Nafn skrár:JakJon-1866-03-22
Dagsetning:A-1866-03-22
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reikjavík 22. marz 1866.

Hjartkæra systir!

Ástar þakkir fyrir brjefid þitt af 10 febr. þ.á.s. en einkum fyrir alt systrlegt ágæti frá upphafi okkar vega! Ekki eru gledileg brjefin ykkar Pjeturs, og skil jeg vel í því, jeg þekki nokkud hvad þúng veikindi geta sorfid ad, en gudi sje lof, ad þau hafa ekki höggid en nær ykkr; jeg ætla nú ad vona heilsa og hamíngja, sól og sumar verdi komid yfir ykkr þegar þú lest þessar línur! Ad heiman hef jeg ekkert frjett sídan um jól, því núna komu engin brjef, er þad bædi leidinlegt og getr komid sjer illa. Jeg ætla ekki ad segja frá hvad jeg er hrædd stundum ad eitthvad kunni þar vid ad bera, sem jeg hefdi viljad vera vidstödd. Mjer hefir lidid vel í vetr; jeg hef góda heilsu og þad sem jeg med þarf, en opt óSka jeg ad hafa hjá mér einhvern þann vin sem bundinn er med skildugleikans böndum, börnin óska eptir frelsinu

og ad vera engum hád, en þad er sannarlega vandaminna ad láta adra ráda fyrir sig eda med sjer en ad ráda sjálfur. Þad er ad segja þegar madr á einhvern þann ad, sem annt er um velferd hans. Mikid hefir verid hjerum skemtanir í vetr, þær taka bædi tíma og skildínga, svo madr ætti ad vara sig vid þeím en ekki get jeg nú halt mjer af því. Comedíurnar voru leiknar í 14 kveld; jeg var í 1 kveld, og hafdi jeg mikid gaman af. Seinasta kveldid máttu allir vera ókeýpis sem keipt höfdu sjer adgöngu fyrir 6 kveld. Svo kom nú Bazarinn med þessum margraddada samsöng sem Þjódólfr skýrir frá; þad var gód skemtan, og tilgángrinn líka gódr ad minnast sjúkra. Á þessum samkomum kynnist madr mörgum, og getur fengid þá ad vidrædu sem manni gedjast bezt ad, og þad hefir nú skemt mjer bezt. Sýnist þjer ekki systir gód! ad jeg muni huxa mest um skemtanir og ad ega góda daga? Þó jeg prísi mikid þad tvent sona í gódu hófi, huxa jeg undir nidri med alvöru um

stundum húsfyllir og glatt í hjalla; Í vetr hefir hún eitthvad 14 Eleva.

Tómas frændi skrifar mjer segist hann hafa tekid Filosofirum 27 jan og geingid dável; nú er hann byrjadur á læknisfrædi, segir hann hún sje mest ad skapi sínu. Mikid eru menn hjer ánægdir med hinn nýja Stiptamtmann þó ekki sídr med komu hans, hún er bædi alvarileg og sköruleg og ber virdíngu fyrir Íslandi og íslenskum sidum; hún lærir líka Íslensku. Segdu mjer hvar madrinn þinn hefir huxad ad koma Kristjáni og Byrni fyrir í kost ef þeir koma nidr ad hausti, máske hjá Madm Möller? Þad er mikid varid í ad vera í gódu húsi, og fáum er heldjeg eíns ant um pilta og henni. Í þeirri von ad vid fáum einhverntíma optar ad tala saman munnlega eda brjeflega, enda jeg mida þennann bidjandi þig ad bera mína hjartans kvedju manni þínum og börnum Sr Þorl. og ödrum er henni vilja taka. Jeg tel ykkr gudi og er ykkar af hjarta elskandi

Jakóbína.

Jeg hef 2var komid til frú Hjaltalín; hún tók mjer mikid vel og sagdi mjer mikid af æfi sinni, sem jeg held ad ekki hafi altaf verid eins björt og menn halda, hún mintist foreldra minna og siSkina med einlægri velvild.

lífid. First jeg fjekk nú engin brjef ad heiman get jeg ekkert sagt um hvort jeg muni koma med piltum í vor eda ekki, þó verdr þad liklegast.

Dampskipid brunadi inná Höfnina ad morgni hins 15 þ.m. fyrri en nokkurn vardi; Med því voru engir ferdamenn nema Gudjohnsen, sem kom eins og hann fór, þad er ad segja án þess ad hafa fengid þetta embætti sem hann sókti. Prófessorinn er ordinn biskup og á ad taka vid embættinu 1 Apríl. Med næstu póstSkipsferd siglir hann med konu sína og dætr. Þær eru makalaust dannadar og vidfeldnar stúlkur, jeg hefi komid opt til þeirra, og þær hafa þó bedid mig ad koma miklu optar. Hvergi hefi jeg komid eins opt og til fröken Augustu bædi þegar jeg hefi tíma hjá henni, og svo opt á kveldin stund og stund, til ad njóta vidræda hennar sem eru bædi skemtilegar mjög og uppbyggilega, hún hefir verid mjer sjerlega gód, og mjer þyir sannl. væntum ad hafa fengid ad þekkja hana. Hún safnar ad sjer mörgum úngum stúlkum sem sestar hafa bezt hjá henni, svo þar er

Myndir:12