Nafn skrár:JakJon-1869-06-19
Dagsetning:A-1869-06-19
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum, 19. júní 1869.

Elskulega góda systir!

Þann 11. maí fjekk jeg þitt ástúdlega brjef af 22. Apríl, sem jeg þakka þjer. Jón frændi er farinn fyrir nokkrum dögum bid jeg póst ad færa honum þetta brjef og hann svo þjer. ón er heldr gódr drengr ad mínu álíti en kannske ekki nógu alvöru mikill og heldr laus fyrir, svo jeg síninda mjer ad so honum rætist mikid eptir því í hvada fjelagsskap hann lendir; mig hefir langad til ad minna á ad nota frístundir sínar í vetr en vaninn er ríkr þegar þær hafa verid brúskadar til lítils ádr Sjálfr segir Jón ykkr um veíkindi sín og ad hann var ekki ferdafær fyrri. Bágt er ad heíra um hardindi og skort ad nordan, jeg er viss um ad hjer væru menn daudir hefdu ekki skipin komid svo snemma.

Bródir okkar hefir verid veíkr og leígid rúmfastr, sídan í maí byrjun, optast mjög þungt haldinn, eínkum vikuna fyrir Trímtatis

vorum vid þá mjög hræddar um hann. Vid höldum þad sje fjaskalegr gigtfibir, sem hefir sett sig, einsog strítt tak ýmist í mjödm, huppinn, gkl. knjer eda háls svo hann hefir ekki þolad ad hreífa sig þad minsta án hljóda. Þó hann hafi opt verid lasinn, hefir nú keírt úr hófi, aldreí ádr hefir hann leigid nema nokkra daga vid hfum vakid yfir honum, auk annars hefir hann verid mjög hugfallinn og augun vær opt og tídum; þad er ótrúlegt hvad hann er ordinn líkr födr okkar sál. og minnir okkr opt lifandi á hann. Hann bidr hjartanl. ad heílsa ykkr hjónum og ef madr þinn fer til Alþingis, sem vid ekki efum, bidr hann ad þú hafir skjölin um mál Páls Johnsens í geímslu hjá þjer svo þú gætir sent þ sjer þau, ef hann kynni um ad bidja, þó likl. verdi ekki af því. Jónas Hallgrímsson kom heím í gærkveld, öllum á óvart en öllum til gledi, med póstskipi á Berufjord, ætlar hann ekki ad leggja lengra útí stúdjeringar í K.höfn, en fer likl á Prestaskólann í sumar. Tómas ætlar til Noregs um þessar mundir med dönskum og sænskum Sóndentum. Sigr. Þorsteínsdóttir kvad vera mjög vesöl fyrri brjóssti, þikir mjer þad ílt ad heíra því þad hefir sjaldan gódar afleídingar. Jens Sigurds. er ordinn Rector. Nú fer þú ad búast vid Kristjáni þínum, jeg bid kærl ad heílsa honum og þakka þær

Húsfrú Solveíg Jónsdóttir

í/Gautlöndum.

gott og alúdlegt brjef. Jeg þakki mági mínum bad hann ad meíga verda samferds ekki vildi jeg fremr þyggja slíkt af nokkrum ödrum ef á þyrfti ad halda. Vel man jeg hans vinsamlegu og mannúdlegu uppáhjálp bid jeg þig, eins og ádr ad bera honum þakkláta kvedju mína. Jeg hef ekkert ad segja þjér hjedan nema Mal. hafa verid skædir á börnonu sídan voradi. Loenthen hefir verid sídan um Uppstigningardag ad huxa um ad flitja sig af Berufirdi á Eskifjörd þar sem hann hefir leigt hús, en þad geíngr svo anlída lega ad ótrúlegt er, eru menn þegar nir ad ýfast vid hann. Lítid hefir bródir okkar látid leýta hans, enda hefir hann fremr lítid traust á Lækninum. Jeg er ekki upp lögd til ad skrifa og get nærri ad þú hafir eitthvad þarfara og betra ad gjöra, en lesa löng og leídinleg brjef. um Jeg enda med því ad kvedja ykkr alt, sem innilegast og bidja ad heílsa frændum mínum, sem þid kunnid ad sjá eda finna.

Þín æfinl. elskandi systir

Bína.

Myndir:12