Nafn skrár:JakJon-1867-03-24
Dagsetning:A-1867-03-24
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reikjavík 24 marz 1867

Hjartkæra systir mín!

Ástar þakkir fyrir ágætt brjefi med seínasta pósti, en kom híngad 14 þ.m. Ekki á jeg mikid skilid af þökkum þínum fyrir Kristján litla þó jeg hefdi haft gódann vilja er hann í veiku gyldi, enda er so vel um þó búid ad þeir þurfa ekki mikils med. Jeg kom stundum til þeirra á eptirmid-dögum, og tala þá um hvada sidferdi piltar ættu ad hafa en fordast hefi jeg ad verda þeím leidinleg þeir ega ágætann fjárhaldsmann og húsmódir, og vildi jeg ædi og vona ad þeýr leyti ekki afsjer þeirra hylli. Þeir hafa líka gott húsnædi eda gódum Vert, og sýnist mjer þeir ættir heldur ad vera þar ad vetri þó dýrara sje en í skólanum, en ekki þyrftu þeir nema 1 herbergi þad er ad segja stofuna nidri þeím er þad nóg og notalegra ad hafa rúmid þar sem hlýtt er. Jeg hef sannspurt ad lítid er lesid uppí Skóla stundum á eftir middögum

sje einhver Kjaptúr í bekknum flykkjast adrir utanad og jafnve þeir sem hafa gódann vilja togast inní. Jeg veít ekki til ad margir heímsæki Kr. og Björn enda hafdi Teítur þad í skilyrdi. Ánægd medi þid vera med framgáng þeirra, þóad 2 sjeu nú fyrir ofan Kristján er þad ekki furda því þeir eru bædi gáfadir og hafa lesid svo lengi. Jeg þykist hafa ástædu til ad vona ad þeir haldi áfram skólaveru sinni eínsvel og þeir hafa byrjad hana.

Seínna skal jeg stauda Jóni Árnasyni og ykkur Reikníng á því lilia er jeg geri fyrir þá; jeg skal ekki hvetja þá til annars en hófs í klædaburdi, jeg hef mint þó á sistkini sín heíma sem máske sætu í hallanum, auda eru þeir reglulegir med þad. Fyrir Farhelaunsballid saumadi jeg Kristjáni klædisbuxur svartar; því hann verdr ad slíta gráu og bláu buxönum; þessar buxur huxadi jeg hann gæti haft í vor og næsta vetur því klædisbuxur þurfa þeir ekki nema sjaldan. Svo ætla jeg ad segja nýar

veít jeg annad ei um hann nema hann er heldur latur. I gærmorgun kom póStskipid en ekki kom Jónas frændi med því eíns og jeg bjóst vid, gerir hann rád fyrir ad koma med næstu ferd, hann hefir lesid vel í vetur enda hefir einhver ítt á eptir, þeir hafa hóid saman Sedgarnir en borda til middags hjá Hildi Þurídur er þar alveg, hún hefir verid lasin í vetur greyid og því ekki getad notid sín eínsvel. Fatt. getir hún rád fyrir ad fara heím í sumar; hún hefir lært ad sauma á machínu og pabbi hennar Keypt hana. Sr Hallgr. segist hafa verid betri til heilsu í vetur og gerir rád fyrir ad fara heím í Maí. Fátt get jeg sagt þjer af mjer systir, eda hvad jeg huxa fyrir mjer; þó býzt jeg nú vid ad fara heím ad Hólmum í sumar, má jeg þakka Gudi fyirr ad ega þar heimili þegar jeg vil, mágkona mín talar um heímkomu mína í hverju brjefi en sterkast dregur módir okkar mig heím. Vera má jeg hjá Þórd. vinkonu m. en jeg sje ad líf mitt hjer er ærid ónytsamlegt. Jeg hlakka til ad sjá manninn þinn í sumar. Heilsadu honum kærl. börnum þínum og gódum kunníngjum en sjálfa þig kvedur allrabezt þín elsk. systir

Solveg

ermum vid Klædistreýuna hans því þær eru ordnar so þröngar, og á hann þó mjög lagleg föt. Jón Arnason ljet gera þeím kápur. Helzt vil jeg rádleggja þjer ad búa Kristjáni grátt eda röndótt gróft og þikt vadmál í buxur, þad er bædi mest brúkad og þikir fallegast og svo sjer aldrei á því gráa; bláar buxur verda fljótt snádar og glansandi af bekkjönum og ekki þokkalega nema þær sjeu altaf vel bustadar; Treíur er sjálfsagt þeir hafi úr bláu vad máli, jeg hef margann heírt dást ad hvad fágód væri fötin þeirra. Buxur eru altaf hafdar mjög stórar og vídar þó ekki sje Kr. ordum mikill jötun. Nærpeinur þarf þeir líka endil. ad hafa annad hvort prjónadar eda saumadar; þá þurfa þeir valla margar ljereptirSkirtur, því þeir eru altaf í treýum nema í Eyjavastik Jeg veit þú rádleggur þad sama hvad Björn snertir; þeir hafa ad hyggju minni gott af fjelagsskapnum frændur því Björn er stadfastur mjög svo úngur og er þad gódr Kostur hjer. Jón á Hálsi er nettr piltur og egi

Myndir:12