Nafn skrár:JakJon-1869-11-18
Dagsetning:A-1869-11-18
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum, 18. nóv. 1869.

Elskulega systir mín!

Eg man nú ekki hvenær brjef fóru á milli okkar, nema ad langt er sídan, en jeg frjetti af þjer fyrir skömmu med Sr Sig. sem kom hingad um vetr næturnar, þó liklegt væri hann hefdi fengid nóg af ferdalagi og hann ljeti ekki betr af sinni ferd en Níels póstr af sínum vestu, ad minstakosti var hann 19 eda 20 daga heim Karlinn. En þesskonar frjettir eru nú ekki nákvæmari en svo ad þeír vita hvort eínhver er lífs eda lidinn, á fótum eda í rúminu, og þad er reýndar mest í varid. Hjer lídr nú bærilega og betr enn áhorfdist framanaf í sumar; bródir okkar stje fyrst á fætr 23. águst og hefir sídan verid ad smástirkjast, en mjög geingu þad seínt og hann er altaf ad fá köst í hnjeid svo hann liggr um hálfa og heílu daga á milli; hreífingin er mjög lítil, ekki nema um sljett gólf vid stafi, þad er bágt ad segja hvort meíra bilar hann höfud eda fætr, því sviminn sem hefir dregid úr honum alúd í mörg ár hefir fremr ágert en minkad, jeg

Mágr m. hefir margsinni lofad mjer mynd af sjer, mintu hann á þad.

held hann þoli andlega áreýnslu engu fremr enn líkamlega. Sr Magnús á Skorastad hjálpar uppí lakirnar med embættisverkin; honum kemr vel ad fá eínhverja þóknun fyrir þad, jeg held hann þurfi eins og margr, meír enn sinna muna med. Kristrún mágkona er vesal núna, einsog fleýri af Kvefi, en hún hefir þó optast furdanlega heýlsa eptir þad, sem á undan var geingid. Jeg vildi nú heldr meíga tala vid þig stundarkorn góda systir! en mála þetta blad; jeg er nú ekki ordin eíns mikid fyrir brjefaskiptir, einsog þegar þú varst fyrst ad bidja módr okkar ad nota mig til þeírra, vel ad merkja svo þú slippir; jeg er gód med ad hætta því þegar minst varir, þó jeg hafi minna ad gjöra enn þú. Opt hefir mjer dottid í hug ad óska jeg mætti taka þátt í því med þjer, sem lagt er á þínar framyfir mína eda jeg hefdi mátt hjálpa þjer vid börnin þó ekki hefdi verid nema 1 vetr, en æfinl. hefir eítthvad hamlad mjer frá ad sleppa ekki eínusinni, svona miklu hingad til helzt þad ad stúlkr svona eíns og jeg eru æfinlega meíra til byrdi en hjálpar. Mjer lidr vel og jeg reýni ad nota tímann

minni meining, mist mjög hvort á bord vid annad, eda mjer hefdi verid alveg sama hvad verdid snertir, hvad jeg hefdi fengid þó sýslun hafi tekid vid essum lista einsog ödru get jeg ekki skilid nokkur vilji láta selja fötin; þú yrdir nú líka ekkert úr þeím, því fátt hefir jafnt vilja og mátt til ad kaupa hjer nl. engann og vill allt fá gefins vid opinber kaup. Gætir þú ekki brúkad 1 eítthvad t.a.m. handa dætrum Sigurgeírs svosem Paramatteskjól -virtan á 4dali sem væri góds sparikjóll og al- hægt ad breýta eda taka úr handa minni kvenmanni. Eítt man jeg ekki hvort jeg hef inst á, sem med kan ad valda rugli í reýkningönum og þad var gódgjördasemi Jöddu okkar ein kuns hans á sídustu árum, nú var ekki annad ad grípa til en skildingar þegar hann langadi til þess, en ádr voru þau vör ad taka af því sem heílt bú gaf af sjer og þú sjer minna högg á vatni. Optast huxadi hann um þad kæmi nidr þar sem sönn þörf var ad, þó stundum- þú skildr þad- bæri útaf því þetta er nú flest hvergi skrifad. Jeg vildi ekki leída hjá mjer ad mynnast á þetta úr því jeg er ad skrifa. Hjartanl. bid jeg ad heílsa manni þínum og börnum og kved þig sjálfa systilegst. Þín elskandi Jakóbína.

einsog jeg hef vit á og eptir kringumstædum. Illa fellr mjer, ekki sídr en ödrum Sistkinum, sú dráttr sem ordinn er á bædi skiphönum og helzt Illforn mynningunni. Sr Sv. sendi bródr okkar í haust kvædi eptir módr okkar; jeg spurdi Sr Hallgr. hvort hann vildi ekki láta prenta þad núna Nordanforn, en hann svaradi ad hann vildi koma því öllu til prentunar med næstu póstferd. Jeg hef víst sagt þjer ad Sýslumanni var fenginn listinn yfir Jöfin, þad var mjer naudugt og þú og fleíri höfdu tekid svo vel undir ad vid skiptum þeím sjálf, en Sr Hallgr. vildi þad. Jeg hefi samt, med hans leýfi tekid nokkud af þeím í minn hlut, sumt brúka jeg en sumt hefi jeg hjálpad Þurfídi Sigurgeírsdóttir um; Hólmfrídr skrifar mjer ad þad litla af arfinum, sem sjer veri muni hún vera búin ad skulda uppá í aín, sem Jón mágr hafa keýpt fyrir þaug og geti hún því ekki tekid þátt med okkr í Jötanum þó hún vildi. Eg sendi Hólmfr. núna gleraugu módr m. -sem hún mæltist til og peísu nýu eda óslitna úr klædi, sem hún átti og sem eg ætla ad taka í minn hlut. Fötin voru ad

Myndir:12