Nafn skrár:JakJon-1858-03-28
Dagsetning:A-1858-03-28
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 28 Marz 1858.

Elskulega systir!

Hjartanlega þakka eg þér bréfid af 26 jan í vetur. Þú ert nú so gód ad skrifa mér næstum med hverri ferd og gerir þad engin nema þid og Valg. á Hálsi. Mér þikir um fáa hluti eíns vænt og bréfin ad nordan og altóna stend eg 3 eda 4 daga í "nordurdyrönum" þegar farid er ad vonast eptir póstinum. Þó eg segdi í vetur ad þú værir búin ad tína nidur ad Skrifa máttu ekki taka þad svo ad mjer þiki ekki vænt um þér bréfin þín. Enginn segir mér eínlæglegar og nákvæmar frá því sem eg vil vita einsog "mágur minn" og mig furdar næstum hvad hann er þolinmódur ad skrifa á móti öllum mínum þvættíngi. Þad sem þú segir mjer af Þorsteíni bródir mínum er öldúngis eins og Petur

Skrifadi mjer, og eínsog eg hafdi ímindad mér. Bágt er ad missa góda menn í þessa miklu spillíngu, þad eru so fáir sem snúa aptur, eptir ad þeír eru eínu sinni sokknir ofaní þetta. spilt Sr Þ. lætur nú vel af sjer í bréfönum til födur míns, sagdi í sumar ad heílsa sín væri betri enn ádur og þakkadi þad loptslagi matarædi og gódu adbúd þeírra hjónanna sem hann lætur mikid af; hann vill nú ekki heldur segja födur mínum nema þad bezta af sjer. Hann skrifadi mér líka í vetur og segist vera ad gera rád fyrir ad koma austur í sumar ef Jón mágur vilji slást í ferdina med, og þad vildieg yrdi ad áhrínsordum. Eg vil ekkert hvetja hann til ad koma, nema hann hafi eínhvern vissann og gódann mann med sér, og trydi eg engum betur til þessfyrir honum enn Jóni. Okkur væri líka öllum sönn gledi ad sjá annad hvort þig eda hann, en ég bízt vid þú huxir ekki optar til þeírra ferda. En ródu nú öllum árum ad því ad koma honum á stad. Þú getur bædi verid

mjög nordur í átthagana og hélt þar mundi vera gæfa sín. Líka sagdist hann vera ordinn þreýttur á búSkapnum og vinnuhjúunum, og þad væri því eíns og ósljálfráds ad brjótast í huga sínum ad bregda Búin, koma fyrir Börnonum og fara nordur. Frá þessu rédi eg honum sosem eg gat, í bréfi í vetur, því mér síndist þad ekki rádlegt. Þegar vid fórum frá Kirkjubæ leízt mér vel á ástand Sigurgeírs -því hann fekk þadan margt og nokkud mikilsvert gefins,- ur- Benedikt sosem ekkert af smávegis, því vid héldum hann þyrfti ekki sona fljótt á ad halda. Þóad Benedikt vilji feginn fara frá GaltaSt. er ómögulegt ad fá þad hæli handa honum sem hann tapadi ekki vid, ad fara á, frá Galtast. Eg tala ekki um hve mjög okkur langar öll ad hann þyrfti ekki ad vera þar Sigurgeiri til áskílíngar og sér til Skapraunar. En ekki hefir Sigurg. unnid jördina upp og flestum sem þekkja til finst þeír geta lifad þar bádir, og eg er viss um, þad vantar ekkert til þess nema sátt og samlyndi. Bened. kom hér nílega og var ad tala um ad koma sér fyrir í húsmensku annadhvort hér eda í KaupStadnum hjá Svendsen (q)

bóndinn og Húsfreían á medan. Eg vil þid teljid hann frá sudurferdinni ef mögulegt er ad ná fje hans med ödru móti, hann talar líka sjálfur um í seínasta bréfi ad slá henni af, og láta kunníngja sína f. sunnan sjá um fjárheímtu þessa fyrir sig. Þó mig lángi til ad hafa eítthvad af skildfólki mínu hér nærri mjer sem mér væri gledi og sómi ad, hefi eg aldreí í alvöru óSkad því hingad, því hjer er so margt sem mjer líkar ekki. Ekki er eg heldur so til finningalaus ad mig langi til ad sjá brædur mína drukkna, því engir dagar hafakomid eíns leídinlegir yfir mig, eínsog þegar svo hefir stadid á fyrir födur mínum. Ekki hefdum vid leítast svo vid ad koma Sigurg ad GaltaSt. ef vid hefdum ekki huxad ad hann mundi geta bjargast þarí, því þeír eru alment álitnir bezta jörd í Túngu; eda hefdum vid vitad sona mundi fara. En hann ljet svo illa af ad vera á Kambstödum. Sona fer stundum þad sem madur gerir í góda meíníngu. Þad voru mörg vedrin í honum, í hauSt þegar eg kom þangad, (eg man man ekki hvört eg sagdi þér nokkud frá því í vetur). Hann sagdi sig væri farid ad langa svo

(q) svila sínum, og selja allar skepnur sínar. En bædi rjedu Sv. og Sr Hallgrímur honum frá því,og eg er líka hrædd hann hefdi skada á því. Þó mig langi mikid ad hafa Bened. hjá mér get ég ekki álítid gott fyrir hann ad fara híngad. Hallgr. br. hefir opt, og eg held næstum altaf, verid lasinn sídan í fyrravor, og eínhvernveginn daufari og umhyggjuminni um búSkapinn, Eg hef líka borid mig ad láta sem fæst koma til hans Kaita innanbæar, en eg Skipti mér ekki af mörgu fyrir fyrirutan "min Dirkekreds". Hann lángar víSt altaf til ad mínka um sig og fækka Fólkinu, sem optast er midt á milli 20 og 30, en þad er ekki svo gott ad gera þád Svo manni líki. Fadir minn byggdi nú Benidikt 1/4 kart úr Galtastödum, því B. vildi hafa sitt, þó þad væri lítid, Skipt og skilid. Þennann part hafdi -Fadir m. áSkilid sjálfum sjer ef hann þyrfti á ad halda í byggíngarbréfi födur míns Sigurgeirs. En ekki veít eg nú hvörnig Sigurg. tekur undir þetta

þó fadir minn færi bædi vel og blídlega ad honum. Ekki atla eg Sigurdi á Arnarvatni ad hann hafi sagt af illvilja nokkud óSatt hédan, því hann reíndist okkur rádvandur og gódur madur. Þad var ofurlítid atridi sem P. sagdi mér eftir honum í fyrra, enn þad stód nú raunar á litlu. Hér er annars stundum ólag á vinnufólkinu og kemur þad mest til af vinnukonu eínni sem hér er ordin invendarunn, hún er í mörgu væn og dugleg, og í mörgu ekki. En eg veít nú hvort þad eru margir Stadir sem ekker er ad. Eg er nú ordin hissa hvad bréfid mitt er fult af BúSkap og áhyggjum sem eg vil þó fegin vera utan vid. Okkur lídur öllum dávil núna og eptir bréfi frá þér sem segi mjer eítthvad skemtilegra enn þetta, og í sumar fæ eg ad sjá Mág minn og máske Sigga litla.

Foreldrar mínir bidja hjartanl. ad heílsa ykkur og vid öll í sameíningu kunníngjonum kríngum þig eínkum á SkútuStödum

til

Madm Solveíg Jónsdóttir

á/

Gautlöndum

Jakóbína.

Myndir:1234