert hafi tekid uppá sig eíns og heílsuleysi Sr Jóns, sem líklega er altaf nokkurnveginn vid þad sama.- Sr Sigfús Skrifar líka langt og snjallt brjef um ferdina sína nordur í vor, honum finst mikid til um byggíngar og mannsid mágs síns á Gautlöndum.

Myndir:12