Nafn skrár:JakJon-1861-09-29
Dagsetning:A-1861-09-29
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 29d Sept. 1861.

Hjartans góda systir mín!

Loxins, þegar sumarid er ad kveldi komid, fer jeg ad minnast þín, og þíns elskulega brjefs af 18 Júní, sem jeg þakka innilegast. Jeg var núna ad lesa þad; og brjef frá fleíri Sistkinum okkar; og þá er einsog jeg sjái í draumi lidu daga, þegar vid vorum öll- nú, mörg- því aldreí vorum vid öll, saman í Hlíd, ádur en Störf og áhyggjur tviStradi okkur so, ad hvergi er nú nema 1, ad undanteknum eínum stad. O jæja eínhverntíma söfnumst vid aptur eda þad er von mín og bæn, ad vid getum öll stefnt ad því midi sem sameínar okkur seínna.

Mjer gremst vid sjálfa mig ad nokkur misSkilníngur skildi geta lædst inní

brjefid mitt seínaSta, en vid skulum nú verda samtaka elsku systir! ad gleýma því, og láta þad vera til ad skerpa kærleíkann; þess sama bid jeg mág minn! Jeg samfagna ykkur innilega med únga soninn, en lángtum hjartanlegar en jeg get huxad bádu gömlu Foreldrarnir honum allra gæda. Bágt er ad heílsan skuli bila þig, sem þarft ad hafa so mikla umsjón, en þú ert víSt lík módur okkar ad leggjaSt ekki strax og þú finnur til. Jeg þar ámóti get ekkert borid af þesskonar, af því jeg er óvön vid kvöm.

Pjetur bródir verdur búinn ad fræda ykkur um alt sem þid viljid vita hjedan, alt er nú vid þad sama og þegar hann kom. Þó mágkona okkar hafi verid á Fótum í sumar og opt verid nokkud fríSk, hefir hún samt ekki treíSt sjer ad Skipta sjer af neínu se jeg hefi á hendi, nema rjett medan jeg var ekki heíma. Jeg runnadiSt uppí hjerad sama dag og Petur kom, því jeg hafdi ekki litid uppúr þess-

Hólmfrídur systir Skrifadi mjer í Sumar; hún er eínsog vant er, hress og ókvídin, en þó má finna ad þau ega ærid erfidt.

kona Sýslumans Thorstensens. Hann er búinn ad snifsa heílsuna þó hann sje ekki gamall, og vansjed hann fái hana aptur. Hún ber mótlætid mikid vel, og er eín af þeím sem jeg se ann altaf betur og betur vid. Hún á 2 börn falleg og efnileg.

HauStSkipid er komid híngad fyrir nokkru, en engar merkisfrjettur bóruSt med því. Þorgerdur og Augusta skrifudu okkur og láta vel yfir sjer. Þorgerdur sendi mynd af sjer og Augusta mjer mynd af sjer og bádum börnönum á eínu spjaldi.

Mikil óSköp hefir dáid af Fólki á auStulandi þessi ár; loxins er nú komid dáldid logn á í þessari sókn, eptir ad rúmir 50 voru fallnir sídan um veturnætur, en nú deýa börn og fullordnir í Nordfyrdi. Nýdáinn er eínn hinn merkilegasti bóndi á austurlandi Sigurdur Jónsson í Dýum. Nú er komid Rökkur og jeg man ekki meíra ad rausa. Berdu öllum gódum vinum kæra kvedju okkar mömmu, en eínkum manni þínum og börnum, já og börnum Gudrúnar sál. Þad gledur mig hvad Sigrídur er þjer gedfeld, þid hafid bádar bezt af því; og ti hús get eg ekki skilad eíns ástudl. kvedju og módir mín vill. Þó lángt sje á milli okkar elsku systir, lifir þú í endurminn- ing minni og jeg í þinni. Gud geými þig og þína óSkar þín elskandi Jacóbína.

um þröngu fyrdi í rúm 3 ár; og hálfbágt óSka ég med ad skilja vid Pjetur og snúa aptur á Hofi, því vel mundi jeg eptir þjer og ödrum Sistkinunum og sveítinni, þar sem hugur minn er optaSt, en haustir var komid og jeg var so hrædd ad eítthvad bjátadi á heíma; þó eg geti ekkert vid því gjört vil jeg þó vera nærri. Eptir vonum líst mjer á hjá Benedict, og gæfi gud gott ár, kynni hann ad bjargast. Hjá Sigurgeíri er alt vid þad gamla, en 4 eldri börnin eru farin ad Styrkja hann, og mjer líst vel á þaug; máske þau verdi nú til ad rjetta hann vid. Sigurgeír ljet Jón litla fylgja mjer ofanyfir; hann er velgreíndur og lópmikill.

Jeg gisti 2var hjá Frú Ingibjörgu á Ketilstödum, sem nú fer ad komast í nágrennid til ykkar; mikis vel láta allir sem þekkja af þeírri konu, enda ber hún þad med sjer; Söknudur og margt annad sem hún hefir haft ad bera er búid ad gjöra hana alvarlega. Jeg vildi óSka ad henni lidi vel hjá ykkur.

Bágt á Frú Þórdís dóttir Melsteds sál.

Myndir:12