Nafn skrár:AnnAsm-1880-01-01
Dagsetning:A-1880-01-01
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Anna er móðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Anna Ásmundsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1837-12-15
Dánardagur:1891-04-07
Fæðingarstaður (bær):Rauðaskriðu
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Syðra-Fjalli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Garði 1d Janúar 89.

Elsku legi Einar minn!

Gud gefi ad þessi midi heinsæki þig gladan og heilbrigdan mjer leidist ad geta ek ekki talad vid þig enn vonin um

ad þú hafir gottaf ad læra þjer til gagns og Sóma Jeg finn vel hvad jeg hef verid ánægdari med sjálfa mig ef jeg hefdi mentad mig medan jeg var ung, Nú hef jeg ekki

önnur rád enn felamig firir öllum mentudum og Sidudum munnun jeg hugsa opt um þad hvurnin gud hagadi því til ad

þú skildir verda til þess ad fara so snema frá mjer

so jeg gat aldrei ded þig fara frá mjer an þess ad gráta, Nú vona jeg ad þad hafi áttad verda þer til góds. Jeg kom rikku litlu inn i Ytra Lauga land í hayst

fim eða sex vikur eptir þad hún kom heim las hun upp kverid sitt ad því búnu lagdist hún í rúmið og klæddist ekki fírr enn um Jólin enn nú

er hun ordin frisk aptur veikindi hennar voru gikt sem hún fjekk i mjödmina so vóru heni útvegud medöl sem

hleiptu því innuní hana logsins feingust medöl sem henni hefur batnad af hin börnin hafa verid frisk enn litid hafa þaög lært dreingirnir hafa þurt ad vera úti annad

slæid

í haust þegar þú fórst sudur var mjer budad detta í hug bidja þig ad reinna ad ná

vináttu Hannesar frá Laugalandi af því jeg þekti módir hans ad so gódu enn þegar jeg heirdi ad hann var komin svo hátt í skólanum fanst mjer eins og þad væri eingin

von til þess ad þú gjætir Seilst so bent upp fyrir þig berdu honum kvediu mina ef þú heldur ad hann muni taka henni elskulegi Einar minn jeg verdad ad hætta og bidja

þig ad taka viljan fyrir verkið þó jeg geti ekki klórað firir sjón dofru deprunni og fleira svo ætla jeg ad bidja Gud ad vera

þer alt i allu það mælir þín vesæl móðir Anna

S.T.

Námspiltur E. Friðgeirsson

í Reykjavik

(i húsi Bmúran)

Myndir:12