Nafn skrár:JakJon-1860-01-14
Dagsetning:A-1860-01-14
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 14 Jan. 1860.

Elskulega systir!

Jeg þakka þér kærlega elskulegt brjef sem madur þinn hafdi skrifad skömu eptir ad hann kom af þingi en ég fekk ekki fyr en í Nóvember;- Þad gledur mig ad ykkur leíd þá vel, og ad Jón var komin heíll á hófi og heídri krýndur heím. Ekki þikir mér ólíklegt ad þú hafir átt ördugt ad gæta bús og barna heíma, eínkum hafi þau verid veík, þad kemur liklega optar fyrir firSt Jón vann sona mikid "Bifald" á þíngi í fyrSta sinni

Fadir okkar skrifa víSt og segir allar fréttirnar, svo bréfid mitt verdur ekki á marga fiska fremur enn vant er. Altaf er Kristrún ad hressast betur og betur og beíngur nú um allann bæ á hverjum degi, og segir nú stúlkum sínum sjálf fyrir búSkapnum og gleíra, en ekki tekur hún neítt af mér ennþá, ég er nú samt ad ef batinn heldur

áfram ad hún geti máske tekid vid í vor med adStod dætra sinna, sem ordnar duglegar stúlkur, en samt óvanar vid þad; ég yrdi líka fegin, ad mega gera eítthvad annad.

Um þad leíti ad pílturinn fór í haust eda 17. November fæddiSt Madm Svendsen stúlka; gekk þad alt bærilega til. Svendsen kom 2ur dögum ádur ad kvedja og sækja Lauru, en skipinu gaf ekki byr, svo hægt var ad senda eptir honum; kom hann þegar um morguninn eptir ad barnid var fætt. Litla stúlkan var skírd um kveldid og heítir Henrietti Luise, því Svendsen fór strax í bíti daginn eptir. Hún er falleg of framfarasöm og módirin komin til gódrar heílsu. Vid búum í lopti yfir Stofunni med 2ur Rúmum, 2 bordum Kommodu Rabissu og stólum, og er stundum nógu skemtilegt þegar vel liggur á okkur. Hrædd er ég um ad henni finniSt lángt úr verda, sem hún Skemtir sér vid börnin sem láta hana hafa nóg ad huxa.

Altaf lángar mig meír og meír og nordur, en margt er á móti því; Í sumar kemur T'omas heím og Jónas verdur látinn fara med honum, so vil ég líka vera heíma medan Augusta er ófarin. Þad vildi ég mágur minn gæti nú ekki gert ad sér nema Koma auStur í sumar; þig bjáir ekki ad nefna til þess. Sr Þorlákur hefur stundum gert rád fyrir ad koma, en þad verdur ekki nema Jón aki honum; ef ég kepni eítthvad fyrir mér skildi ég koma þessu til leídar.

Sr Hallgr. veíktiSt snöggl. 1/2 mánudi fyrir jól og lá framundir nýar, en er nú ódum ad koma til.

Módir m. og mágkona Augusta og allir frændur bidja mikid ad heílsa. En ég kved þig med manni og börnum, og óSka ykkur allra gæfu þetta ár og æfinlega.

Þín elsk. systir

Jacóbína.

Mig lángar til ad vera henni innankendar þad lítid ég get.

Benedict bródir er hér staddur núna honum fæddist í sumar drengur sem heítir Sigfúst August; (ég hefi máske sagt þér þad ádur,) hann var lengi vesæll í sumar og Gudrún fekk brjóstmeín. Heldur gekk Bened. illa heýskapurinn sökum vafvidra, sem þar eru út vid sjó, eínsog hér í fjördum, so hann hefir ad mörgu leýti átt heldur erfidl í ár. Þó veldur því mart ad Gudrún á Ketilstödum, sem híngad til hefir verid okkur væn, er nú búin ad breíta lund sinni um sem mest Stjórnar bædi sjálfri henni og manni hennar- á móti Benidict, segja þó allir ad hann egi þad ekki skilid, en rógur allra hjúa hefir komid því til leídar. Þad er nú öldúngis óvíSt hvort Benedict fær ad vera þar, og Skal ég skrfia betur um þad þegar ég veít betur. B. bidur kærlega ad heílsa ykkur og er gladur og kátur eíns og hann átti ad sér. Bágl. held ég gángi fyrir Sigurgeiri og veldur því öllu hid eína illa vald. Börnin eru farin ad koma til léttis efniS og vel gefin.

Myndir:12